Dagsbrún - 01.11.1975, Blaðsíða 9

Dagsbrún - 01.11.1975, Blaðsíða 9
lækka dagpeningar hans um % eða % eftir því hvort hann hefur fyrir fjölskyldu að sjá eða ekki. Dagpeningar vegna harna lækka þó ekki. 5. Sjúkradagspeningar geta aldrei numið hærri upphæð en % hlutum þeirra launa, sem féllu niður. Húsmæður njóta þó ætíð fullra dagpeninga hafi þær algerlega lagt niður vinnu, enda sé það sannað, að aðrir vinni störf þeirra, þ. e. a. s. aðkeyptur vinnu- kraftur. 6. Rétt er að geta þess, að örorkustyrkur og elli- lífeyrir dragast frá sjúkradagpeningum, þannig að sjúkrasamlagið greiðir mismuninn, ef dagpeninga- upphæðin er hærri. Sama gildir um mæðralaun, ef sjúkradagpeningar eru greiddir vegna húsmóður- starfa. 7. Sjúkradagpeningar greiðast að jafnaði ekki lengur en 52 vikur á hverjum 24 mánuðum. Þó er samlagsstjórn heimilt að greiða bætur lengur, ef lækningatilraunum er ekki lokið og óvíst um varan- lega örorku. C. Dagpeningar frá Styrktarsjóði Dagsbrúnar Styrktarsjóður Dagsbrúnar greiðir Dagsbrúnar- mönnum dagpeninga í veikinda- og slysatilfellum, enda ss sótt um slíkt á skrifstofu sjóðsins. Til að njóta dagpeninga úr sjóðnum, þurfa menn að uppfylla eftirfarandi skilyrði: 1. Vera fullgildir félagsmenn í Dagsbrún, þ. e. aðal- félagar. 2. Hafa unnið vinnu, sem greitt er af til sjóðsins, a. m. k. síðasta mánuðinn fyrir veikindin. 3. Með umsókn þarf að fylgja læknisvottorð, sem segi til um frá hvaða tíma umsækjandi hefur ver- ið óvinnufær. Einnig þurfa að fylgja umsókninni upplýsingar um vinnustað, eða vinnustaði, a. m. k. síðasta mánuðinn, sem umsækjandi var vinnu- fær. Greiðslur úr sjóðnum hefjast strax og kaup- greiðslum lýkur. Sjóðurinn greiðir dagpeninga í allt að 84 daga á hverjum 6 mánuðum og greiðir allt að 2 tímabil vegna sömu veikinda. //. kaflU Vínnuslys A Vinnulaun Réttur verkamanns til óskertra vinnulauna vegna vinnuslyss er hinn sami og vegna veikinda að öðru leyti en því, að sá er verður fyrir vinnuslysi skal jafnan fá greidd laun í a. m. k. 7 virka daga, án til- lits til þess hvað lengi hann hefur unnið hjá sama atvinnurekanda. Með vinnuslysi er einnig átt við slys á eðlilegri leið milli heimilis og vinnustaðar. B. Dagpeningar frá Tryggingastofnun Segja má, að nánast allir launþegar og atvinnu- rekendur, sem starfa að eigin atvinnurekstri séu tryggðir hjá Tryggingastofnun ríkisins, ef vinnu- slys ber að höndum. Þó ber að geta þess, að til þess að þeir, sem heimilisstörf stunda, njóti þessarar tryggingar þurfa þeir að skrá nöfn sín í sérstakan dálk á skattaframtali hvers árs, og er iðgjaldið þá innheimt með öðrum gjöldum. Menn eiga almennt rétt á dagpeningum frá Trygg- ingastofnuninni ef vinnuslys ber að höndum sam- kvæmt eftirfarandi reglum: 1. Nauðsynlegt er að tilkynna Tryggingastofnun- inni eða umboðsmanni hennar um slysið sem allra fyrst. Atvinnurekanda ber að tilkynna slysið, og skal það gert á sérstöku eyðublaði frá Trygginga- stofnuninni. Enda þótt tilkynningarskyldan hvíli á atvinnurekanda, verður það aldrei ofbrýnt fyrir starfsmönnum að sjá til þess, að öll alvarlegri vinnu- slys séu tilkynnt réttum aðilum, það er Oryggiseftir- liti ríkisins og rannsóknarlögreglunni, auk Trygg- ingastofnunarinnar, og verður nánar fjallað um það hér á eftir. 2. Læknisvottorð þarf einnig að berast Trygg- ingastofnuninni á sérstöku eyðublaði frá henni. 3. Slysadagpeningar greiðast frá og með 8. degi eftir slysið. Athuga ber, að meðan sjúklingur nýtur launa frá atvinnurekanda sínum, renna dagpening- arnir til atvinurekandans. 4. Upphæð dagpeninga fer eftir því, hversu mörg börn sjúklingurinn hefur á framfæri sínu eða greið- ir meðlag með. 5. Dagpeningar greiðast að jafnaði ekki lengur en 52 vikur. Þó getur Tryggingaráð framlengt þá, ef meðhöndlun er ekki lokið. Athugið, að Tryggingastofnunin greiðir sjúkra- kostnað vegna slyssins samkvæmt reikningum að hluta eða að fullu eftir ákveðnum reglum. Athugið, að það er Tryggingastofnunin, en ekki atvinnurek- andinn, sem á að greiða þennan kostnað. DAGSBRUN

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.