Dagsbrún


Dagsbrún - 01.09.1942, Blaðsíða 15

Dagsbrún - 01.09.1942, Blaðsíða 15
Allsherjaralkvæðagreiðsla í Dagsbrún 10. október n. k. er sá frestur útrunninn, sem verkalýðsfélögin hafa til þess að kjósa fulltfúa á næsta Alþýðusambandsþing. Enda þótt Alþýðusambands- stjórnin hafi ekki fyrirskipað Dags- brún allsherjaratkvæðagreiðslu, hefir stjórn Dagsbrúnar samþykkt að láta hana fram fara laugar- daginn 3. október og sunnudaginn 4. október næstkomandi. Gert er ráð fyrir, að trúnaðar- ráð muni leggja fram fulltrúalista, en auk þess er fjelagsmönnum heimilt samkvæmt lögum fjelags- ins að beha fram aðra lista. Kjörskrá yfir fullgilda meðlimi Dagsbrúnar mun bráðlega verða lögð fram á skrifstofu fjelagsins og munu allir meðlimir fjelagsins fá aðgang að henni. Allt það, er að allsherjaratkvæða greiðslunni lýtur, verður auglýst í blöðum og útvarpi. Kosningar til Alþýðusambands- þingsins hafa hina mestu þýðingu, bæði fyrir Dagsbrún og verkamenn allstaðar á landinu. Dagsbrún hefir síðan hin nýja stjórn tók við for- ystu félagsins, barist látlaust fyrir fullri einingu verkalýðssamtak- anna og markað stefnu sína með einingarstefnuskrá þeirri, er hún gaf út í sumar og fagnað var af öllúm verkalýðssinnum. ( Það er því mikilsvért, og getur varðað alla framtíð íslenzku verka- lýðshreyfingarinnar, að þeir 26 fulltrúar, er Dagsbrún sendir á þing Alþýðusambandsins, verði einhuga og samstilltur hópur, sem borið geti, ásamt öðrum fulltrúum, einingar-stefnuskrá Dagsbrúnar fram til sigurs og gert Alþýðusam- bandið að slíkum allsherjar sam- tökum, sem allir verkamenn óska, að það verði. Hver einasti meðlimur Dags- brúnar, hver sá verkamaður, sem áhuga hefir fyrir einingu verka- lýðsins og því, að honum takist að varðveita og ávaxta það, sem áunnist hefir, þarf því að taka þátt í allsherjaratkvæðagreiðsl- unni og senda fulltrúa einingarinn- ar á þing verkalýðsins. Eflið félag ykkar með því, að taka þátt í störfum þess. Sækið vel félagsfundi og fylgist með ykkar eigin málum. Löflfræði & endur- skoðunarsk ifstofa Grænmetishúsinu við Sölvhólsgötu. Sími: 5999. Pósthólf: 596. Ragnar Ölafsson, lögfræðingur og löggiltur endurskoðandi. Ólafur Jóhannesson, lögfræðingur. D A G S B R U N 15

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/935

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.