Tónlistin - 01.12.1945, Síða 46

Tónlistin - 01.12.1945, Síða 46
76 TÓNLISTIN hvað miklu lítilmótlegra að tilheyra hlöncluðum en karlakór, og er þvi aug- Ijóst, að hér er orðið um sjúklegt ástand að ræða, einskonar sálræna kynvillu, sem fyrir engan mun má halda áfrain að eiga sér stað. Sennilega hugsa nú ýmsir, að frá minni hendi sé hér um amasama og óviðeigandi íhliitun að ræða, það sé varhugavert og rangt að amast við karlakórunum, þar eð starf þeirra sé þó listrænt og spor í rétta átt, en hvorugt er rétt ályktað. Það er ekki amasemi, þó að gagnrýnd sé starf- semi, enda þótt listræn kynni að vera, sem er komin í það horf að hindra eða jafnvel útiloka aðra listræna starfsemi, því að slikt atferli er einmitt EKKI spor í rétta átt. En svo er hitt, og þar liggur einmitt hundurinn grafinn, sem sé það: að karlakórarnir yfirleitt reka ekki list- ræna starfsemi fyrst og fremst. Þeir eru flestir, og kannske ekki hvað sizt þeir, sem fremstir eru, klúbhar fyrst og kór- ar svo, ]>. e. a. s. þeir eru iþróttafélög, sem leggja fyrir sig samsöng en láta sig annars tónmenningu þjóðarinnar litlu eða engu skipta. Það er í sjálfu sér mann- legt og eðlilegt, að félagsandi og um- hyggja sé ríkjandi innan karlakóranna, en listarinnar vegna væri miklu æskilegra, að obbinn af þeini hefði heldur lagt fyrir sig snjóþrúgnakafald eða handahlaup en samsöng. Þess verður að krefjast, að félög og félagasambönd séu virkur aðili i fram- vindu þeirrar hugsjónar, sem þau kenna sig við, en karlakórastarfsemin, svo há- vær og fyrirferðarmikil sem hún er, hefir aldrei komizt á það stig, svo að orð sé á gerandi. „Samband íslenzkra karlakóra“ hefir nú verið starfandi síðan 1930 og lengst af eða alltaf notið styrks úr ríkis- sjóði. Látum oss nú athuga afrek þess í þágu islenzkrar tónmenningar. Jú, það hefir gefið út eitt karlakórs- lagahefti eftir Sveinbjörn Sveinbjörns- son, og ber að þakka það að verðugu, þar eð tónbóka-útgáfa hlýtur að skoðast sem fýrsti og traustasti hornsteinn verðandi tónmenningar. En til samanburðar vildi eg mega geta þess, að þau íáu ár, sem „Landssamband blandaðra kóra“ hefir verið starfandi, hefir það gefið út þrjú kórlagahefti, sem innihalda samtals 31 lag, og auk þess hefir Ivantötukór Akureyrar gefið út kórlagaheftið „Söngvaborga", sem telur 12 lög. Það, sem vakir fyrir L. B. K. með þessari útgáfustarfsemi, er einkuni þetta þrennt: að kynna og koma á framfæri islenzkum kórlögum, svo sem föng standa til; að endurheimta úr djúpi þagnar og fyrirlitningar úrval þeirra er- lendu laga, sem á sinum tíma áttu virkan þátt i að vekja tónvitund þjóðarinnar, og loks að innleiða fögur erlend lög, sem ekki hafa fest hér rætur að svo komnu. En svo ég haldi mér við efnið, þá er þess næst að geta, að á tímabili kom út á vegum S. I. K. tónmálaritið „Heimir“, hálfgert handahófs- og hundavaðals-rit, einkum hvað ytri frágang snerti. Bar rit þetta ótviræðan vott um gegndarlítið á- hugaleysi og hroðvirkni, sérstaklega upp á siðkastið. Var prófarkalestur stundum svo bághorinn, að það var ekki manna meðfæri að lesa prentvillurnar í málið, og eftirlitið svo trassafengið, að stundum komu sömu fréttadálkarnir i tveimur heftum, hverju eftir annað, enda lognaðist rit þetta útaf þegar á fjórða ári við lítinn orðstír, og skal ég ekki fjölyrða um það frekar. Það eina, sem S. í. K. hefir lagt verulega áherzlu á, er að halda uppi raddþjálfun innan sambandskóranna, og ber það sízt að lasta. Hitt gæti aftur orkað tvímælis, hvort sú raddþjálfun, sem þar er kostur á, verði ekki að skoðast og meinast f rcmur til fordildar en árang- urs. Það er tæplcga hægt að vænta mik- ils árangurs af þvi, þótt slíkt bákn, sem S.Í.K. er orðið, haldi einn raddþjálf- ara 8—9 mánuði á ári. En sú höfuð- áherzla, sem S.Í.K. leggur á þetta radd- þjálfunarstarf, áréttar hinsvegar fram- anskráð ummæli um íþróttamennsku karlakóranna. Vitanlega getur varla hjá því farið, að stöðug iðkun undir leið- sögn sæmilegra söngstjóra leiði af sér meiri og minni þjálfun i raddbeitingu, enda verður það að ’ segjast, að sumir 1

x

Tónlistin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.