Dagsbrún


Dagsbrún - 01.09.1942, Blaðsíða 11

Dagsbrún - 01.09.1942, Blaðsíða 11
Valdboð um kaup og kjör í seiuliðsvinnunni Á öðrum stað hér í ritinu er birtur hinn valdboðni kauptaxti bandarísku herstjórnarinnar. — Hafði Dagsbrún leitað fast eftir því, að herstjórn setuliðsins hér gerði samning við félagið í sam- ræmi við hina nýju samninga við íslenzka atvinnurekendur. — Þarf ekki að fjölyrða um það hér, að Dagsbrún hefir mótmælt þessari afstöðu setuliðsstjórnarinnar og er jafnan reiðubúin til þess að hefja nýja atlögu ásamt öðrum þeim aðilum er hér eiga hlut að máli, til þess að fá samningsrétt verka- lýðssamtakanna viðurkenndan af hinni erlendu herstjórn.. — En það vill stjórn Dagsbrúnar taka skýrt fram, að hún hefir ekki trú á því, að verkfall í setuliðsvinnunni leysi þetta mál. Slík ráðstöfun, ef gerð hefði verið, hefði aðeins orðið til Eining verkalýS Hér að framan er birt einingar- stefnuskrá sú, er stjórn og trúnað- arráð Dagsbrúnar samþykktu 14. júlí'í sumar. Einingarstefnuskráin er reist á grunndvelli sigurs þess, er verka-. mennirnir í Dagsbrún unnu við síðustp stjórnarkosningu, þegar þeir tóku höndum saman um að skapa einingu í röðum sínum, reisa Dagsbrún við og kjósa sér verka- mannastjórn. DAGSBRÚN þess að yfirfylla íslenzka vinnu- markaðinn og framkalla atvinnu- leysi. Við erum þess fullvissir að verkamenn standa saman um af- stöðu Dagsbrúnar í þessu máli, enda eiga þeir hér mest undir. — Um álit pólitískra blaða, er kast- að hafa steinum að stjórn Dags- brúnar fyrir það, sem þau kalla undanhald fyrir erlendu valdi, læt- hún sér í léttu rúmi liggja ekki síst .þar sem grunur margra leikur á því, að aðstandendur þessara blaða hafi jafnvel óskað eftir að tafl- staðan breyttist þannig á vinnu- markaðinum, að framboð vinnu- aflsins yrði meiri en eftirspurnin. Og það er víst, að hvað sem líður áliti atvinnurekenda og pólitiskra sendimanna þeirra, þá óska verka- menn ekki eftir því að atvinnu- leysi verði hér aftur ríkjandi. ssamtalcanna Síðan hefir orðið gerbreyting á félagslífi og samtakamætti Dags- brúnar. í stað þess, að Dagsbrún- armenn sóuðu áður dýrmætri starfsorku sinni í innbyrðis deilur, hafa þeir tekið höndum saman um að leysa aðkallandi vandamál. — Alger eining skapaðist á vinnu- stöðvunum og sérstaklega gáfu Eimskipafél.-verkamennirnir glæsi- legt fordæmi um samheldni verka- manna. Vegna þessarar einingar 11

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/935

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.