Tónlistin - 01.12.1945, Síða 45

Tónlistin - 01.12.1945, Síða 45
TÓNLISTIN 75 JAZZMENNING MISRÆMISINS .... VirÖist mér eitthvert húm hafa færzt yfir þróun mannkynsins, sem minn- ir mig á gang guðanna inn í sína björtu veröld, áður en hún sígur bak vi<5 sjón- deildarhring vorrar veraldar. Ef til vill hefir þetta ske8 fyrir nokkru og oss þess- vegna heimilt að vænta brátt aftureld- ingar og komandi skips sólar með gu'b’- ina innanborðs. Aðeins verðum vér þolin- móðlega að þrcyja húmið til enda, með kulda sinum og jazz-stormum, og ekki get ég láð vorum hlökku bræðrum, þótt þeir vilji ekki kannast við jazzinn sem sína uppgötvun, — þessa ólirjálegu og ólystugu jazz-menningu, með sitt al- þekkta misrœmi í allri list. Menning negr- anna er ekki slík. Þeim finnst sjálfum skömm að því að láta eigna sér þetta misræmi. Þeir eiga sína menningu, góða og gilda fyrir þá, en hún er ekki vor og hæfir oss ekki. Einar Jónsson myndhöggvari (í „Skoðanir" 1944). KÓRVILLA Fátt er lymskara, að ég ekki ákveði þjóð-hættulegra, en vald vanans. Það er naumast til það ranglæti, sem vaninn get- ur ekki helgað sem sjálfsagðan hlut, og þá má fara nærri um ýmsar meinhæg- ar venjur, hve lífseigar þær geta orðið. En e. t. v. er ekkert svo heilbrigt í eðli sínu, að það geti ekki orðið hættulegt undir taumlausum handarjaðri vanans. Það er jafnati van]>akklátt verk að stjaka við tíðarandanum, en það er svo nauð- synlegt, að segja má að á því hvíli öll menningarleg þróun. Sá þáttur í athafnalífi voru, sem hér verður tekinn til athugunar, er í sjálfu sér fagur og virðingarverður, en þróun hans er hinsvegar orðin svo einhæf og afvegaleidd. að ekki verður lengur kom- izt hjá hlífðarlausri gagnrýni. En það, sem hér utn ræðir er sá sjúklegi ofvöxt- ur, sem hlaupið hefir i karlakóra-starf- semi hér á landi. Er þessi ofvöxtur löngu orðin hlægilegur, og nú á síðustu ár- um blátt áftam skaðlegur fyrir eðlilega tónmenningu þjóðarinnar. Til þess Hggja ýmsar ástæður, sem raunar leiða hver af annarri. í fyrsta lagi er karlakór i eðli sínu mjög lítið og takmarkað hljóð- færi, en þó að vissu leyti yndislegt, ef hann fæst við hæf og verðug viðfangs- efni. Hann svarar til stofuorgels, sem hefir eina 16 fóta rödd og rúmlega 2]/2 áttund. Til samanburðar við blandaðan kór með hljómsveit gæti maður hugsað sér 20—30 radda pípuorgel. Það liggur i hlutarins eðli, að jafn lítið og einhæft hljóðfæri getur ekki tekið til meðferðar stór og litskrúðug tónverk, þó að það hinsvegar hafi sin sérkenni og þau sterk, og sé þar af leiðandi allra hljóðfæra æskilegast til að túlka þá tónlist, sem fyrir það er auðkennd og samin, enda er það karlakóranna einasti nauðsynlegi tilveru- réttur, að sú tónlist er til, og það í stór- um stíl, sem hvergi sómir sér jafn vel og i þeirra túlkun, og skal ekki frekar fjöl- vrt hér um jafn auðskilið atriði. í öðrú lagi er hin öra f jölgun karlakóra- meðlima komin vel á veg með að skjóta slagbrandi fyrir alla frekari kórstarfsemi i landinu. Það þorp er vist varla til á íslandi, að þar sé ekki starfandi karlakór, og um sveitirnar er það sama að segja. Stærri kaupstaðina tala eg nú ekki um, þar eru vist að jafnaði tveir karlakórar starfandi og upp í ég veit ekki hvað marg- ir, t. d. i Reykjavik. Þessi hóflausa karla- kóra-timgun hefir til margra ára rig- bundið svo alla beztu — að ég ekki segi bókstaflega alla — karl-söngkrafta þjóð- arinnar, að jarðvegur fyrir blandaða kór- starfsemi fyrirfinnst varla lengur. Eg veit vel, hvað eg er að segja, þar sem eg hefi nú i 12 ár barizt við að halda up]H hlönduðum kór hér á Akureyri við lítinn orðstir auðvitað, því að hér eru starfandi tveir karlakórar, svona „offici- elt“, og verksmiðjukór sá þriðji auk karla- lcvartetta, eins eða fleiri. Að því er eg hezt veit er v'íst sama sagan uppi á ten- ingnum i Reykjavik. Með einhverjum dularfullum hætti hefir þvi vanans fargi, sem hér er gagnrýnt, tekizt að lfeða þeirri sköðun inn hjá karlkyninu, að það sé eitt-

x

Tónlistin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.