Dagsbrún - 01.11.1975, Page 6

Dagsbrún - 01.11.1975, Page 6
Að loknu framsöguerindi Guðmundar J. Guð- mundssonar kom Hermann Olason fyrstur í pontuna og gerði nokkrar athugasemdir við þær tölur, sem Guðmundur fór með. Hann sagði að eina trygg- ingin fyrir bættum kjörum væri samstaða félags- manna, „við erum búnir að gefa eftir í tvö ár, og snúum því nú vörn í sókn.“ Elías Kristjánsson kvartaði yfir að félagsmál sætu alltaf á hakanum á Dagsbrúnarfundum, „af því að stjórnin veit upp á sig skömmina.“ Hann kvartaði einnig yfir því að skrifstofumennirnir væru of lítið við. Kristvin Kristinsson: Enn erum við komnir til að segja upp samningum, og enn þurfum við að glíma við þá blekkingu að það sé kaup verkafólksins sem skrúfi upp verðbólguna. „Það er ekki kaupið okkar sem réttlætir gengisfellingu á gengisfellingu ofan. Ekki veldur kaup okkar yfir 200% hækkun á ýms- um nauðsynjavörum í verslunum á eins og hálfs árs tímabili. Hvað er með hækkanir hins opinbera? Hvað með hina háu vexti og vísitölubindingu lána? Er þetta allt útaf kaupinu okkar? Við skulum ekki eyða tímanum í að karpa innbyrðis um smáatriði, heldur þjappa okkur saman og berjast gegn þessari snarbrjáluðu stjórn." Svavar Pálsson lagði fram tillögu um að styðja aðgerðir sjómanna 23. október og hvatti menn til að standa saman og „hætta ekki fyrr en þessi ríkisstjórn segir af sér.“ Olafur Ingólfsson fjallaði um síðustu samninga Guðmundur J. Guðmundsson í ræðustól á jundinum í Iðnó. og 9 manna nefnd ASÍ. Hann sagði að síðustu samn- ingar hefðu verið smánarsamningar „aðeins 11% kauphækkun og einhver skattalækkun, sem fæstir urðu varir við“. Hann gagnrýndi ólýðræðislegar aðferðir í verkalýðshreyfingunni og sagði: „aukum áhrif verkamannanna sjálfra, gerum sjálfir samn- inga næst, og ég hvet til að ASÍ verði ekki falið umboð fyrir okkur“. Sveinn Magnússon benti á, að það væru ekki at- vinnurekendur sem hirtu aftur ávinning af kaup- hækkun heldur stjórnmálamennirnir. Kaupið er ó- trúlega misjafnt - „eigum við samleið með fag- mönnum sem stundum eru með 1000 til 3000 krónur á tímann þegar við erum með 300 krónur? Af hverju eigum við alltaf að reka lestina? Við eigum að fá mannsæmandi laun fyrir 8 stunda vinnudag“. Guðmundur Hallvarðsson: Hér eru engar beinar tillögur um það hvernig við eigum að standa sam- an í baráttunni. Oll stefnumörkun ætti að lúta að því að við getum lifað á 40 stunda vinnuviku. Það ætti að vera búið að reikna út kjaraskerðinguna með fullri vísitölu frá 1. mars 1974. Er ekki nær- tækast að finna þessa tölu og leggja hana til grund- vallar í samningum? Eigum við að líta á faglærða menn sem óvini? Margt af þessu fólki er á tíma- kaupi og ekki ofsælt af sínu kaupi. Við eigum að berjast gegn akkorðskerfinu og bónusnum. Ég og fleiri höfum verið andvígir því hvernig staðið hefur verið að samningum, hvað þeir hafa verið lokaðir, en miðstýring þarf ekki að vera af hinu illa. Spurs- málið er hvort hún er lýðræðisleg eða ekki. Benedikt Kristjánsson ræddi um samningana hér fyrir sunnan og samninga sem gerðir voru fyrir norðan, og sagði að þeir virtust þyrnir í augum ASÍ forystunnar. „Við sjáum nú hvernig loforðin stóðust um að landbúnaðarvörur myndu ekki hækka, síðan kom vörugjaldið, og þrátt fyrir allt þetta virð- ast viðbrögð ASÍ í lágmarki. Ég er fullkomlega meðmæltur uppsögn, en umboð okkar á ekki að fara útfyrir Dagsbrún, og alls ekki í hendur 9 manna nefndinni.“ Árni Jóhannsson: Enn erum við komnir í sama helv ... fenið og áður. Við höfum vanalega staðið í sömu sporum strax eftir samninga. Þeir hafa ekki verið í vandræðum með að snúa á okkur þessir 6 DAGSBRÚN

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.