Tónlistin - 01.12.1945, Qupperneq 36

Tónlistin - 01.12.1945, Qupperneq 36
66 t TÓNLISTIN Hljómleikalíf Reykjavíkur Sunnukórinn á ísafirði gerÖi sér ferÖ til höfu'Östa'Öarins til þess að flytja bæjarbúum söng blandaðra radda, eins og hann hefir verið undirbúinn og iðkaður i höfuðborg Vesturlands. Jón- as Tómasson hefir unnið ósleitilega að þjálfun þessa rösklega 30 manna flokks um langt skeið. Hlutföll radd- magnsins eru þó ekki nægilega samstillt, svo að hlutur karlraddanna, verður helzti lítill, sérstaklega bassans, og altinn þyrfti að öðlast frekari festu í tónflutningi sin- um. Aftur á móti hafði tenórinn gott vald á sínu hlutverki og flutti vel, þótt liðfár væri. Ágætlega tókst kórnum að syngja þýðleg lög með jöfnu og sléttu hljóðfalli og lýrískum blæ, svo sem „Son- ur minn, sofðu í ró“ (sem þó er rang- lega eignað Mozart) og „Kvöldklukk- ur“, enda þótt gervi þess lags væri til- takanlega fáskrúðugt með í rauninni að- eins tveimur höfuðhljómum. Eitt þeirra laga, er kórinn hafði fram a'ð færa, var einsöngslag Sigfúsar Einarssonar „Gígj- an“ í raddsetningu söngstjórans og með undirleik. Gegnir það furðu, að seilzt skuli þannig um hurðarás að loku, því að alvarlegur misskilningur á eðli söng- lagsins birtist í þeirri seinheppilegu hug- kvæmni, að lag þetta vaxi við að klæð- ast svifaþungum og loðfelldum stand- hljómum blandaðs kórs. Gígjustrengir Sigfúsar hafa verið slegnir af ágætum höndum fjölmargra einsöngvara, og hafa þeir eigi átt neitt vangoldið, er betur yrði leyst af smekksnauðri handahófsradd- setningu. Er sannarlega kominn tími til þess að leiðrétta þá reginvillu, er margir halda, að einu gildi, fyrir hverskonar tón- miðil lag sé samið; aðalatriðið sé bara lagleg „melódía“, sem syngist vel, jafn- vel þótt það sé píanósónata eftir Beet- hoven í kórútfærslu. „Sunnukórinn" þyrfti að gefa þessu gætur og losa sig jafnframt undan of einhliða túlkun fölv- aðrar rómantíkur í hljóðfallstregri fram- setningu. Einsöng fluttu Jóhanna Jolm- sen, Margrét Finbjarnardóttir, Jón Hjórt- ur og Tryggvi Tryggvason, Victor Ur- bantschitch annaðist undirleik allan, og á orgel flutti hann auk þess „partítu" við sálmalagið „Hin mæta morgunstund" eft- Mæt og rétt mannlýsing „V e r d i er sæmdarmaður, heiðarleg- ur og réttsýnn, mjög stoltur, allskostar ósveigjanlegur, og kann betur en nokk- ur annar tökin á þvi að vísa á bug litl- um sporhundum og stórum ösnum, sem sýna honum fleðulæti. Hann er alveg eins fjarri hinni háðsku, skripalegu, orðgjálfrandi (oft heimskulegu) fram- komu Rossinis eins og höggormslegum ísmeygilegheitum Meyerbeers.“ Bcrlioz (í bréfi til vinar Liszts, Carolyne Sayn-Wittgenstein furstynju). Laglínan ein nægir ekki í tónlist tjáir ekki að vera eingöngu laglínuritari (melodiker). Tónlistin inni- heldur meira en Iaglínu, meira en sam- hljóm. Nefnilega músík! Þetta mun þér finnast torskilið. Ég reyni að finna ein- hverja ský’ringu: Beethoven var enginn laglínuritari; Palestrina var enginn lag- línusmiður. Þ.e.a.s.: Laglínusmiður á okkar mælikvarða. Verdi (í bréfi til vinar síns 1871). Davíð og Salómon Á æskuárum sínuin lærði trúðleikar- inn víðkunni, F r a t e 11 i n i, að leika á hörpu. Nábúa hans geðjaðist hreint ekki að þessari tegund tónlistar og sagði því dag nokkurn við hann: „Ó, ó, dreng- ur minn, þú spilar eins og Davíð, bara ekki eins vel.“ En smellið svar piltsins lét ekki á sér standa: „Þér talið eins og Salómon, bara ekki eins viturlega." Verkin lifa aðeins vegna stils síns. Franz Lisst.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tónlistin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.