Tónlistin - 01.12.1945, Síða 49

Tónlistin - 01.12.1945, Síða 49
TÓNLISTIN 79 þróun. Lagið er uppspretta allrar tón- listar fyrr og síðar. Þar næst kemur ann- að samtímis-hljómandi lag fyrra laginu til stuðnings. Loks kemur svo sjálfstæð- ur samhljómur sem óvéfengjanlegur dómari í öllum vafaatriðum varðandi hina frjóu, tónrænu lífsnautn. Hljóðfall evr- ópískrar tónlistar kemur þá fyrst til sög- unnar, er lag og hljómur hafa náð til- tölulega fullgildum þroska. Þá fyrst er byrjað að veita þessu frumræna tónlist- aratriði verulega athygli, enda þótt fram- vinda allrar tónlistariðkunar frá önd- verðu hafi sífellt risið upp af duldum spennikrafti ósjálíráðrar hljóðfallsvit- undar. Þessi ósjálfráða hljóðfallsvitund er manninum ásköpuð líkt og reglubund- inn hjartsláttur hans og vélgengt göngu- lag. Áskapaða eiginleika þarf maðurinn ekki að ávinna sér; orka hans beinist þessvegna að því að afla sér nýrra og gera þá að hluta af sjálfsverund sinni. Þegar á þetta er litið, hefir ætið öll iðk- un tónlistar óafvitandi byggzt á óljósri hljóðfallsregluhneigð mannlegs líffæra- kerfis. Negrarnir hafa almennt ekki kotn- izt af hinu fyrsta frumstæða byrjunar- skeiði hljóðfallsins; það er hinn eini þáttur tónlistar, sem þeir skynja og skilja til fullnustu. Og þó skilja þeir aðeins hinn tilbreytingarlausa, síendurtekna, hamraða takt vélrænna hreyfinga, seni leiðir til fullkominnar sljóvgunar, vegna algers skorts á hljóðfallsbundnum fjöl- breytileik og ,,rhythmisku“ lífi. Þjóðir a lágu menningarstigi verða að heyra grunnhljóðfallið með sínu ytra eyra. Hið þroskaða tilfinnihgalíf Evrópuþjóðanna elur með sér innra hljóðfall, sem vér ekki þurfum að heyra.. Grunnhljóðfallið hrær- ist í sjálfum oss, og vér skynjum tilvist þess með voru innra eyra. Laglína jazzins er í einræningshætti sínum nánast ómótuð. Tónsetningarnar grópast ekki saman með rökréttum tengslum upp að miðmögnuðu hámarki, sem likist mesta gróðurmagni lífsins sjálfs um hásumartíð, heldur eru þær skeyttar saman af fávíslegum handahófshætti loddaralistarinnar. Innihald textans virð- ist ekki gefa jazz-höfundunum neitt sér- stakt tilefni til ihugunar, því að orðin eru soðin við tónana eftir að lagið sjálft er fullsamið. Þessi lög, sem ekki hvíla á fastri, hljómrænni undirstöðu, hafa þó, þrátt fyrir alla sína annmarka, náð mikl- um ítökum víðsvegar um heim allan. Og oss verður því á að spyrja, hvað valdi þessum skorti á vandlæti. Langlífi, eða öllu heldur skammlífi, þeirra laga, sem sverja sig í ætt við jazz, er talið vera að meðaltali átta vikur hvert lag. Hvort sem þessi fallvaltleiki stafar af ónógu andríki höfundarins eða hverf- ulleik heimsins yfirleitt, verður því tæp- lega neitað, að þessi tegund skáldskapar virðist eiga bágt með að standast tím- ans tönn. Af því leiðir, að eftirspurnin eykst, og hugsmíðin fær aðeins skamm- an meðgöngutíma í heilabúinu. Máske er hún aðeins hrist út úr ermi utanhafn- ar, og skeikar þá að sköpuðu um vand- virkni og listmæti, enda hvorki hægt að gera gildar kröfur til þess tónlistar- manns, sem haltrar einfingraður um á Parnassusbraut söngdisarinnar, ué lil hins, sem á ómælisbreiðum ódáinsvöll- um Appollós þræðir brún rennusteinsins. Þau afsprengi andans, sem þannig eru til komin á berangri ófrjórra vaxtarskil- yrða, verða aldrei megnug þess að miðla oss neinum verðmætum. Þau reika átt- hagalaus um jarðkringluna heimshorn- anna á milli og sökkva síðan niður í óminnisdjúp gleymskunnar til þess að risa þaðan aldrei upp aftur. Mikill hluti af íslenzkum æskulýð og íslenzkri alþýðu er nú þegar — illu heilli — heltekinn af þessari tónrænu framleiðslu, eftir að þessi tegund „tón- listar“ hefir fengið að leika lausum hala hér á landi í hartnær tuttugu ár, og ekk- ert hefir enn verið gert til að skapa sjálf- sagt mótvægi gegn upplausnaráhrifum þessara eðlisframandi dægurflugna. Og afleiðingin er auðsæ. Tilfinning fyrir sönghæfu lagi hefir lamazt og jafnvei glatazt. Hin eðlilega viðleitni til marg- röddunar er stöðnuð, því að karlakórs- söngur er ekki hin rétta og djúpsetta orku-

x

Tónlistin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.