Dagsbrún


Dagsbrún - 01.09.1942, Blaðsíða 12

Dagsbrún - 01.09.1942, Blaðsíða 12
verkalýðsins, varð -hann fær um að brjóta þrælalögin á bak aftur og knýja fram samning, er felur í sér stórkostlegar kjarabætur. Einingaraldan í Dagsbrún verð- ur samt að rísa hærra. Fullkomlega einhuga þarf Dagsbrúnarverkalýð- urinn að mæta nýjum verkefnum og tryggja unna sigra En eining i Dagsbrún er ekki nóg. Dagsbrún er svo að segja ís- brjótur íslenzkrar verklýðshreyf- ingar og í kjölfar hins nýafstaðna sigurs hennar, sigla nú öll önnur samtök launastéttanna Einmitt vegna þessa verður Dags- brún að taka að sér forystuna í því mikla verki að sameina allan verka- lýð íslands í Alþýðusambandinu og gera það að svo voldugu vígi verka- lýðsins, að engin tök verði á því að atvinnurekendum takizt aftur að setja þrælalög eða innleiða bölvun atvinnuleysisins á ný. Til þess þarf að þurrka burt sundrungina á hin- um einstöku stöðum, eins og t. d. Akureyri, þar sem verkamenn standa enn í tveim fylkingum. Til þess þarf að fá öll verklýðsfélögin inn í Alþýðusambandið. Og til þess þarf loks að skapa raunverulegt lýðræði í verklýðssamtökunum og velja forystu fyrir Alþýðusam- bandið, sem láti ekki stjórnast af þröngum hagsmunum eins eða ann- ars flokks. Það hefði verið æskilegt, að frumkvæðið að allsherjareiningu verklýðsstéttarinnar hefði komið frá forystu allsherjarsamtakanna. En ef forystan er ekki reiðubúin til slíks frumkvæðis, þá getur verka- lýðurinn ekki beðið, þá verður hann sjálfur að taka frumkvæðið. Þegar einirigarstefnuskrá Vmf. Dagsbrúnar var birt, hlýnaði mörg- um verkamanni um hjartarætur, því hún er túllcun á þeirra eigin hugsjónum um bræðralag allra verkamanna. Nú þegar má sjá ár- angur þessarar einingarbaráttu: verkamennirnfr i Vestmannaeyjum hafa sameinast í einu fjelagi og það mun ekki líða á löngú, þar til einingin skapast einnig á Akureyri. Dagsbrúnarmenn. Félag okkar hefir skyldur við alla verklýðs- stéttina. Þessar skyldur eru fólgn- ar í því, að vernda og eíla einingu Dagsbrúnar eins og sjáaldur augna okkar og uppræta þá tortryggni, er alltof lengi hefir bagað okkur. — Þær eru fólgnar í því að sanna öll- um verkalýð landsins með for- dæmi okkar, að einingin er ekki að eins lífsnauðsyn, heldtv og fram- kvæmanleg. Ef við rækjum þessar skyldur okkar, ef við, ásamt stéttarsyst- kinum okkar, um land allt, lyftum því Grettistaki að sameina tuttugu þúsund launþega í voldugum alls- herjar samtökum, þá verður stétt okkar fær um að taka forystu allr- ar þjóðarinnar í hendur sínar, þá þurfum við ekki að upplifa aftur at- vinnuleysi né þrælalög. Eggert Þorbjarnarson. Reykvíkingar minnast þess við kosn- ingarnar 18. okt. n.k. að Katrín Thoroddsen lækn- ir er í baráttusæti á lista Sósíalistaflokksins. 12 DAGSBRÚN

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/935

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.