Dagsbrún - 24.01.1962, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 24.01.1962, Blaðsíða 2
2 DAGSBRÚN Fylkið ykkur um Dagsbrún r-------------------------------------------------------------------- Tillögur miðstjórnar Alþýðusambands íslands afhentar forsætisráðherra 8. janúar s.L 1. Vaxtalækkun. Allir útlánsvextir lækki a. m. k. í þaS, sem þeir voru í árs- lok 1959, og verði jafnframt tryggt, að vaxtalækkun til atvinnuveganna komi öll í hækkuðum launum. 2. Söluskattur og tollar verði felldir niður á öllum nauðsynjavörum, og ríkinu í staðinn tryggðar auknar tekjur með fullkomnara skattaeftirliti. Skattar og útsvör verði innheimt hjá launþegum jafnóðum og tekjur falla til. 3. Niðurgreiðslur á aðalneyzluvörum almennings verði eigi rýrðar frá því sem nú er. 4. Aðflutningsgjöld og vátryggingagjöld verði lækkuð og tryggt, að sú lækkun komi öll fram í lækkuðu vöruverði. 5. Numið verði úr gildi bann við greiðslu verðlagsbóta á laun og tryggt, að samningafrelsi og sjálfsákvörðunarréttur verkalýðsfélagamia verði ekki skert. 6. Átta stunda vinnutími verði lögfestur sem hámarks vinnutími í þeim atvinnu- greinum, sem fært þykir og yfirvinna takmörkuð sem allra mest að öðru leyti án skerðingar heildarlauna. Jafnframt verði yfirvinna barna og unglinga innan 16 ára umfram 8 stundir á dag bönnuð með öllu. 7. Að lokum verði sú krafa borin fram við ríkisstjórnina, að hún tryggi varan- anleik þeirra kjarabóta, sem samkomulag fengist um. V.___________________________________________________________________/ Hnfnar ríbisstjórnin enit verólnkkonArleióinni? Á ráðstefnu, sem Alþýðusambandið kall- aði saman í september í haust var einróma ákveðið að beita áhrifum verkalýðssamtak- anna til þess að Alþingi og ríkisstjórn verði við kröfum félaganna til að auka kaupmátt launa og að tryggja varanleik kjarabótanna. Miðstjórn ASÍ skipaði nefnd til viðræðna við ríkisstjórnina og i henni eiga sæti: Hannibal Valdimarsson forseti ASÍ, Eðvarð Sigurðsson form. Verkam.fél. Dagsbrúnar, Snorri Jónsson form. Félags járniðnaðar- manna, Jón Snorri Þorleifsson form. Tré- smiðafélags Reykjavíkur og Björn Jónsson form. Verkamannafélags Akureyrarkaup- staðar. Miðstjórnin gekk síðan frá tillögum, sem bera skyldi fram við ríkisstjórnina og miða að því að auka kaupmátt launa og tryggja varanleik kjarabótanna. Með tillögum þessum er rikisstjórninni boðið upp á að gera eftirlætis slagorð sitt „kjarabætur án verkfalla" að veruleika í beinum samningum við verkalýðsfélögin um sérstakar ráðstafanir til vöruverðslækkana, vaxtalækkunar o. fl., sem auka mundu kaupmátt launanna frá því sem nú er og fela í sér tilteknar kjarabætur. Fróðlegt er fyrir verkamenn að vita hvað gerzt hefur í þessum málum og hverjar und- irtektir ríkisstjórnarinnar hafa orðið til þessa. Það er í stuttu máh þetta: 1. Miðstjóm ASÍ gekk frá tillögum sín- um um miðjan desember og sendi rík- isstjórninni skriflega beiðni um við- ræður um þessa mál. 2. Ríkisstjórnin veitir nefndinni áheyrn 8. janúar sl. og eru þá viðstaddir Ólaf- ur Thors og Gylfi Þ. Gíslason. Á þeim fundi voru tillögurnar ræddar all ýtar- lega og skipzt á skoðunum um einstök atriði. 3. Nefnd ASÍ lýsti yfir, að verkalýðs- félögin mundu meta framkvæmd til- lagna þessara og hverjar aðrar ráð- stafanir í sömu átt, sem ríkisstjómin kysi heldur, til jafns við beinar kaup hækkanir. 