Dagsbrún


Dagsbrún - 01.09.1942, Blaðsíða 16

Dagsbrún - 01.09.1942, Blaðsíða 16
Áskorun til Alþingis. Stjórn Vmf. Dagsbrún skorar á Alþingi að samþykkja frumvarp ríkisstjórnarinnar um afnám kaup- gjaldsákvæðis gerðardómslaganna. Jafnframt skorar stjórn Vmf. Dagsbrún á Alþingi að gera eftir- taldar ráðstafanir: 1. Öllum núgildandi samningum um kaup og kjör launþega megi segja upp með einnar viku fyrir- vara þegar eftir afnám kaupgjalds ákvæðis gei'ðardómslaganna. 2. Ríkisstjórninni verði falið að hefja þegar í stað gagngert sam- starf við verkalýðssamtökin um skipplagningu vinnuafls allrar þjóðarinnar í þágu nauðsynlegustu atvinnuveganna og landvarnanna. 3. Ríkisstjórninni verði falið að láta fram fara tafarlausa rannsókn og leiðréttingu á útfeikningi dýr- tíðarvísitölunnar og séu fulltrúar verklýðssamtakanna kvaddir til samstarfs. Áður en samningar tókust. Trúnaðarráð Dagsbrúnar stað- festir þá stefnu félagsstjórnarinnar, sem falist hefir í tilraunum hennar til þess að ná fram nýjum og rétt- látum kaupsamningi og í baráttu iiennar íyrir afnámi gerðardóms iaganna. Trúnaðarráðið lýsir því yfir, að það telur stjórn Vinnuveitendafé- lags íslands bera ábyrgðina á því, að nýr heildarsamningur skuli enn ekki hafa verið gerður þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir stjórnar Dags- brúnar í þá átt. Trúnaðarráðið er þeirrar skoðun- ar, að almenn stytting vinnudagsins í 8 stundir og veruleg grunnkaups- hækkun verkanianna þoli ekki öllu lengri bið, þar sem dýrtíðin vex óð- fluga og einstakir vinnuhópar og félög í Reykjavík og víðar hafa náð þessum og öðrum kjarabótum. Trúnaðarráðið álítur, að vegna andstöðu stjórnar Vinnuveitendafé- lags islands gegn því, að gerður verði nýr samningur nú þegar, sé ekki unnt fyrir Vmf. Dagsbrún að halda áfram tilraunum til samninga- umleitana, heldur verði félagið fyr- ir sitt leyti að láta þessi mál hafa sinn gang sem að undanförnu, unz því gefst tækifæri til að velja sér aðrar leiðir til þess að jafna og rétta hlut meðlima sinna. TRÚLOFUNAR- HRINGAR af öllum stærðum alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjörn Pétursson, gullsmiður, Hverfisgötu 90. Sími (fyrst um sinn) 4503 16 D A G S B R Ú N

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/935

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.