Dagsbrún - 01.03.1974, Blaðsíða 10

Dagsbrún - 01.03.1974, Blaðsíða 10
Greiðslur í veikinda- og slysatilfellum skulu greiddar með sama hætti og á sama tíma og aðrar vinnulaunagreiðslur, enda hafi læknisvottorð bor- ist í tæka tíð vegna launaútreiknings. Verði verkamenn fyrir tjóni af völdum vinnu- slysa, á fatnaði og munum, svo sem gleraugum, úrum o. s. frv., skal það bætt að fullu. Sama gildir, ef verkamenn verða fyrir fatatjóni af völdum kemískra efna. Verði ágreiningur um ofangreindar bótagreiðsl- ur, eru menn beðnir að snúa sér til félagsins. Nœturvinnukaup á dagvinnutímabili o. fl. Nú hefur verkamaður unnið 6 klst. eða meira samfellt í næturvinnu og skal hann þá fá minnst 6 klst. hvild, ella greiðist áfram næturvinnukaup, þó komið sé fram á dagvinnutímabil. Þetta ákvæði skerðir þó eigi rétt til greiðslu á óskertu viku- eða mánaðarkaupi sé viðkomandi á föstu viku- eða mánaðarkaupi. Þegar verkamaður er kvaddur til vinnu, eftir að næturvinnutímabil er hafið, skal hann fá greitt kaup fyrir minnst tvær klst., nema dagvinna hefj- ist innan tveggja klst. frá því hann kom til vinnu. Þó skal greiða minnst 4 klst. fyrir útkall á tíma- bilinu kl. 24,00—04,00. Tryggingar Samkvæmt samningum Alþýðusambands Islands og vinnuveitenda frá 26. febrúar 1974 ber öllum vinnuveitendum að slysatryggja allt verkafólk, sem hjá þeim vinnur, á eftirfarandi hátt: A. Miðað við dauða: Frá kr. 200.000,00—700.000,00 eftir því hvort um einhleypan mann eða kvæntan er að ræða og að auki kr. 100.000,00 fyrir hvert barn, sem hinn látni hafði á framfæri sínu. 10

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.