Dagsbrún - 01.11.1975, Page 11

Dagsbrún - 01.11.1975, Page 11
bæturnar, verða því að berast örorkumat og sönn- unargögn um slysið. Helstu sönnunargögnin eru yfirleitt lögreglu- skýrslur og skýrslur frá Oryggiseftirliti ríkisins. Þess vegna er nauðsynlegt að tilkynna þessum að- ilum öll vinnuslys, sem ástæða er til að ætla að gætu verið alvarleg, og gæta þess að raska engum verks- ummerkjum fyrr en þeir eru komnir á staðinn. Upphæð bóta samkvæmt þessum lið fer eftir því, hversu varanleg örorka er mikil. Vegna minni en 5% örorku greiðist ekkert. Sé binn slasaði eldri en 70 ára lækka bæturnar eftir sérstökum reglum. D. Almennar skaðabœtur vegna vinnuslysa Oft er atvinnurekandi skaðabótaskyldur vegna vinnuslyss samkvæmt abnennum skaðabótareglum. Það ber að athuga, að þótt Tryggingastofnunin greiði ekki bætur, ef örorka er minni en 15%, getur atvinnurekandi engu að síður verið skaðabótaskyld- ur enda þótt örorka sé minni og þótt ekki sé um varanlega örorku að ræða. Oftast eru atvinnurekendur tryggðir fyrir slíkum óhöppum, en menn verða ætíð að hafa í huga, að til þess að þeir haldi fullum rétti til óskertra skaða- bóta, verður að halda öllum sönnunargögnum til haga. Það er því enn einu sinni brýnt fyrir mönn- um, að þeir sjái til þess, að rannsóknarlögreglu og öryggiseftirliti ríkisins sé ætíð tilkynnt, þegar alvar- legri vinnuslys ber að höndum, og að engum sönn- unargögnum sé raskað fyrr en þessir aðilar eru komnir á slysstað. Athuga ber, að alls staðar þar sem talað er um vinnuslys í grein þessari er einnig átt við slys er verða á eðlilegri leið milli heimilis og vinnustaðar. /V. kafli: Réttur erfíngja og framfœrsluþega uegna andláts A. Bœtur frá Tryggingastofnun ríkisins 1. Við andlát maka eiga ekkjur eða ekklar yngri en 67 ára sem lögheimili eiga hér á landi rétt á bót- um frá Tryggingastofnun ríkisins í allt að 6 mánuði, og síðan til nokkuð lægri bóta í 12 mánuði til við- bótar ef bótaþegi hefur barn yngra en 17 ára á framfæri sínu. 2. Ekkjulífeyrir: Sé kona orðin 50 ára við lát eiginmanns síns á hún yfirleitt rétt á ekkjulífeyri. Sömuleiðis eiga konur, sem verða ekkjur fyrir 50 ára aldur rétt á ekkjulífeyri, frá þeim aldri, ef þær eru orðnar 50 ára þegar þær hætta að taka barna- lífeyri eða meðlag. Þá er tryggingarráði heimilt að veita ekkju ekkjulífeyri frá 50 ára aldri hafi hjóna- bandið staðið í a. m. k. 20 ár, enda þótt hún hafi orðið ekkja fyrr og hafi ekki börn undir 17 ára aldri á framfæri sínu. Upphæð ekkjulífeyris er mismunandi og miðast við aldur ekkjunnar og þann tíma sem hún eða hinn látni hafa átt lögheimili hér á landi, en hæst getur hann náð sömu upphæð og ellilífeyrir. Ekkjulífeyrir fellur niður þegar konan öðlast rétt til ellilífeyris og ef hún gengur í hjónaband á ný. 3. Mœðralaun — Feðralaun Ekkjum, sem hafa börn sín undir 16 ára aldri á framfæri sínu og eiga lögheimili hér á landi skal greiða mæðralaun. Þau eru mismunandi há, eftir því hve mörg börnin eru. Heimilt er að greiða feðrum sambærileg laun, svo og fósturforeldri. 4. Barnalífeyrir er greiddur með börnum yngri en 17 ára ef annað foreldri er látið. Sé hitt foreldrið einnig látið eða sé það örorkulífeyrisþegi skal greiddur tvöfaldur barnalífeyrir. Sömu réttarstöðu hafa öll kjörbörn og stjúpbörn, sem ekki eiga fram- færsluskyldan föður eða móður. Athuga ber, að karl og kona, sem búa saman í óvígðri sambúð eiga sama rétt og hjón, ef þau hafa átt barn saman, konan er þunguð af völdum manns- ins eða sambúð hefur varað samfleytt í 2 ár. Umsókn um bætur skv. þessum lið þarf að fylgja dánarvottorð frá presti. B. Bœtur frá Styrktarsjóði Dagsbrúnar Styrktarsjóður Dagsbrúnar greiðir maka og fram- færsluþegum fullgildra félaga í Dagsbrún dánarbæt- ur. Bætur þessar eru greiddar í eitt skipti fyrir öll og jafngilda einu bótatímabili frá sjóðnum, þ. e. dagpeningum í 84 daga. C. Eftirlaun maka aldraðra félaga í stéttarfélögum Sjá niðurlag B-liðs V. kafla, um ellilífeyri. D. Samningsbundnar dánarbœtur vegna vinnuslyss I C-lið III. kafla er rætt um skyldutryggingu at- vinnurekenda á starfsmönnum. Þessi trygging gildir bæði um varanlega örorku og um banaslys, og gildir DAGSBRÚN 11

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.