Dagsbrún - 01.11.1975, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 01.11.1975, Blaðsíða 4
Félagsfundur í Iðnó: Einróma uppsögn kjarasamninga A félagsfundi i Iðnó 19. október s.l. var meðal fundarefnis tillaga um uppsögn kjarasamn- inga. Tillagan, sem var svohljóðandi, var sam- þykkt með öllum greiddum atkvæðum: „Félagsfundur Dagsbrúnar, haldinn 19. október 1975, samþykkir að segja upp öllum kjarasamningum Dagsbrúnar með tilskyldum fyrirvörum." 40-60% tekna fyrir yfirvinnu Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður Dags- brúnar, sagði í ræðu um samningamálin, að hann vildi minna á, að samkvæmt rannsókn Kjararann- sóknarnefndar hefði um 40% af heildartekjum verkamanna í Reykjavík verið fyrir yfirvinnu árið 1974. Þetta þýddi, að eldri menn og heilsutæpir hefðu mun minni laun en hinir yngri og hraustari, og svo væri allmikill munur á vinnustöðum hvað tekjuvon snertir. Það er full ástæða að ætla að yngri menn, og menn sem eru að koma yfir sig þaki, hafi um 60% af tekjum sínum fyrir yfirvinnu. Þetta leiðir hugann að því, að afkomuöryggi verkamanna í dag er slíkt, að án þess að minnka kaupmátt tíma- kaups og án þess að hrjóta samninga, er hægt að svipta menn fyrirvaralaust 60% af tekjum sínum. Kaup fyrir dagvinnu hér á landi er svo lágt, að ekki er að finna hliðstæðu í nágrannalöndunum, enda heldur ekki hægt að finna hliðstæðu við aðra eins vimiuþrælkun og hér á sér stað ef menn vilja gera aðeins meir en skrimta. Yfirvinna minnkar Þróunin er þar að auki neikvæð fyrir þann sem treystir á yfirvinnuna. Á 1. ársfjórðungi þessa árs 4 DAGSBRÚN

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.