4. Forsætisráðherra tók fram, að þessi fundur væri fyrsti umræðufundurinn um málið og ræða yrði tillögurnar á- fram seinna, ,en hins vegar sagðist hann vera vonlítill um að ríkisstjórnin gæti uppfyllt nokkrar af þessum kröf- um verkalýðsfélaganna. Verkamenn eru hvattir til þess að fylgjast vel með gangi þessara mála. Núverandi rík- isstjórn, sem þykist aðhyllast „varanlegar kjarabætur án verkfalla“ á þess nú kost enn einu sinni, að semja við verkalýðsfélögin um efnahagsaðgerðir, sem auka myndu kaupmátt launa, og viðbrögð hennar mega því ekki fara fram hjá nokkrum verka- manni. f------------------------------------'N Tilkynning Kosning stjórnar, varastjómar, stjórnar Vinnudeilusjóðs, stjórnar styrktarsjóðs Dagsbrúnarmanna, end- urskoðenda og Trúnaðarráðs Dagsbrún- ar fyrir árið 1962 fer fram í skrifstofu félagsins dagana 27. og 28. þ. m. — Laugardaginn 27. jan. hefst kjörfundur kl. 2 e. h. og stendur til kl. 10 e. h. Sunnudaginn 28. janúar hefst kjörfund- ur kl. 10 f.h. og stendur til kl. 11 e. h. og er þá kosningu lokið. KJÖRSTJÓRN DAGSBRÚNAR. k.___________________________________y Við stjórnarkjörið hafa aðeins þeir aðal- félagar atkvæðisrétt, sem greitt hafa félags- gjald fyrir árið 1961. Þeir sem skulda geta greitt meðan kosning stendur yfir og öðlast þá atkvæðisrétt. Kjósið A-listann Framhald af 1. síðu. kjarabæturnar teknar af verkamönnum og afhentar atvinnurekendum, heildsölum, og öðrum braskaralýð. Dagsbrun og ýmis önnur verkalýðsfélög hafa sagt upp kaupgjaldsákvæðum samninga sinna til þess að mótmæla þessum hefndar- ráðstöfunum, og sett fram kröfur sínar nú, að kaupmáttur launanna verði eigi lægri en hann var 1. júlí í sumar, þegar verk- fallinu lauk. Enn á ný hefur sú krafa verið gerð til ríkisstjórnarinnar, að með verðlækkunum og öðrum ráðstöfunum verði komið til móts við kröfur félaganna. Það fer mjög eftir undirtektum ríkis- stjórnarinnar í þessum málum, hver verður framvindan í kaupgjaldsmálunum á næst- unni. Jafnhliða því, sem ofurkapp hefur verið lagt á að sannfæra verkamenn um að kaup- hækkunarbarátta leiði ekki til raunhæfra kjarabóta, er nú talað um „hina nýju stefnu í kjaramálum", sem einkanlega á að vera í því fólgin að koma á margskonar hagræð- ingu í atvinnurekstrinum, breyttri vinnu- tilhögun, ákvæðisvinnu o. s. frv., en þegar búið væri að koma þessu í kring, þá en ekki fyrr væri til athugunar, hvort hægt væri að láta verkafólkið fá einhverjar kjarabætur. Þessari „nýju stefnu“ er af ríkisstjóminni stillt upp sem andstæðu kaupgjaldsbarátt- unnar og reynt að láta líta svo út sem verkamenn og samtök þeirra standi í vegin- um fyrir því að hún verði framkvæmd. Þetta er að sjálfsögðu hin herfilegasta blekking. Það eru atvinnurekendur og um- boðsmenn þeirra — en ekki verkamenn — sem stjórna atvinnurekstrinum. Það er síður en svo, að verkamnn og samtök þeirra séu á móti viturlegri vinnubrögðum en nú eiga sér víða stað. Þvert á móti hafa þeir iðulega gert tillögur um úrbætur en fyrir daufum eyrum atvinnurekenda. En ef þetta væri svo mikið áhugamál ríkis- stjórnarinnar, sem hún nú vill vera láta, hvers vegna sagði hún þá ekki í sumar við atvinnurekendur: Nú hafið þið samið um kauphækkun sem þið verðið sjálfir að standa undir. Ef þið getið það ekki að ó- breyttum aðstæðum, verðið þið að endur- skipuleggja reksturinn. Þetta var hins vegar ekki sagt í sumar, heldur farin gamla leiðin og atvinnurekend- um afhentur auðfenginn gróði með nýrri verðbólguöldu á kostnað verkamanna. Verkamenn og samtök þeirra hafa verið og eru reiðubúin til að taka til athugunar hverja þá nýtilega tillögu í þessum efnum, sem fram kynni að koma, en þeir neita að hlusta á marklaust orðagjálfur um þessa hluti, sem hefur þann tilgang einan að skjóta á frest aðkallandi lausn í kjaramálum þeirra. í þessum kosningum munu málsvarar B- listans hafa uppi orðagjálfur um hina „nýju stefnu" til þess að rugla verkamenn svo að ríkisstjórnin og atvinnurekendur geti sem bezt komið í veg fyrir raunhæfar kjarabæt- ur þeim til handa. Verkamenn munu hins vegar standa vel á verði um hagsmunamál sín og fylkja sér um A-listan og gera sigur hans sem glæsi- legastan.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.