Tónlistin - 01.12.1945, Page 44

Tónlistin - 01.12.1945, Page 44
74 TÓNLISTIN sem varð fullmótaÖur hjá stórskáldun- um Haydn og Mozart og knésettur á NorÖurlöndum með útgáfustarfi J. A. P. Schulz fyrir rösklega 150 árum. Þessi söngstíH náði hljómgrunni íslenzkra tón- skálda, og hann hefir verið lífæÖ þeirra allt til jæssa dags, eins og hann birtist í hreinni og ómengaðri mynd í hinu ai- ])ýðlega og fagra gitarslagi „Viltu með mér vaka, er blómin sofa“ og útlenda jrjóðlaginu „Mér um hug og hjarta nú“. Bæði eru þessi lög ágæt og óforgengi- leg, en j>au eru árangur aí hugarkrafti horfinna tíma, lundarmót liðinna alda, speglað i tónrænu formi, og megna ef- laust ekki að fullnægja eilíflega ]>örf nýrra kynslóða. Þau heyrai bæði til þeim flokki laga, sem eru „almenns“ eðlis. Það eru lög, sem vér öll skiljum auðveldlega og koma kunnuglega fyrir, ]>ví að þau hvíla á þeirri undirstöðu, sem vér höf- um byggt á í nokkra ættliði, hreyfast í tóntegundum og hljóðfalli, sem vér þekkj- um gjörla. En á hinn bóginn eru einnig til lög, sem teljast verða „sérlegs“ eðlis. Má þar nefna mikið af kirkjusöngvum vorum frá fyrri tímum, tvísöngslögum og kvæðalögum. í rauninni eru þessi lög ekki torveldari fyrir söngröddina, en það er i fyrstu máske erfiðara að meta þau og læra, því að þau standa fæst í hefð- bundnum dúr, heldur íöðrum tóntegund- um, sem vér höfum sjaldan nú" orðið haft tækifæri til þess að kynnast, oftast nær i hinum svonefndu kirkjutóntegundum, Höfuðmunurinn á þessum tveimur flokk- um laga er sá, að hinn fyrri er hljóm- bundinn eða harmónískur, en hinn síð- ari lagbundinn eða melódískur. Sá íyrri styðst við reglubundna samhljóma, á- kveðna aðaltóna í dúr- og moll-tónteg- undinni, tóna aðal-þríhljómanna. og það skynjum vér ósjálfrátt og finn'st það kunnuglegt og sjálfsagt. Lögin í hinum flokknum eru frekar sjálfum sér nóg og hvíla í eigin frumformi alveg eins og tónlist fornaldarinnar og fyrri miðalda, þá er margraddaður söngur var óþekkt fvrirbæri. Nú kynni einhver að segja, að þessi „fornaldarstefna" væri kyrrsett í ryk- föllnum söngstefjum og óhæf til að sam- lagast nútíðinni, enda væru þessir „gömlu“ tónar máðir úr vitund vorri. Forni tíminn óbreyttur á að vísu ekki erindi til vor, en lífskraftur hans getur verið í mörgu til fyrirmyndar og orkað til nýsköpunar. Forni tíminn á að verka frjóvgandi á brautir þær, sem feður vor- ir og forfeður tróðu, og skapa þar með nýja framtíðarleið. Þeir tímar koma, er plægja verður jörðina; mennirnir verða að byggja og búa öðruvísi en afi og amma, svo að ]>eir geti andað og hrærzt eins og frjálsborið fólk, umskapað hvers- dagslega hluti og eigin hugsanir. Því er heldur ckki svo komið, að endurminn- ingin um óma frá liðnum dögum sé al- dauða. Hún leynist ennþá innst inni með sönggreindum íslendingum og miðlar málum milli laglínu og hljóms, þrátt fyr- ir langan svefn og litla næringu um ára- langt skeið. Það er ]>essi lífsneisti, sem dregur úr dauðamerkjunum, sem færzt hafa yfir ásjónu íslenzkrar tónlistar hina si'ðustu áratugi. Island er gráar hraun- breiður, viðátturikar heiðar, ofsaleg fljót, skínandi jökultindar, eyðisandar og íshaf. Manninum er varpað i fang ]>essarar miskunnarlausu náttúru, sem engum gef- ur grið. Hann fær ekki umflúið baráttu sina, þar sem einveran umlykur hann. Og ef hann rennur á flótta, mæta hon- um óravíddir hafs og hauðurs, sem rekja vöxt sinn til eilífðarinnar og henna sann- leik hennar. Þjóð, sem býr í þessu um- hverfi og á sér mikla og merkilega bók- menningu, getur ekki til lengdar — ef hún vill halda heiðri sínum og sjálf- stæði — fundið fullnaðarsvölun í því að syngja „Kolhrún" og „Eg veit ekki af hverskonar völdum“. Hún verður að hætta að fá allt að láni frá öðrum þjóðum. Hún verður að syngja sinn eigin söng með nýrri og hreinni laglínu og hljóð- falli. Hallgrímur Helgason „Vísir“ 8. og 21. 2. '45.

x

Tónlistin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.