Dagsbrún - 01.11.1975, Page 7

Dagsbrún - 01.11.1975, Page 7
mafíuforingjar. En þið hafið kosið þessa menn yfir ykkur. Það er ekki nema rúmt ár síðan 27 þúsund manns í fæðingarborg minni kusu íhaldið, og svo ætlið þið, fleiri hundruð gaukar í þessu félagi sem kusuð íhaldið, að kenna Guðmundi J. Guðmunds- syni og félögum hans um ósköpin, sem hafa dunið yfir ykkur. Þið hagið ykkur eins og fáráðlingar. Svo ætla þeir að bjarga verðbólgunni með því að reka eina þvottakonu sem starfar á lögreglustöðinni. Hvernig getur öðruvísi farið þegar menn kjósa yfir sig íhald og mæðiveikiflokkinn ? Pétur Hraunfjörð: Ég hjó eftir því áðan að ungur maður notaði orðið „vinnuveitendur“, ég vona að menn í þessu félagi hætti að nota þetta orð. Ég legg til að hér verði kosin samninganefnd. Við höfum verið óánægðir með okkar forystu, og því legg ég til að við komum henni til aðstoðar með því að kjósa hér samninganefnd. Njáll Gunnarsson lagði fram tillögu um samstöðu með háskólastúdentum vegna lánamálanna og varaði menn við að ganga of langt í að öfundast út í aðra, heldur spyrna gegn því að samþykkja í næstu samn- ingum kjaraskerðingu og afnám vísitölubóta eins og gert hefði verið tvívegis. Olafur Stefánsson: Ég vil koma með þá ábend- ingu til þeirra, sem fara með samningana, að nú er höfuðatriðið að ná upp dagkaupinu, þar sem at- vinnurekendur hafa sjálfdæmi um að svipta okkur eftir- og næturvinnu. Við eigum að fara að læra það sjálfir að vinna ekki nema eðlilegan vinnutíma. Ég minni á, að ég er húinn að starfa í þessu félagi síðan 1930 og man ekki til þess allan tímann að atvinnurekendur hafi nokkurn tíma talið sig geta hækkað kaupið! Hafsteinn Hannesson: Til hvers erum við að stytta vinnutímann, ef við getum ekki lifað af 40 stunda vinnuviku? Við þurfum í dag að berjast fyr- ir því að fá eftir- og næturvinnu til að geta lifað. Að auki erum það við sem vinnum mestu erfiðis- vinnuna. Þessu verður að breyta. Síðan tóku aftur til máls að gefnu tilefni þeir Elías Kristjánsson, Benedikt Kristjánsson og Guð- mundur Hallvarðsson. Guðmundur J. Guðmundsson sagði, að umræður núna hefðu verið mun betri en hefði tíðkast á Dags- brúnarfundum að undanförnu og hann hefði ekki um skeið kynnst öllu betri félagsanda. Fram hefði komið gagnrýni, en hún hefði yfirleitt verið mál- efnaleg og fagnaði hann því. „Ég hef ekki frekar en þið neina patentlausn á því hvernig við eigum að komast hjá því að kjarabætur séu teknar af okkur aftur, og það er rétt, sem komið hefur fram, að það er hægt að svipta okkur yfirvinnu án þess að samn- ingar séu brotnir. Ég bendi á, að með því að á- kveða félagsfund í næsta mánuði erum við einmitt að treysta lýðræðið. Þar munið þið fá allar upplýs- ingar um gang mála á þeim fundi, og þar getið þið lagt fram tillögur til frekari stefnumótunar.“ - sj. Aðrar samþykktir Samþykkt var tillaga um stuðning við sjómenn í kjarabaráttu þeirra og þeim sendar baráttukveðjur. „Félagsfundur Dagsbrúnar, haldinn 19. okt. 1975, fagnar útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 sjómílur. Fundurinn minnir á, að efnahagslegt sjálfstæði þj óðarinnar er undir því komið, að vel takist til inn verndun fiskistofnanna við strendur Iandsins, en þeir eru þegar í geigvænlegri hættu. Því skorar fundurinn á þjóðina alla að standa einhuga saman um þá ófrávíkjanlegu kröfu, að ís- lendingar einir nýti auðlindir íslenska landgrunns- ins.“ „Fundurinn styður baráttu námsmanna fyrir full- nægjandi námslánum. Fundurinn bendir á, að sú kjaraskerðing, sem á sér stað nú gagnvart náms- mönnum kemur ekki síst niður á afkvæmum lág- launafólks. Fundurinn bendir á, að barátta náms- manna fyrir óskertum námslánum er barátta fyrir jafnrétti til náms. Skerðing á námslánum er því einnig takmörkun á tækifærum láglaunafólks og því enn ein árásin á kjör íslenskrar alþýðu.“ „Félagsfundur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, haldinn 19. okt. 1975, skorar mjög alvarlega á hafnaryfirvöld Reykjavíkur að beita sér fyrir því, að bæði gömlu höfninni og Sundahöfn verði lokað fyrir allri óþarfa umferð að nóttu til vegna tíðra slysa, er átt hafa sér stað á undanförnum árum. Jafnframt er talin fyllsta þörf á að næturvarðmenn á skipum hafi aðgang að litlum talstöðvum þar sem víða er ókleift að komast í síma við höfnina.“ DAGSBRÚN 7

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.