Tónlistin - 01.12.1945, Síða 42

Tónlistin - 01.12.1945, Síða 42
72 TÓNLISTIN Endursagt úr tónheimum ÞJÓÐLEG TÓNLIST EÐA ALÞJÓÐLEG Oft heyrist því varpaÖ fram manna á mqÖal, að tónlistin sé hi8 ómengaÖa mál mannlegs hjarta. Með sérhverjum manni tali hún sömu tungu; hún sé engum landa- merkjum háð, eins og hið talaða orð; ofar öllum þjóðrænum og stéttarlegum sundurgreiningum sé hún öllum verald- arlýð skiljanleg, eins og eitthvert alheims- mál, sem menn ekki þuríi að læra sér- staklega. Þessar fullyrðingar hljóma hreint ekki svo illa, en þær eru þó rangar. Að vísu er skilningur á tónlist tengdur öðrum landamærum en þjóðtungurnar, og Is- lendingur getur notið ítalskrar tónlist- ar, án þess að leggja á sig mikla fyrir- höfn til undirbúnings, sem hann hins- vegar ekki kæmist hjá, ef hann ætl- aði að kynnast skáldritum þessara þjóða. Engu að síður eru í tónlistinni til þjóð- lcg scrmál, margskonar „mállýzkur', sem að byggingu og formi eru innbyrðis sizt líkari en mállýzkur tungunnar. Tónlistin er ekki síður ímynd ákveð- ins kynstofns og þjóðernis en mál það, er vér tjáum bugtök vor með. Fæstir eru nógu víðförlir til þess að geta með eigin eyrum gengið úr skugga um þessa þjóðfræðilegu staðreynd. Greinilegast er þetta meðal þeirra þjóða, sem ekki hafa enn verið undirokaðar af hinni evrópísku siðmenningu. Ef vér legðum hlustir að músík þeirra, mundi hún í vorum eyrum hljóma sem innantómur og oftast nær mistóna hávaði. Sá, sem eitt sinn hefir setið inni í arabískri kaffistofu eða í síam- isku eða japönsku leikhúsi, veit gerla, að hann skilur jafn litið í tónlist þessara ])jóða eins og i tungu þeirri, sem þar Tónskáldafélag * Islands Tónskáldafélag Islands var stofnað í Reykjavik 25. júli siðastl., til þess að gæta hagsmuna tónskálda. Félagsmenn eru allir í „Bandalagi íslenzkra lista- manna“. Stjórnina skipa: Páll Isólfsson formaður, Hallgrímur Helgason ritari, Helgi Pálsson gjaldkeri. Jón Leifs var kosinn varaformaður. Stofnendur samþykktu með öllum at- kvæðum að senda Menntamálaráði Is- lands svohljóðandi bréf: „Tónskáldafélag íslands leyfir sér hér með að senda Menntamálaráði Islands lög félagsins ásamt nöfnum félagsmanna og vill um leið virðingarfyllst vekja eftir- tekt ráðsins á kjörum íslenzkra tónskálda. Fyrst er þess að geta, að lagavernd ís- lenzkra tónverka er, bæði á íslandi og erlendis, ófullkomnari en í flestum ef ekki öllum öðrum löndum, og möguleik- ar til flutnings tónverka á íslandi minni en annarsstaðar, en gjöld fyrir flutning tónverka eru aðaltekjur tónskálda. Erfið tónverk færa erlendis jafnvel þarlend- um höfundum tiltölulega litlar tekjur, og þær venjulega þeim mun minni, sem verk- inu eru veigameiri. Hæstu árslaun tón- skálda á íslandi hrökkva nú tæplega til óhjákvæmilegrar afritunar eins meirihátt- ar tónverks ásamt raddheftum, en til flutn- ings þarf oft í fyrsta sinn allskonar fjölritun, þó aÖ ekki sé hugsað um að prenta verkin. Ef tillit er tekið til sölu- möguleika skáldsagna, virðist sízt viðeig- andi, að laun tónskálda séu lægri en laun rithöfunda. Þar sem laun leikara eru ekki veitt af fé til bókmennta eða rithöfunda, virðist heldur ekki réttmætt, að launum túlkandi tónlistarmanna sé úthlutað af sömu upphæð og til tónskálda. Tónskáldafélag íslands leyfir sér því að fara þess á leit, að Menntamálaráð ákveði viÖ næstu úthlutun sérstaka upp- hæð til tónskálda eingöngu og aðra upp- hæÖ til afritunar, fjölritunar eða prent- unar tónTCrka."

x

Tónlistin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.