Dagsbrún - 08.10.1958, Blaðsíða 1
DAGSBRUN
16. árgangur — 2. tölublað
8. október 1958
DAGSBRUN
'SIP
Dagsbrnn sigraði
Santið án verkfalls um 9,5% kauphækkun til hinna
lægstlaunuðu og aðrar mikilvægar breytingar
Með samningum þeim, sem Dagsbrún gerði
við atvinnurekendur 22. september s.l. var
lokið lengstu samningaumleitunum, sem fé-
lagið hefur átt í um breytingar á aðalsamn-
ingi. Jafnframt var unnin einhver stærsti
sigur, sem Dagsbrún hefur unnið án verkfalls.
Hér verður ekki rakin hin lærdómsríka
saga þessarar samningagerðar, sem raunveru-
lega hefur staðið yfir síðan í vor, heldur að-
eins stiklað á stóru, en væntanlega gerð betri
skil síðar. Niðurstaða sjálfrar samningagerð-
arinnar er birt á öðrum stað hér í blaðinu og
geta menn þar glöggvað sig á einstökum at-
riðum samninganna.
Sjaldan hafa andstæðingar Dagsbrúnar
beitt áhrifum sínum ötullegar en nú, bæði
innan félagsins og utan, til þess að fá Dags-
brúnarmenn til þess að semja af sér. Á þetta
alveg sérstaklega við eftir að Hlíf í Hafnar-
firði gerði hina ótímabæru samninga sína
25. júlí s.l. Eftir að Hlíf hafði samið um 6%
kauphækkun og strikað yfir allar aðrar kröf-
ur sínar voru atvinnurekendur mjög ákveðn-
ir í að Dagsbrún skyldi ekki heldur fá meira
í sinn hlut. Litlu síðar eða 6. ágúst má segja
að samningar Dagsbrúnar hafi strandað og
voru þá fengnir í hendur sáttasemjara.
Stjórn Dagsbrúnar taldi ótækt að semja
upp á skilmála atvinnurekenda og lagði mál-
ið fyrir félagsfund 29. júlí og samþykkti sá
fundur stefnu stjórnarainnar. Forustumaður
stjórnarandstöðunnar (íhalds og krata), Jó-
hann Sigurðsson, kenndur við Glersteypuna,
sagði á þessum fundi, að betra væri að taka
því bezta eins og málin stóðu þá heldur en
að biða upp á von og óvon til haustsins. Það
var sem sagt alltaf stefna stjórnarandstöð-
unnar í Dagsbrún að semja ætti upp á 6%-
hækkun og ekkert annað — eins og atvinnu-
rekendur vildu hafa það. En Dagsbrúnar-
menn voru á annarri skoðun og það gerði
strikið í reikninginn.
Sáttasemjari taldi með réttu bilið milli
samningsaðila vera svo mikið að sáttafundir
væru til lítils og voru þeir því strjálir á
næstu vikum. Áróðurinn gegn Dagsbrúnar-
mönnum var magnaður, þeim var storkað
með því að jafnvel verkakonur væru með
hærra kaup en þeir og allt gert til að vekja
hjá þeim óánægju og sverta stjórn félagsins
í þeirra augum. Allt miðaði þetta að því að
veikja aðstöðu Dagsbrúnar við samninga-
borðið en styrkja stöðu atvinnurekendanna.
Forystuna í þessum ófrægingar áróðri hafði
Alþýðublaðið, en lengst allra gekk þó hið
svo kallaða Verkamannablað, sem forkólfar
B-listans í Dagsbrún gefa út og ætti það eitt
að nægja til að enginn Dagsbrúnarmaður
tryði þeim framar.
En Dagsbrúnarmenn héldu sínu striki, þótt
erfitt væri á stundum. Með festu og æðruleysi
biðu þeir síns tíma. Og málstaður þeirra vann
stöðugt á. Þegar verðhækkunaraldan, sem
stjórn Dagsbrúnar hafði sagt fyrir um, skall
yfir í byrjun september, varð öllum ljóst að
ekki yrði til lengdar staðið gegn kröfum
Dagsbrúnarmanna. Ljóst var að nú fór úr-
slitahríðin að nálgast. 14. september lagði
stjórnin málin að nýju fyrir félagsfund og
lagði til að vinnustöðvun yrði boðuð til að
knýja fram samninga. Ennfremur að kröf-
urnar yrðu hækkaðar úr 9% í 12% kaup-
hækkun þar sem samningar hefðu ekki tekizt
án verkfallsboðunar. Félagsfundurinn sam-
þykkti hvor tveggja einróma. Atvinnurek-
endum var boðað verkfall frá og með 23.
september.
