Dagsbrún - 24.01.1962, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 24.01.1962, Blaðsíða 1
DAGSBRÚN Verkamenn! Vinnið vei að sigri A-lisfans OTo 20. árgangur — 1. tölublað 24. janúar 1962 FYLKIÐ YKKIJR LM DAGSBRIJN Stjómarkjör í Dagsbrún fer fram um næstu helgi, 27.—28. þ. m. Kosningin hefst Id. 2 e. h. á laugardaginn og stendur til kl. 10. Á sunnudag hefst kosning- in kl. 10 f. h. og lýkur kl. 11 e. h. Kosið verður eins og áður í skrifstofu fé- lagsins í Alþýðuhíísinu. Dagsbrúnarmenn eiga á milli tveggja lista að velja: A-LISTANS, sem bor- inn er fram af stjóm og trúnaðarráði og skipaður er núverandi stjóm og trúnaðarmönnum félagsins á vinnustöðum, — og B-LISTANS, sem borinn er fram af Jóni Hjáhnarssyni og fleimm. Val Dagsbrúnarmanna milli þessara tveggja lista er auðvelt. Þeir, sem vilja að Dagsbrún sé sterkt og öflugt félag til sóknar og vamar lífshagsmunum verkamanna og óháð atvinnurekendum og ríkisstjóm — þeir fylkja sér um A-listann. Þeir menn, sem standa að B-listanum vilja fela Dagsbrún í forsjá atvinnu- rekenda og ríkisstjórnar og eyðileggja hana sem baráttutæki verkamanna., enda hafa þeir ævinlega í öllum átökum félagsins á örlagaríkustu stundum staðið með atvinnurekendum og túlkað þedrra málstað gegn Dagsbrúnarmönn- um. Þeir hafa lagt blessun sína yfir gengislækkanir og verðhækkanir. Stuðn- ingur verkamanna við B-listann verður því skoðaður sem samþykki þeirra við gengislækkunum og verðhækkimum. Enginn Dagsbrúnarmaður má því Ijá B- listanum atkvæði sitt. DAGSBRtJNARMENN! Styrkjum og eflum Dagsbrún. Vinnum ötullega að sigri A-LISTANS báða kjördagana. Þegar Dagsbrúnarmenn gengu síðast til stjórnarkosninga höfðu þeir lagt fram kröf- ur sínar til kauphækkunar, eftir að hafa þolað bótalaust kauplækkun og verðhækk- anir. Dagsbrúnarmenn stóðu einhuga að þessum kröfum og öllum var ljóst að ekki varð komizt hjá að koma til móts við þær. Dagsbrúnarmönnum er enn í fersku minni allar tilraunir félagsins að ná samningum með friðsamlegu móti. Tilboð til ríkisstjórn- arinnar um að fara verðlækkunarleiðina, sem ríkisstjórnin hafnaði algerlega. Margra mánaða tilraunir til að semja við atvinnu- rekendur, sem engan árangur báru. Þegar allar þessar tilraunir til friðsam- legrar lausnar urðu árangurslausar, sam- þykktu Dgsbrúnarmenn einróma að boða til verkfalls í lok maímánaðar. Á síðasta augnabliki, þegar verkfall var að hefjast, buðu atvinnurekendur loks 3% kauphækkun, en því tilboði var að sjálf- sögðu hafnað. í stað þess að reyna þá samninga til hins ýtrasta, — og vitað er að samningar takast yfirleitt ekki fyrr en á síðasta augna- bliki i svo hörðum átökum sem þessum, þá .hætti sáttanefndin samningatilraunum en boðaði þess í sað, að undirlagi ríkis- stjórnarinnar, sáttatillögu um 6% kaup- hækkun, en allsherjaratkvæðagreiðsla um þessa sáttatillögu fór fram 2. júní, og kom þá skýrt í Ijós einhugur Dagsbrúnarmanna, því að þeir felldu tillöguna með 80% greiddra atkvæða. Hér verður gangur verkfallisins ekki rak- inn, en aðeins minnt á það, að atvinnurek- endur neyttu allra ráða — að undirlagi ríkisstjórnarinnar — að draga samninga á langinn. Strax í upphafi sömdu verkalýðsfélögin á Norðurlandi við samvinnufélögin um 10% kauphækkun og flest þau atriði önnur, sem að lokum urðu almenn í samningunum við atvinnurekendur. Viku síðar samdi Dagsbrún við samtök samvinnumanna hér í Reykjavík, eftir að