Dagsbrún


Dagsbrún - 01.03.1942, Blaðsíða 5

Dagsbrún - 01.03.1942, Blaðsíða 5
um félagsréttindum og atkvæðis- rétti við síðustu stjórnarkosningar? Með því að hr. Claessen hefur nú þótzt sjá sér slag á borði til að koma af stað sundurþykkju milli aðkomu- manna og heimamanna í þessu máli o^ ekki er alveg fyrir það að synja að einstaka aðkomumaður hafi leiðst til að narta í þetta eitraða agn atvinnurekandans, þykir stjórn Dagsbrúnar efni gefast til, að lýsa skoðun sjnni varðandi réttindi og skyldur aðkomumanna innan verka lýðssamtakanna. I fyrsta lagi viljum vér vinsam- lega benda aðkomu verkamönnum á það, að heimamenn hljóta óum- flýjanlega að bera miklu meiri kvaðir í þágu verkalýðsfélags á staðnum enda eiga í miklu ríkari mæli velferð sína undir gengi þess heldur en maðurinn, sem er þar stundargestur af atvinnulegum á- stæðum, njótandi vinnunnar á með- an hann er ,en laus allra skuldbind- inga við félagið þegar hann fer. Það mælir því ekki sanngirni með því, að hann hafi með atkvæði sínu úrskurðarvald í innanfélagsmálum heimamanna, þótt hann hinsvegar njóti þess sjálfsagða réttar, að mega leggja gott til félagsmála með fund- arsetu ef húsrúm leyfir, tillögurétti og málfrelsi. f öðru lagi ber þess að gæta, að auk vinnuréttindanna, nýtur að- komumaðurinn að sjálfsögðu allra þeirra hlunninda, sem samtök heimamanna hafa áunnið í margra ára baráttu svo sem taxtans á öll- um tímum sólarhrings, greiðslu vinnulauna í slysatilfellum o. fl., sem annars félli aðkomumönnum ekki í skaut. í þriðja lagi njóta aðkomumenn tii jafns við heimamenn daglegs starfs félagsstjórnar og starfs- manna, sem skiljanlega hefur í för með sér talsverða vinnu og fjár- hagslegán kostnað í þrjú þúsund manna félagi. Gegn þessu greiða aðkomuverka- menn upphæð, sem svarar til ein- um daglaunum, miðað við núgild- andi taxta félagsins. Við látum svo hvern greindan les- anda um það, hvort samtakabarátta reykvískra verkamanna og árang- ur hennar eru einna daglauna virði. Hitt er annað mál, hvernig og í þvaða formi gestkomandi verka- menn geta notið fullkominna fé- lagsréttinda innan stéttarsamtaka alþýðunnar. Vér erum eindregið þeirrar skoð- unar, að hver einasti verkamaður sé ekki aðeins skyldur til að vera í einhverju stéttarfélagi, heldur einnig, að hann eigi heimtingu á því. En hér með er það ekki sagt, að hann geti verið meðlimur Dags- brúnar í vor, Verkalýðsfélags Akra- ness í sumar, Verkalýðsfélags Norðfjarðar í haust, Verkalýðsfé- lags Húsavíkur í vetur og þannig koll af kolli. Slíkt mundi leiða af sér óþarfa kostnað fyrir viðkom- andi verkamann og glundroða, báðum aðilum til óhagræðis. Vér lítum svo á, að landssamtök alþýðunnar séu ekki komin í æski- legt horf fyrr en hver einasti vinn- andi maður er skipulagður innan verkalýðsfélags í heimahögum eða DAGSBRUN h)

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/935

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.