Dagsbrún - 01.11.1975, Síða 5

Dagsbrún - 01.11.1975, Síða 5
minnkaði yfirvinna um 7% miðað við sama tíma í fyrra, en um 8% á 2. ársfjórðungi. Þetta þýðir ekki að tekjurýrnunin sé 7 eða 8%, hún er meiri því að yfirvinnan er greidd með 40-80% álagi. I sumar var áberandi hve margir verkamenn unnu úti á landi við hvers konar mannvirkjagerð og malbikunarframkvæmdir, og skólafólk búsett í Reykjavík fékk vinnu víða úti á landi. Byggingar- vinna var mikil í sumar, en framundan eru horfur á miklum samdrætti. Þá gerði Guðmundur að umtalsefni ýmsar tölur varðandi verðlag og kaupgjald, og benti á, að ekki einn einasti hagfræðingur treysti sér til að reikna dæmið öðruvísi en að kaupmáttur launa hefði minnkað verulega árið 1975 í samanburði við 1974. Eru verkamerm gerendur? Þá vék Guðmundur að verðbólgunni, sem hefur verið um 50% tvö ár í röð. Því var haldið blákalt fram hér áður fyrr að ein helsta orsök verðbólgu væri vísitalan á kaupið. Nú þegar búið er að skera burt „höfuðmeinsemdina“, þá æðir verðbólgan á- fram. Svo er verkamönnum enn ætlað að trúa að þeir séu einhverjir gerendur í þessum hrunadansi. Vilja þeir greiða verkamönnum refsivexti? Landsfeður ræða nú um stöðvun verðbólgu og niðurfærsluleið. Við höfum heyrt þetta áður, og viðurkennum þá staðreynd, að láglaunamenn græða ekki á verðbólgu, fjarri því, en við heimtum trygg- ingu fyrir því að kauphækkun sé ekki tekin af okkur jafnharðan og búið er að skrifa undir samninga. Er ríkisstjórnin reiðubúin að greiða verkamönnum einhverja refsivexti ef verðlag hækkar, svipað og rikið beitir gegn þeim launþegum, sem ekki greiða opinber gjöld á réttum tíma? Við erum reiðubúnir að ræða um niðurfærslu- leiðina, en ekki tilbúnir að ræða um niðurfærslu, þar sem kaupið eitt verður fært niður. Kaup hinna lægstlaunuðu er það lágt að það verður að hækka. Ymis önnur félög og samtök hafa lagt fram kröf- ur, þar á meðal Bandalag háskólamanna sem krefst í sumum tilfellum yfir 100% kauphækkunar. Ef við beittum sams konar vinnubrögðum, gætum við krafist allt að 200% kauphækkunar. Ég hef ekki trú á að slík kröfugerð sé lausn vandans. Slíkt yrði tekið aftur með einni, tveimur eða þremur gengisfelling- um. Við viljum einfaldlega fá tryggingu fyrir því að kjarabætur með nýjum samningum séu ekki teknar samstundis af okkur aftur að loknum samningum. Guðmundur ræddi því næst um meðferð komandi samninga í félaginu. Stjórn félagsins vinnur nú að því að yfirfara samninginn. Málið verður rætt í trúnaðarráði og haft samráð við fulltrúa og trún- aðarmenn hinna ýmsu starfsgreina. Síðan er ákveð- ið að boða til almenns félagsfundar í næsta mánuði. Töluverð gagnrýni hefur komið fram á samflotið með ASI. ASÍ hefur boðað til ráðstefnu í byrjun desember um samningamálin. Vitað er að ýmis fé- lög vilja standa sér að samningagerð, og telja sig fá meir þannig. En rétt er að menn staldri aðeins við og íhugi hvað gerist, ef einstök félög og starfsgrein- ar koma með mismunandi kröfur, jafnvel félög inn- an sömu starfsgreina. Víst er að mismunurinn á kröfunum yrði mjög mikill og þetta yrði ekki væn- legt til að brjóta á bak aftur sterkt atvinnurekenda- samband með ríkisvaldið að bakhjarli. En það verð- ur að reyna að tryggja sem best að hinn almenni félagsmaður hafi áhrif á komandi samningagerð, en tvístruð og sundruð félög innan ASÍ, hvert með sín- ar kröfur yrði ekki sigurvænlegt. Aðalatriðin í komandi samningagerð eru þessi: 1. Dagkaup verður að hækka ekki síst vegna öryggisleysisins sem fólgið er í því að margir ná helmingi tekna sinna með eftir- og næturvinnu. 2. Vísitala verður að koma á kaupið. 3. Tryggja verður að árangur nýrra kjarasamninga sé ekki frá okkur tekinn með einu pennastriki á alþingi. 4. Varast verður þá hættu sem felst í að félögin með láglaunafólk semji fyrst, en síðan komi aðrir og fái mun meira, þannig að launamisréttið aukist. 5. Samhentir og þróttmiklir Dags- brúnarmenn verða að snúa þessari brjálæðisþróun við. DAGSBRÚN 5

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.