Dagsbrún


Dagsbrún - 01.09.1942, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 01.09.1942, Blaðsíða 4
SAMNINGUR milli Verkamannaíélagsins Dagsbrún og Vinnuveitendafélags Islands. Vinnuveitenflafélag Islands og Verka- mannafélagið Dagsbrón gera með sér svo- felldan s a m n i n g: 1. gr. Vinnuveitendur skuldbinda sig til þess að láta verkamenn, sem eru gildir meðlimir í Dagsbrún, hafa forgangsrétt til allrar almennrar verkamanna vinnu, þeg- ar þess er krafizt og Dagsbrúnarmenn bjóðast, er séu fullkomlega hæfir til þcirr- ar vinnu, sem um er að ræða. Vinnuveitendur hafa ávallt frjálst val um ])a'ð, hvaða félaga Dagsbrúnar ])eir taka til vinnu. Nú vill vinnuveitandi ráða til sín mann í vinnu, sem ekki er félagi í Dagsbrún, og skal Dagsbrún þá skyld til þess að veita þeim manni inngöngu, ef hann sækir um það, og það kemur ekki í bága við samþykktir félagsins. Dagsbrún skuldbindur sig til, ef hörgull er á mönnum til vinnu, að láta meðlimi Vinnuveitendafélagsins hafa forgangsrétt á að fá gilda Dagsbrúnarmenn til vinnu, enda' skal stjórn félagsins tilkynnt um það, að verkamenn vanti. Þetta ákv;éði gildir þó ekki meðan núverandi ófriSarástand varir. 2. gr. Dagvinna telst frá kl. 8 f. h. til kl. 5 e. h. Eftirvinna frá kl. 5 e. h. til kl. 8 e. h. Næturvinna frá kl. 8 e. h. til kl. 8 f. h. Helgidagavinna frá kl. 8 f. h. til kl. 8 e. h. Ef unnið er í matar- eSa kaffitíma á tímabilinu frá kl. 8 f. h. til kl. 5 e. h. skal ])að greitt sem eftirvinna. Næturvinna skal ekki unnin nema-brýna nauðsyn beri til og þá því aðeins að stjórn Dagsbrúnar samþykki í hvert sinn, enda séu verkamenn- irnir fúsir til að halda áfram vinnunni. Dagsbrún veitir ekki undanþágur þær er um ræðir í þessari grein samningsins, öðr- um en þeim, sem eru meðlimir Vinnuveit- endafélagsins e'ða hafa nú fastan samning viS félagiS. Þó eru undanskilin þessu ákvæði fyrirtæki þess opinbera og vinna, sem nú þegar hefur verið undanþegin nefndum ákvæðum 'með samþykkt Dags- brúnar (Varnir gegn skemmdum á vörum, nýr fiskur o. fl.). 3. gr. Kaffitímar í dagvinnu séu kl. 0,45 til 10 f. h. og kl. 3 til kl. 3,15 e. h. Sé unnin eftirvinna þá kl. 5 til kl. 5,15 e. h. Sé næturvinna levfð skulu kaffitímar vera sem hér segir: kl. 12 til kl. 0,15, kl. 3 til kl. 3,15, kl. 5 til kl. 5,15 og kl. 7,45 til kl. 8 f. h. Matartími skal vera kl. 12 til kl. 1 á hádegi. Sé næturvinna unnin skal matartími vera kl. 8 til 9 e. h. Kaffitímar og matartíminn kl. 8 til 9, sem falla inn í vinnutímabil, reiknast sem vinnutímar, og sé unnið í þeim, reiknast tilsvarandi lengri tími sem unninn. Nú vinnur maður eftir-, nætur- eða helgidagavinnu, er öll fellur utan kaffitíma og greiðist sú vinna þá með 10% álagi á kauptaxtann. I matartímum og kaffitímum skal því aðeins unnið, að verkamenn séu fúsir til þess. 4. gr. Vinnutími verkamanns telst frá því hann kemur til vinnu samkvæmt kvaðn- ingu verkstjóra eða vinnuveitanda og þar til hann hættir vinnu að frá dregnum mat- artíma kl. 12 til 1. Þetta gildir ef unnið er í bænum eða bæjarlandinu innan línu, sem hugsast dregin bæjarmegin við Vega- mót á Seltjarnarnési að vestan, Þorragötu og Öskjuhlíðina að sunnan og Ivringlu- mýrárveg að Fúlutjörn að austan. Sé unnið utan þessarrar línu er skylt að flvtja verkamenn til og frá vinnustað í vinnu- tíma. Ákvörðun um mætingarstað verkamanna til flutnings á vinnustað og stað, er verka- mönnum sé skilað á að vinnu lokinni, skal tekin í hverju tilfelli í samráði við við- komandi verkamenn. Ef verkamenn komast DAGSBRÚN 4

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/935

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.