Dagsbrún - 01.11.1975, Qupperneq 8

Dagsbrún - 01.11.1975, Qupperneq 8
r HVER ER RÉTTUR ÞINN? V-------- Starfsmenn Dagsbrúnar verða oft varir við, að menn vita ekki nægjanlega um rétt sinn, ef veikindi, slys eða annað slíkt ber að höndum, né um rétt þeirra, sem njóta elli- og örorku- lifeyris. Hér á eftir er ætlunin að veita nokkrar upp- lýsingar um þessi efni, enda þótt sá fróðleik- ur geti alls ekki orðið tæmandi í grein sem þessari. Dagsbrúnarmenn eru eindregið hvattir til að snúa sér til skrifstofu félagsins, ef þeir eru í vafa um rétt sinn, eða þurfa aðstoð á annan hátt, t. d. við að sækja um bætur, eða krefjast þeirra. Grein þessari er skipt niður í nokkra kafla eftir efni og er hugmyndin að auðvelda mönn- um með því að finna þar þær upplýsingar, sem þá vanhagar um. I. kaflí: Veíkíndi, sem ekkí stafa af uínnu- slysum Veikist verkamaður, án þess þó að um sé að ræða vinnuslys, eru helstu réttindi hans til launa eða bóta sem hér segir: A. Vinnulaun Réttur verkamanns til óskertra launa frá atvinnu- rekanda fer eftir starfsaldri. Samkvæmt almennum samningum Dagsbrúnar er þessi réttur sem hér segir: 1. Ilafi verkamaður unnið skemur en eitt ár hjá sama atvinnurekanda skal hann fá greiddan einn dag fyrir hvern unninn mánuð. 2. Hafi verkamaður unnið eitt ár eða lengur hjá _____________> sama atvinnurekanda á hann rétt á allt að fjögurra vikna óskertum launum fyrir hvert sjúkdómstilfelli. en þó aðeins fjórar vikur samtals á hverjum 12 mán- uðum, sé um sama sjúkdóm að ræða. Atvinnurekandi getur krafist læknisvottorðs, sem honum ber að greiða, að því tilskyldu, að veikindi séu tilkynnt á fyrsta degi og að starfsmönnum sé ávallt skylt að leggja fram vottorð. Athugið, að menn skulu fá greidda þá yfirvinnu, sem þeir sannanlega hefðu fengið hefðu þeir eigi forfallast. B. Dagpeningar jrú sjúkrasamlagi Auk þess sem sjúkrasamlag eða sjúkratrygginga- deild Tryggingastofnunar ríkisins greiða sjúkrahús- vist og aðra nauðsynlega læknismeðferð, ýmist að öllu leyti eða að hluta, greiða sjúkrasamlögin dag- peninga skv. eftirfarandi reglum: 1. Sækja þarf um sjúkradagpeninga á sérstök eyðublöð og þarf vottorð Iæknis að fylgja umsókn- inni. Starfsfólk sjúkrasamlags aðstoðar við að fylla út umsóknir. Nauðsynlegt er, að umsókn þessi ber- ist sem fyrst, því að dagpeningar greiðast yfirleitt ekki lengra aftur í tímann en tvo mánuði. 2. Allir samlagsmenn 17 ára og eldri, sem verða algerlega óvinnufærir, eiga rétt á dagpeningum. 3. Sjúkradagpeningar greiðast frá og með 11. veikindadegi, liafi veikindi varað a. m. k. 14 daga. Athuga ber, að meðan sjúklingur nýtur launa frá at- vinnurekanda sínum, renna dagpeningarnir til at- vinnurekandans. 4. Upphæð dagpeninga fer eftir því hversu mörg börn sjúklingurinn 'hefur á framfæri sínu eða greið- ir meðlag með. Dveljist sjúklingurinn á sjúkrahúsi 8 DAGSBRÚN

x

Dagsbrún

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.