Verkfallsfresturinn var dyggilega notaður
til sáttaumleitana. Ríkissíjórnin hafði skipað
í sáttanefnd þá Jónatan Hallvarðsson, hæsta-
réttardómara og Gunnlaug Briem, ráðuneyt-
isstjóra ásamt sáttasemjara rikisins, Torfa
Hjartarsyni. Sáttanefndin vann mikið og
gott starf til að koma á samningum. Ríkis-
stjórnin gerði sitt til að samningar tækjust án
verkfalls og þrjá síðustu dagana var Lúðvík
Jósefsson ráðherra allar stundir með í samn-
ingunum og bera honum ekki minnstar þakk-
ir fyrir hve vel tókst til um málalokin.
Nýir samningar voru undirskrifaðir klukk-
an 10 um kvöldið fyrir hinn boðaða verkfalls-
dag og hafði sáttafundur þá staðið óslitið í
röskar 30 klukkustundir. Taugastríðinu var
lokið og Dagsbrúnarmenn fögnuðu sigri.
Kaup hinna lægst launuðu hækkaði um 9,5%
og margháttaðar lagfæringar aðrar gerðar á
samningnum.
Dagsbrúnarfundur hafði verið boðaður í
Iðnó á sama tíma og samningunum lauk. Hús-
ið var troðfullt og voru hinir nýju samningar
samþykktir einróma. Enn hefur ekki verið
gengið frá öllum sérsamningum félagsins en
breytingar á þeim mega teljast öruggar innan
tíðar.
Eins og ávalt fyrr varð tvennt að fara
saman til að sigra: örugg forusta og óbilandi
samheldni félagsmanna. Hvor tveggja var
fyrir hendi og sigurinn vannst og Dagsbrún
hefur enn einu sinni sannað forystuhlutverk
sitt í íslenzkri verkalýðshreyfingu á eftir-
minnilegan hátt.
Allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör fulltrúa
Dagsbrúnar á Alþýðusambandsþing
Kosið verður í skrifstofu Dagsbrúnar laugardag og sunnud. 11. og 12. þ.m.
Fram til sigurs fyrir A-listann!
Dagsbrúnarmenn! Forystumenn B-listans notuðu verkfallsfrestinn, þeg-
ar mest reið á að Dagsbrúnarmenn væru einhuga, til þess að safna undir-
skriftum til ailsherjaratkvæðagreiðslu og rægja stjórn félagsins þegar
hún sat við samningaborðið á örlagastund. Undirskriftasöfnunin tókst þó
ekki betur en það að 160 þeirra, er skrifuðu undir eru ekki í Dagsbrún og
nær því ekki tilskyldum f jölda. En stjóm Dagsbrúnar ákvað samt sem áður
að hafa allsherjaratkvæðagreiðslu því hún óttast ekki Dagsbrúnarmenn.
Á Alþýðusambandsþinginu verður stefnan mörkuð í kjaramálum verka-
lýðsins og sambandinu valin stjórn til næstu tveggja ára. Dagsbrúnar-
menn velja nú, til þess að fara með umboð sitt, á milli 6% mannanna, sem
skipa B-listann, og þeirra, sem skipa A-listann og verið hafa í fylkingar-
brjósti í baráttu Dagsbrúnar á liðnum árum.
I>að tókst ekki að knésetja Dagsbrún í samningunum. Samheldni Dags-
brúnarmanna sá fyrir því. Eins mun fara um þetta herhlaup andstæðinga
Dagsbrúnar.
Dagsbrúnarmenn! Fylgið fast eftir sigrinum í samningunum.
Fram til starfa og sigurs fyrir Allistann og Dagsbrún.