Tónlistin - 01.12.1945, Page 37

Tónlistin - 01.12.1945, Page 37
TÓNLISTIN 67 ir Pál Halldórsson, allhaglega en full var- fœrnislega nýsmíð alvarlegrar viÖleitni til sjálfstjáningar. Sérstakur heiÖursvott- ur íéll undirleikaranum í hlut með því að vera settur skör hærra en stjórnand- inn sjálfur, og verður naumast fundin eðlileg ástæða til þess, nema ef vera skyldi kurteisisbragð húsbónda gagnvart gesti, þó að lög heimilisins séu ekki lög listarinnar. Heimsókn „Sunnukórs- ins“ var lærdómsrík og góðra gjalda verð, enda þótt boðskapur hans væri ekki stormur mót himni. Og þess er að vænta, að kórinn sæki mátt til nýrra landvinn- inga eftir slíka söngför, sem ætti að auka reynslu og örva framsókn söngfólksins. Þá er tilganginum náð. Barnakór Borgarncss sýndi með söng sínum, að söngstjórinn, Björgvin Jórg- cnsson hefir með mikilli elju og áhuga 'agt rækt við hið fríða lið ungra skóla- nemenda, sem af óblandinni ánægju syng- ur óþvingað og hispurslitið undir vendi- legri stjórn hans. Lögin voru vel valin, en raddsetningar helzt til fáskrúðugar; of litið bar á frændhljómum aðalhljóm- anna, og eftirlíktur 'tónbálkur birtist hvergi. Gefur þetta hvorttveggja söngn- um þó ferskari blæ, ef rétt er á haldið. Stöðugt vex tala þeirra íslenzku full- trúa tónlistarinnar, sem kjörnir munu til þess að halda vörð um þróun hennar og útbreiða boðskap hennar meðal þjóð- arinnar. Margrct Eiríksdóttir hefir nú sýnt það, að við hana eru tengdar mikl- ar vonir. Hún hefir nú öðlazt innri yfir- sýn og sálræn tengsl, sem festa tök henn- ar á viðfangsefninu og veita því gildan tilgang og göfugan. Að vísu bólaði í upphafi á lítilsháttar mishittni, en slikt hverfur, er af stað er komið, svo að sónata Englendingsins Arne, auðsær af- leggjari frá Emanuel Bach, birtist ljós- lifandi með öllu sínu barokútflúri og við- höfn. Gleðiefni voru D-dúr píanótil- brigði Brahms, vanþakklátt píanista-hlut- verk, en samt svo auðugt að sérkenni- lega fögrum hljómsamböndum þessa síð- rómantíska meistara, sem Margrét skil- aði af vandfærum skilningi, en helzt til lauslegri mótun hins gljúpa miðhluta. Með skáldlegri mýkt og römmum til- þrifum fór hún öruggum höndum um „fantasíu“ Chopins og sýndi ljóslega bæði eindregna pianistiska og músíkantíska hæfileika sína, svo að stórgleðilegt má teljast. Að endingu birti hún tónaskrúð Debussys í leiftrandi litum gallískrar hljómnautnar. Elsa Sigfúss hefir leitað átthaganna eft- ir margra ára dvöl i Danmörku, þar sem hún er búsett, til þess að leyfa löndum sínum að njóta þeirrar listiðju, er hún hefir gert að sérgrein sinni. Vísnasöng- ur er mjög vinsæll meðal Frakka, sem einna fyrstir munu hafa innleitt þessa sönggrein með nútimanum, þennan ástar- blíða, angurværa og glettnislega „trouba- dour“-söng vorra tima. Þaðan hefir hann borizt til Danmerkur og Svíþjóðar, þar sem hann er nú í miklum metum. Elsa hefir lagt stund á þessa „kleinkunst“ um langt skeið og tekið ástfóstri við ríkulegt úrval af ,,kabarett“-lögum og „chansons", sem hún flytur á ofur látlausan og ljúfan — máske þó of til- breytingasnauðan — hátt með rezitativ- ískri alt-rödd sinni. Innihald þessara laga fjallar um brostna æskudrauma, ást sem allrameinabót, heimþrá, hugmyndir nCgranna um himnaríki, morðfýsn, stór- an og sterkan elskhuga og gæluyrði um gömul tónskáld, svo að nú er búið að skýra Johann Sebastian upp og nefna hann Jitterbach. Öll þessi i rauninni smávægilegu atriði túlkar söngkonan í gegnum hljóðnema með stakri alúð og yndisþokka.Að visu ræður hún ekki yfir öllum ástríðum hjartans frá hatri og ör- væntingu til himinhrópandi sigurgleði, eins og frönsk „diseuse", en kostir henn- ar liggja frekar í angurblíðum innileika. Viðfangsefnin voru ærið misjöfn, flest i „strófísku" formi, svo að stundum nálg- aðist endurtekningin þulu með laggengu undirspili eða meðspili. Einna bezt voru „Heimatlied‘“ eftir Theo Mackeben, „To,

x

Tónlistin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.