Dagsbrún - 01.12.1974, Blaðsíða 11

Dagsbrún - 01.12.1974, Blaðsíða 11
sé, svo og föstu vikukaupi samkvæmt þar að lút- andi reglum og heldur hann þessum réttindum, þótt hann flytjist milli vinnuveitenda í starfs- greininni. Nœturvinnukaup á dagvinnutímabili o. fl. Nú hefur verkamaður unnið 6 klst. eða meira samfellt í næturvinnu og skal hann þá fá minnst 6 klst. hvíld, ella greiðist áfram næturvinnukaup, þó komið sé fram á dagvinnutímabil. Þetta ákvæði skerðir þó eigi rétt til greiðslu á óskertu viku- eða mánaðarkaupi sé viðkomandi á föstu viku- eða mánaðarkaupi. Þegar verkamaður er kvaddur til vinnu, eftir að næturvinnutímabil er hafið, skal hann fá greitt kaup fyrir minnst tvær klst., nema dagvinna hefj- ist innan tveggja klst. frá því hann kom til vinnu. Þó skal greiða minnst 4 klst. fyrir útkall á tíma- bilinu kl. 24,00—04,00. Reglur um fast vikukaup Hafi verkamaður unnið hjá sama atvinnurekanda í 6 mánuði eða lengur skal honum greitt óskert vikukaup þannig, að samningsbundnir frídagar, aðrir en sunnudagar, séu greiddir. Um uppsagnarfrest verkamanna Þegar verkmaður hefur öðlast rétt til fasts viku- kaups, þ. e. hefur unnið 6 mánuði eða lengur hjá sama vinnuveitanda, er gagnkvæmur uppsagnar- frestur 1 vika, miðað við vikuskipti, þar til við- komandi hefur öðlast rétt til eins mánaðar upp- sagnarfrests samkv. lögum nr. 16, 1958. Mánaðar- kaupsmenn eiga ávallt eins mánaðar uppsagnar- frest, miðað við mánaðamót, sé ekki annað ákveð- ið í samningum. Þegar verkamanni er sagt upp vegna samdrátt- ar, skal hann, ef um endurráðningu er að ræða innan 6 mánaða, halda áunnum réttindum, svo sem starfsaldurshækkunum, föstu vikukaupi og rétti til kaupgreiðslu í veikinda- og slysatilfellum. 11

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.