Dagsbrún - 01.11.1975, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 01.11.1975, Blaðsíða 2
UM BLAÐIÐ Nú, þegar Dagsbrún kemur út í nýju formi, munu eflaust margir spyrja sjálfa sig hvort framhald verði á útgáfunni. Félagsstjórn hefur ákveðið aS hefja útgáfu aS nýju og standa viS þá áætlun aS gefa út 3-4 blöS á ári í tímaritsformi. Rit- nefndin hefur fengiS Sigurjón Jóhannsson, blaSamann, til liSs viS sig og er hann þegar byrjaSur aS safna efni í næsta blaS, sem aS mestu verSur helgaS sj ötugsafmæli félagsins 26. janúar n.k. Tilgangurinn meS reglulegri útkomu blaSsins er aS koma á framfæri upplýsingum um fé- lagsstarfiS, birta greinar um kjör félagsmanna og réttindi og tryggja betur tengsl stjórn- ar viS félagsmenn. Þá er fé- lagsmönnum aS sjálfsögSu heimilt aS senda blaSinu efni og fyrirspurnir, og benda á efnisflokka, sem þeir vildu fá frekari vitneskju um. Þegar skriSur verSur kom- inn á útgáfuna verSur tilkynnt fyrir hvaSa tíma efni þarf aS hafa borist til aS birtast í næsta blaSi. BlöSin kunna aS verSa nokkuS breytileg hvaS síSufjölda snertir, en trúlega verSa þau oftast 16 til 20 síS- ur. Guðlaugur Jónsson: Stökur Höfundur stakanna er Guðlaugur Jónsson, faðir hins kunna hagyrð- ings Böðvars Guðlaugssonar, kenn- ara. Guðlaugur er fæddur 1. febrú- ar árið 1900 að Heydalsá í Stranda- sýslu. Eftir að hann fluttist suður vann hann lengi við bílaréttingar og síðar almenna verkamannavinnu. Hann er félagsmaður í Dagsbrún, en er nú hættur störfum vegna heilsubrests. Kvæði og stökur eftir Guðlaug hafa birst m. a. í Vinnunni og Strandapóstinum. Um yfirmann. Er á stjái alltaf sá, ekki má því linna. Lítur smáum augum á alla þá sem vinna. A Alþýðusambandsþingi. Líkast er það hlakki hrafns hægra Jónsins blaður. Ég mun fylgja Jóni Rafns, ég er vinstri maður. Mœlt af munni fram. Væri kaffikannan heit karlinn mundi gleðja, annars hingað inn ég leit aðeins til að kveðja. Staka. Verði svalt, þú vitja skalt varma í svanna ranni, þó að allt sé annað kalt, yljar kannan manni. Margur er blindur í sjálfs sín sök. Blindir lengi sjálfs í sök svo hafa drengir barist, falli í streng í feigðarvök fær þó enginn varist. Vetrarvísur. Vetur skekur harða hönd hauðrið þekur fönnum. ísinn rekur upp að strönd, ótta vekur mönnum. YFIRMENN OG UNDIRMENN F = Frí. V = Vinna. K = Kaup. A = Yfirmenn. B = Miðmenn. C = Undirmenn. Þessi ágæta teikning birtast í ný- útkomnu úrvali af Islenskri fyndni. Kannast Dagsbrúnarmenn nokkuð við þessa skiptingu í okk- ar þjóðfélagi? Nöpur gola nístir menn, nú er svola vetur, sumir vola ákaft, en aðrir þola betur. 2 DAGSBRÚN

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.