Tónlistin - 01.12.1945, Side 40

Tónlistin - 01.12.1945, Side 40
70 TÓNLISTIN um örmum og list þeirra þakksamlega þegin. Björgvin Guðmnndsson er afkasta- mikill tónhöfundur, sem lagt hefir sér- staka rækt við hin dramatísku kór- söngsform, kantötuna og óratóríuna. Með honum hefst nýtt landnám í sögu íslenzkrar tónsmíÖi, því að hingaÖ til hafa tónskáldin gengið brautir hinna smærri forma. Þó rná ekki skjóta fram hjá þéirri staðreynd, að í smáum brotum þróast hugsunin fyrst þar til hún hefir ratað á þjóðrunninn búning. Eitt stærsta verk Björgvins, óratórían „Friður á jörðu“, var flutt sem tákn þeirra um- brotatímaj er slotaði hinum geivænlegasta hildarleik, er heimurinn hefir nokkru sinni augum litið, og stundarkyrrð komst á, hvort sem um er að ræða varanlega friðarlausn eða Fróðafrið einungis. Victor Urbantschitsch stóð fyrir þessari upp- færsiu og hafði sér til samvinnu bland- aðan kór, hljómsveit, einsöngvara og ein- leikara. Enda þótt miklum kröftum væri hér stcypt saman, verður þó tæplega full- yrt, að árangur flutningsins hafi verið hinn bezti, er á varð kosið. Kórinn sýndi ekki þá innlífun, er æskileg hefði verið, og inngrip raddflokkanna voru alls ekki nógsamlega skýr, enda mun stjórnandinn ekki hafa lagt sig svo fram sem nauðsyn- legt var. Flutningurinn var því allur með daufara bragði. Albert Klahn hafði fært verkið til hljómsveitarstíls af hinni stök- ustu alúð og nákvæmni, þótt hans þáttur væri hvergi dreginn fram í ummælum dagblaðanna. Að ])ví leyti var verkið í góðum höndum. Einsöng fluttu Ólafía Jónsdóttir, Ingibjörg Steingrímsdóttir, Björg Guðnadóttir, Pétur Jónsson og Ólafur Magnússon. Olafia er ágæt radd- kona, en fullmikið ber á yfirtónum henn- ar, Ingibjörg leysti sinn þátt dável af hendi, en Björg gætti þess ekki nógu vel að fella saman orð og tónhendingar. Hlutverk Péturs lá ekki allskostar við hans hæfi. svo að framsetningin naut sín ekki sem skyldi,' hinsvegar var liður Ólafs hlutfalísíéga véigameiri, cn söngstíll hans er enn of einhæfur svo að vant verður hreimbrigða í meðferð hans, þótt sköru- leg sé á sinn hátt. Einleikur fórst þeim vel Birni Ólafssyni og Heinz Edelstein, og Páll Isólfsson aðstoðaði grandgæfi- lega á orgelið og flutti þess utan einn til- brigðaverk eftir Björgvin í hefðbundnum skreytingastíl kóralsins. Sigfús Einarsson er einn af frum- herjum íslenzkrar tónlistar. Dómkirkju- kórinn undir stjórn Páls ísólfsson- ar tileinkaði honum minningarhljóm- leika með sýnishornum úr tónsmiða- starfi hans. Skiptust þar á kórverk, org- éllög, einsöngvar og fiðlulög. Sigfús er bundinn gamalli erfðavenju hins róman- tiska stíls með hljómskorðuðum rithætti sparlegrar framvindu. Kórar hans eru ekki byggðir á „pólýfón", röksemdafærslu tónbálksins, held.ur þræða þeir auðsóttar leiðir lagrænnar eftirtektar. Af þessu sprettur nokkur skortur á innri stígandi og ótviræðum hámörkum. Þlinsvegar eru einsöngslög hans fastari i mótum og birta fyrirætlanir hans.á fullkomnara hátt en tiðkazt hefir í íslenzkri sönglagagerð. Hermann Guðmundsson hefir mjúka rödd, en hann einblínir um of á einstaka tóna og skeytir minna um lífræn tengsl hinn- ar söngskráðu línu, svo að fram kemur stöðnun i framrás heildarinnar. Kristín Einarsdóttir hefir góða altrödd, sem þó vantar eilitið meiri sveigjanleik. Bæði fluttu þau kirkjulög eftir Sigfús. Þórar- inn Guðmundsson lék fiðlulögin með góð- um tón en ónógri festu, Páll ísólfsson flutti orgeleinleik með settri áferð, og Sigurður ísólfsson annaðist undirleik með kórnum. Anna Þórhallsdóttir er ung söng- kona, sem nokkrum sinnum hefir kvatt sér hljóðs á vegum útvarps. Áður en hún hélt utan til söngnáms efndi hún til sjálfstæðra hljómleika til þess að dýpka lauslega kynningu gegnum vél- ræna milliliði. Hún býr yfir góðum söngsmekk o g he.fir aflað sér tals- vérðr'ar sjálfsménntunar, se'm glöggt

x

Tónlistin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.