Dagsbrún - 01.12.1974, Blaðsíða 9

Dagsbrún - 01.12.1974, Blaðsíða 9
Kaupgreiðsla í veikinda- og slysatilfellum o. fl. Slasist verkamaður vegna vinnu eða flutnings til og f rá vinnustað, skal hann halda kaupi eigi skem- ur en 7 virka daga. Verði ágreiningur um bóta- skyldu vinnuveitanda, skal farið eftir því, hvort slysatrygging ríkisins telur skylt að greiða bætur vegna slyssins. Vinnuveitandi kostar flutning hins slasaða til heimilis eða sjúkrahúss. 1 veikinda- og slysatilfellum skal verkamaður, sem unnið hefur skemur en eitt ár hjá sama at- vinnurekanda fá greiddan einn dag fyrir hvem unninn mánuð (150 klst.). (1 slysatilfellum þó aldrei skemur en allt að 7 virkum dögum). Verkamenn, sem unnið hafa hjá sama atvinnu- rekanda í eitt ár eða lengur, skulu halda óskertu kaupi í allt að 4 vikur. Vinnuveitandi getur krafist læknisvottorðs um veikindi verkamanns. Vinnuveitandi greiði læknisvottorð að því til- skildu, að veikindi séu þegar tilkynnt til atvinnu- rekanda á fyrsta veikindadegi, og að starfsmömi' um sé ávallt skylt að leggja fram læknisvottorð. Greiðslur í veikinda- og slysatilfellum skulu greiddar með sama hætti og á sama tíma og aðrar vinnulaunagreiðslur, enda hafi læknisvottorð bor- ist í tæka tíð vegna launaútreiknings. Verði verkamenn fyrir tjóni af völdum vinnu- slysa, á fatnaði og munum, svo sem gleraugum, úrum o. s. frv., skal það bætt að fullu. Sama gildir, ef verkamenn verða fyrir fatatjóni af völdum kemískra efna. Verði ágreiningur um ofangreindar bótagreiðsl- ur, eru menn beðnir að snúa sér til félagsins. Um frítt fœði og dagpeninga Þegar verkamenn eru sendir til vinnu utan bæjar og þeim er ekki ekið heim á máltíðum eða að kvöldi, skulu þeir fá frítt fæði og annan dvalar- og ferðakostnað. Ef verkamönnum, sem vinna í borgarlandinu utan flutningslínu, er ekki ekið heim á máltíðum og þeim er ekki séð fyrir fæði 9

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.