Vinnuveitendasambandinu hafði hvað eftir annað, verið gefinn kostur á að vera með í þeim samningum. En þrátt fyrir þessa samn- inga og að augljóst væri, að úrslit kaup- gjaldsbaráttunnar væru nú mörkuð, tókst ríkisstjórninni að lengja verkfallið enn um þrjár vikur og var neytt hinna fáránlegustu bragða til þess. Og er mönnum þar fersk- ast í minni, að atvinnurekendur heimtuðu óskoruð völd yfir Styrktarsjóði Dagsbrúnar- manna. Loks 29. júní tókust samningar við Vinnu- veitendasambandið á sama grundvelli og áður hafði verið samið við samvinnufélögin. Þó urðu Dagsbrúnarmenn til að forða enn lengra verkfalli að ganga inn á ógeðfellda lausn um stjórn styrktarsjóðsins. Kauphækkunin, sem verkalýðsfélögin náðu fram, var mjög hófleg, 10% strax og 4% eftir 1 ár. Þessi kauphækkun gerði ekki nema vega upp á móti nokkrum hluta þeirra verðhækkana, sem orðnar voru, en samningarnir hefðu þrátt fyrir það átt að tryggja vinnufrið um tveggja ára bil, ef ekki hefði komið til hefndarráðstafana. En eins og ríkisstjórnin var staðráðin í því að halda verkamönnum í löngu verkfalli, var hún einnig staðráðin i því að kippa til baka öllum ávinningum kaupgjaldsbarátt- unnar. Hið langa verkfall átti að þreyta verkamenn og gera þá ófæra til að svara gagnráðstöfunum ríkisstjórnarinnar með nýju verkfalli. Gengisfellingin eftir verkfallið var gerð til þess að sanna almenningi, að kenning ríkisstjómarinnar og atvinnurekenda um tilgangsleysi kauphækkana væri rétt. Með gengisfellingunni tókst ríkisstjórn- inni að ræna kauphækkuninni af verka- mönnum eins og sannað er með hennar eigin tölum á öðrum stað í blaðinu. Ríkisstjórnin lét sér ekki nægja gengis- fellinguna eina, heldur var álagning á vörur og þjónustu hækkuð til mikilla muna, og kauphækkanir verkamanna notaðar sem skálkaskjól. Með þessum ráðstöfunum voru Framhald á 2. síðú. r—-------------------------------------- Tölu rnar tala Verkamaffurinn finnur þaff á pyngju sinni, að ríkisstjórnin hefur með hefnd- arráffstöfunum sinum rænt allri kaup- hækkuninni í sumar. Vísitala fram- færslukostnaffar segir þessa þróun í einföldum tölum, en þessar tölur segja annaff og meira um afffarir ríkisstjórn- arinnar (og áróffur hennar), sem verka- menn þurfa aff kynna sér. Áffur en v.erkfallið hófst var fram- færsluvísitalan í 104 stigum. Síðan hef- ur hún hækkað jafnt og þétt og er jan- úarvisitalan komin upp i 116 stig. — Hækkunin nemur því 12 stigum og hef- ur viffskiptamálaráffherra Gylfi Þ. Gíslason upplýst á Alþingi, aff hún muni komast í 119 stig, þegar allar af- leiffingar hefndarráðstafananna væru komnar fram, eða 15 st. hækkun samt. Nú var kauphækkununum í sumar dembt umsvifalaust út í verfflagiff, og upplýsir Hagstofan, aff þær hafi valdiff um 5 stiga hækkun vísitölunnar. Þetta sannar, aff 10 stiga hækkun vísi- tölunnar (% hlutar hækkunarinnar) er af öffrum ástæðum en kauphækkunum. Ríkisstjórnin hækkar verðlagiff í landinu sem nemur 10 vísitölustigum meff hefndarráffstöfunum sínum einum. Þessi vísitöluhækkun á engar rætur aff rekja til kauphækkananna og sýna þessi 10 vísitölustig betur en nokkuff annaff heilindi ríkisstjómarinnar, þegar hún reynir að kenna verkamönnum um sitt eigiff verffbólguflóð, sem hún skapar fyrir affstandendur sína: braskaralýðinn. v.______________________________________y LAND3D; 'vÁSAíN 245734 ÍSLANGS

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.