Dagsbrún - 01.11.1975, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 01.11.1975, Blaðsíða 3
Til Dagsbrúnarmanna Við lifum í vaxandi mæli í þjóðfélagi tækni, sérmennt- unar og sérhæfingar. Sú kenning heyrist oft, að ai- menn störf séu meira og minna úrelt og jafnvel dregið úr gildi þeirra. Verkamaðurinn á því í vök að verjast. Hann nær með samtakamætti sínum ákveðnum ár- angri eftir harða baráttu og sá árangur færist síðan, meir og minna sjálfkrafa, yfir á aðra þegna þjóðfélags- ins, sem flestir búa við mun betri kjör en hinn almenni verkamaður. Ef verkamenn slaka á í sínum stéttarfél., þá magn- ast enn sú stéttaskipting, sem þegar er orðið meir en nóg af í þjóðfélaginu. Við höfum dæmi um það er- lendis frá, að það má sjá af klæðnaði barna hvort for- eidrar þeirra eru almennt verkafólk eða sérhæfður vinnukraftur, og börnum er mjög mismunað hvað skólagöngu snertir. Ef við ætlum að búa við það þjóð- félag jafnaðar og öryggis, sem er grunnnstefnuatriði verkalýðshreyfingarinnar, þá verða verkamenn að gera sér fulla grein fyrir því að félög hinna ýmsu sér- fræðinga eru orðin mjög skipulögð og harðsnúin í kröfum sínum og lífskjarabaráttu. Gífurlegur launa- mismunur í landinu og gífurleg hækkun á kaupi sér- fræðinga verður á kostnað hins almenna launamanns. Menn skulu varast hatur og illindi, en hin dimmu ein- kenni ójafnaðar, sem eru staðreynd í ýmsum þjóðfé- lögum nálægt okkur, er hætta sem sífellt vofir yfir hér heima. Auðvitað má þó aldrei gleyma því, að höfuð- óvinurinn er ætíð fjandsamlegt ríkisvald og sterkt at- vinnurekendavald. Verkamenn þurfa nú, ekki síður en áður, að þjappa sér saman um stéttarfélög sín og hafa fulla gát á að verða ekki undirstétt sneydd framtíðarmöguleikum fyrir niðja sína. Dragi úr samtakamætti láglaunafólks gengur þessi þróun eins og flóðbylgja yfir okkur. Forysta verkalýðsfélaganna hefur orðið fyrir harðri gagnrýni að undanförnu. Við biðjumst á engan hátt undan gagnrýni, og bó hún sé oft stóryrt og öfga- kennd, þá er þess ekki að dyljast að tengsl forystunn- ar við hina almennu félagsmenn eru ekki nægilega mikil. Við hljótum að breyta um starfshætti til sam- ræmis við breytta tíma. Einn þátturinn til að bæta hér um er regluleg útgáfa þessa blaðs. Guðmundur J. Guðmundsson. DAGSBRÚN 7. tölublað - nóvember 1975 Útgefandi Verkamannafélagið Dagsbrún. Ritnefnd: Guðmundur J. Guð- mundsson (ábm.), Andrés Guð- brandsson og Baldur Bjarnason. Efni m. a.: Uppsögn kjarasamninga . 4 Hver er réttur þinn . 8 Dagsbrún og skáklistin . 13 Lífeyrissjóðurinn . 15 Byggingar á félagslegum grund- velli . 17 Orlofsheimilin . 21 Setning, prentun og bókband: Prentsmiðjan Hólar hf. Myndamót: Myndamót hf. ! ¦ ! Uiitfk Forsíðumyndina gerði Benedikt Gunnarsson, listmálari. Þessi snjalla teikning er af Stefáni Illugasyni, verkamanni hjá Ríkisskip. Hann varð sjötugur í vor og kvaðst ætla að starfa eitthvað enn hjá Ríkis- skip, en þar hefur hann starfað í 35 ár, eða síðan hann fluttist suður frá Grundarfirði þar sem hann var borinn og barnfæddur. Stefán hefur verið félagsmaður í Dagsbrún síðan hann kom suður og hefur átt sæti í trúnaðarráði í mörg ár. DAGSBRUN

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.