Alþýðublaðið - 09.02.1924, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.02.1924, Blaðsíða 3
ALÞtfÐUBLAÐIÐ á A N. Lenin. Eftir Hendrik J. 8. Ottósson. III. 1914 brauzt stríðið út. Social- demokratarnir geDgu á bak orða sinna og samþykta á þingum 2. Internationale. í þýzka þinginu stóð Karl Liebknecht einn uppi >eins og klettur úr haftnuc. Þegar þeir félagar fengu aðal- blað socialdemokratanna þýzku, >Yorwárts<, þar sem sagt var frá því, að þingflokkurinn hefði greitt atkvæði herláninu, sagði Lenin: >Þetta getur ekki átt sér stað; blaðið heflr verið falsað. Burgeisa- greyin þýzku hafa líklega gefið þetta út til þess að neyða okkur til að svíkja Internationale«. Á þingi Internationale í Stutt- gart (1907) báru þau Lenin og Rósa Luxemburg fram tillögu, sem fordæmdi allan hernað. Tillagan var eftir nokkrar umræður um orðalagið samþykt. Lenin gramd- ist að sjá og heyra daglega bleyði- skap þeirra Ebert, Soheidemann, Heoderson, Kautsky, Yandervelde, Quesde, Plechanov, Martov og fleiri, sem áður höfðu fordæmt hernaðinn, en ekki datt honurn í hug að leggja árar í bát. >Inter- nationale hefir lifað !< sagði hann. Zinoviev sagðist eitt sinn hafa sýnt á sór bilbug, Hann kvartaði undan skriðdýrshætti foringjauna. Þá sagði Lenin: >Hvers vegna að kvarta?< Plechanov ogAkselrod unnu í 25 ár áður en þeir sáu nokkurn ávöxt starfsins.< 1915 kölluðu þeir Lenin og fó- lagar hans, þar á meðal svissneski og ítalski flokkurinn, saman fund i Zimmerwald í Sviss. fann fund sóttu fulltrúar þeirra flokka og flokksbrota, sem ekki gengu í samábyrgð auðvaldsins 1914. Lenin brenhimerkti þar socialdé- mokratana svikaranafninu og krafðist þess af viðstöddum full- trúum, að þeir færu heim og byrj- uðu byltingastarfsemi. Ledebonr, gamall þýzkur jafnaðarmaður, svaraði, að Lenin, sem lifði fjarri föðurlandi sínu, gæti talað gróft um borgarastrið > . . . Mér þætti gaman að sjá, hvernig þór færuð að í Rússlandi.< Lenin var ekki margmáll. >Marx skrifaði Kommu- nista-Ávarpið í útlegð, og burgeis- arnir slettu því á hann. Ég lifl nú erlendis vegra þess, að verka- lýðurinn rússneski heflr sent mig. Þegar stundin komur, munum við vera á okkar stað.< Lenin efndi loforð sitt. Nokkrir menn hóldu þó trúnaði við Internationale. Gámlir og reyndir foringjar, svo sem Franz Mehring, Lazzari, Klara Zetkin og Serrati, neituðu að semja frið við kapitalistana, meðan verkalýðurinn var leiddur til slátrunar. Um líkt leyti og Lazarri var dæmdur til 3 ára fangelsisvistar, seldi Benito Mussolini bandimönnum starfs- krafta sína og var rekinn úr jafnaðarmánnaflokknum ítalska fyrir svik. Yaldhafarnir þýzku hlífðu ekki silfurhærum Mehrings og Klöru Zetkin; þeir hlííðu ekki Karli Liebcnecht nó Rósu Luxem- burg. Á meðan þýzku fangelsin voru fylt af verkamöunum og Rússastjórn myrti hvern þann, er dirfðist að mögla, þeyttu þeir Lenin og Zinoviev árásargreinum sínum út úm heiminn. Ekkert skelfdi þá. Vægðarlaust róðust þeir á hvern þann, sem ekki fordæmdi slríðið.í blaðinu >Sotsialdemokrat«, sem þeir gáfu út á rússnesku, hömpuðu þeir samþyktum Inter- nationale framan í >foringjana« og báru saman loforðin og efndirnar. Lenin lét ekkert á sig fá skort á öllum lífsþægindum. Starfsemi haus var helguð verkalýðnum, og kjör hans voru ekki betri. Hann var formaður stjórnarnefndar Zim- merwald-hreyfingarinnar, en þáð starf var ekki hátt launað. Hann var í sambandi við alla þá, sem ekki höfðu beygt höfuð sín úndir ok hervaldsins. Hann var foíingi þeirra manna, sem hóldu tryggð við jafnaðarstefnuna. Eftir Kerenskij-byltinguna 1917 helt Lenin heimleiðis ásamt Zino- viev, Radek o. fl. feir fóru f inn- sigluðum vagni gegnum Þýzkaland yflr Svíþjóð til Rússlands. Þar höfðu burgeisarnir völdin þá. Socialdemokratarnir Btuddu þá og vildu halda áfram ófriðnum. Hér er ekki tækifæri til að fjölyrða meira um það atriðl. Það þekkja menn. 7. nóv. 1917 tók verkalýðurinn völdin. Lenin varð sjálfkjörinn stjórnarformaður og var þaö til dauðadags. (Frh.). HjálpsrstSð hjúkrunarféSags- ina >Líknar« «r opin: Mánudaga . . . kl. i k—12 l h', Þriðjudaga ... — 5—6 1. -■ Miðvlkudaga . . — 3—4 @. - Föstudaga ... — 5—6 ©. - Laugardaga . . — 3—4 e. - VerkamaSurlnn) blað jafnaðar- manna & Aknreyri, er bezta fréttablaðið af norðlenzku blöðunum. Flytur góðar ritgerðir um stjórnmál og atvinnumál. Kemur út einu sinni í viku. Kostar að eins kr. 5,00 um árið. Geriet áskrif- endur á aigreiðilu Alþýðublaðsins. Útbrelðið Alþýðublaðlð hwar aem þlð eruð og hwert sem þlð farlðl Bjarnargreifarnir, K venhatar- inn og Sú þriðja fást í Tjarnar- götu 5 og hjá bóksölum. Maltextrakt frá ötgerð- inni Egill Skallagrímsson er bezt og ódýrast. Horfnir tímar. Ég hugsandi hlýði á gláuminn, sem hljómar í kringum mig veikan Ég einmana stari á strauminD, sem streymir um lífsferil bieikan. Ég einatt sé gieðina glitra með geislunum skínandi björtu. Ég heyrl oft tónana titra, er töfra hin giaðlyndu hjörtu. En á mig ei áhrif það hefur, því algleymi svæfir n itt hjarta, og dularfull dimma það vefur, sem deyfir hið fagra og bjarta. Þó veröldin skrautfögur skfni og skenki mér dýrustu gæði, — þeim óðara aftur ég týni á algleymis víðlendu svæði. Ég áður var ætíð svo glaður á æskunnar vormorgnl blfðum. Þá veröldin var mér sá staður, sem vaggaði’ í iífsdráumi þýðum. Þá hana ég of hlýðinn elti og aðgætti’ ei laðandi glauminn. Með flærð hún og falsi mér velti i fossandl htingiðu-strauminn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.