Dagsbrún - 13.06.1975, Síða 9

Dagsbrún - 13.06.1975, Síða 9
Um uppsagnarfrest verkamanna Þegar verkmaður hefur öðlast rétt til fasts viku- kaups, þ. e. hefur unnið 6 mánuði eða lengur hjá sama vinnuveitanda, er gagnkvæmur uppsagnar- frestur 1 vika, miðað við vikuskipti, þar til við- komandi hefur öðlast rétt til eins mánaðar upp- sagnarfrests samkv. lögum nr. 16,1958. Mánaðar- kaupsmenn eiga ávallt eins mánaðar uppsagnar- frest, miðað við mánaðamót, sé ekki annað ákveð- ið í samningum. Þegar verkamanni er sagt upp vegna samdrátt- ar, skal hann, ef um endurráðningu er að ræða innan 6 mánaða, halda áimnum réttindum, svo sem starfsaldurshækkunum, föstu vikukaupi og rétti til kaupgreiðslu í veikinda- og slysatilfellum. Nœturvinnukaup á dagvinnutímabili o. fl. Nú hefur verkamaður unnið 6 klst. eða meira samfellt í næturvinnu og skal hann þá fá minnst 6 klst. hvíld, ella greiðist áfram næturvinnukaup, þó komið sé fram á dagvinnutímabil. Þetta ákvæði skerðir þó eigi rétt til greiðslu á óskertu viku- eða mánaðarkaupi sé viðkomandi á föstu viku- eða mánaðarkaupi. Þegar verkamaður er kvaddur til vinnu, eftir að næturvinnutímabil er hafið, skal hann fá greitt kaup fyrir minnst tvær klst., nema dagvinna hef j- ist innan tveggja klst. frá því hann kom til vinnu. Þó skal greiða minnst 4 klst. fyrir útkall á tíma- bilinu kl. 24,00—04,00. Tryggingar Samkvæmt samningum Alþýðusambands Islands og vinnuveitenda frá 26. febrúar 1974 ber öllum vinnuveitendum að slysatryggja allt verkafólk, sem hjá þeim vinnur, á eftirfarandi hátt: A. Miðað við dauða: Frá kr. 200.000,00—700.000,00 eftir því hvort um einhleypan mann eða kvæntan er að ræða og að auki kr. 100.000,00 fyrir hvert bam, sem hinn látni hafði á framfæri sínu. 9

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.