Dagsbrún - 13.06.1975, Blaðsíða 10

Dagsbrún - 13.06.1975, Blaðsíða 10
B. Miðað við varanlega 100% örorku: Allt að kr. 1.250.000,00 og minna samkvæmt þar að lútandi reglnm, sé um Tninni örorku en 87,5% að rœða. Um frítt fœði og dagpeninga Þegar verkamenn eru sendir til vinnu utan bœjar og þeim er ekki ekið heim á máltíðum eða að kvöldi, skulu þeir fá frítt fæði og nnnnn dvalar- og ferðakostnað. Ef verkamöniium, sem vinna í borgarlandinu utan flutningslínu, er ekki ekið heim á máltíðum og þeim er ekki séð fyrir fœði á vinnustað, skulu þeim greiddir dagpeningar fyr- ir fæðiskostnaði, er séu kr. 300,00 á dag, sé verka- mönnum ekið heim fyrir kvöldmatartíma, en kr. 520,00 fari heimkeyrsla fram síðar. Þegar að jafnaði er matast á vinnustað, skulu bæði vinnuveitendur og verkafólk fylgja fyrir- mælum heilbrigðisyfirvalda um aðbúnað, hrein- lætiaðstöðu og umgengni á matstað. Starfsaldurshœkkun á kaupi Verkamenn, sem öðlast hafa rétt til óskerts viku- kaups, skulu eiga rétt á 4% kauphækkun eftir 1 árs starf hjá sama vinnuveitanda (sjá ennfremur kauptaxta mánaðarkaupsmanna). Þó skulu verka- menn í fiskvinnu, byggingarvinnu, fagvinnu og hafnarvinnu ávallt eiga rétt á framangreindri kauphækkun eftir eins árs samfellt starf í starfs- greininni, þótt hjá fleiri en einum vinnuveitanda sé, svo og föstu vikukaupi samkvæmt þar að lút- andi reglum og heldur hann þessum réttindum, þótt hann flytjist milli vinnuveitenda í starfs- greininni. Reglur um orlof og orlofsfé Lágmarksorlof er 24 virkir dagar. Orlofsfé er 8,33% af öllu kaupi. 10

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.