Dagsbrún - 01.11.1975, Blaðsíða 12

Dagsbrún - 01.11.1975, Blaðsíða 12
því hið sama og segir í C-lið III. kafla um dánarbæt- ur. Upphæð dánarbótanna eru mismunandi eftir því hverjir voru á framfæri hins látna. Um aldurstakmörk hins tryggða gildir hið sama og segir í lok C-liðs III. kafla, en þess ber að geta til viðbótar, að samkv. þessum tryggingum eru börn yngri en 13 ára ekki vátryggð fyrir hærri dánarbót- um en sem nemur venjulegum útfararkostnaði. E. Almennar skaðabætur vegna banaslyss við vinnu Um skaðabótaskyldu atvinnurekenda vegna bana- slyss við vinnu samkvæmt almennum skaðabótaregl- um gildir það sama og segir í D-lið III. kafla. V. kafVu EUilífeyrir A. Bœtur til ellilífeyrisþega frá Tryggingastofnun ríkisins 1. Allir, sem orðnir eru 67 ára og hafa átt lög- heimili hér á landi, a. m. k. 3 ár á aldrinum 16-67 ára eiga rétt á ellilífeyri. Hjón, sem bæði eiga rétt á ellilífeyri fá sem svarar 90% af lífeyri tveggja ein- staklinga. 2. Tekjutrygging: Ef aðrar tekjur lífeyrisþegans en lífeyrir almannatrygginganna eru engar eða mjög litlar á hann rétt á svonefndri tekjutryggingu, það er hækkuðum ellilífeyri. 3. Uppbót á lífeyri: Heimilt er að greiða enn frekari uppbót á lífeyri, ef sérstakar ástæður mæla með því, svo sem vistunarkostnaður á dvalarheimili, há húsaleiga eða óvenjulegur sjúkrakostnaður, sem sjúkratryggingar greiða ekki. 4. Vasapeningar: Lífeyrisþegar, sem dvelja á vistheimilum geta fengið greidda svokallaða vasa- peninga, ef þeir hafa engar tekjur. 5. Undanþága frá greiðslu afnotagjalda. Lífeyrisþegar, sem njóta uppbótar á lífeyri, sbr. grein 3 hér að framan, geta fengið undanþágu frá greiSslu afnotagjalda af útvarpi og sjónvarpi, sem þeir einir hafa afnot af. Athugið, að greinar 2-5 hér að framan gilda einnig um örorkulífeyrisþega. 6. Sveitarstjórnum er heimilt að lækka eða fella niður fasteignaskatt efnalítilla ellilífeyrisþega og þeirra, sem ekki hafa verulegar tekjur umfram elli- lífeyri. 7. Barnalífeyrir: Tryggingaráð getur ákveðið að greiða barnalífeyri með yngri börnum ellilífeyris- þega en 17 ára. 8. Makabætur: Greiða má maka ellilífeyrisþega makabætur, allt að 80% einstaklingslífeyris, ef sér> stakar ástæður eru fyrir hendi, t. d. ef hann getui ekki stundað atvinnu vegna sjúkleika makans. 9. Hafi ellilífeyrisþegi dvaHð á sjúkrahúsi eða vistheimili lengur en 4 mánuði á síðustu 24 mánuð- um, fellur lífeyrir að öðru jöfnu niSu^ í 5. mánuð- inum, enda hafi sjúkratryggingar greitt sjúkrahúss- dvölina. Athugið, að sækja þarf um allar bæturnar á sér- stök eyðublöð Tryggingastofnunarinnar. B. Eftirlaun til aldraðra félaga í stéttarfélbgum Samkvæmt sérstökum lögum eiga aldraðir félagar í stéttarfélögum rétt á sérstökum eftirlaunum, ef þeir uppfylla eftirfarandi skilyrði: 1. Eru fullgildir félagar í stéttarfélagi, þ. e. aðalfé- lagar. 2. Eru orðnir 70 ára og hafa hætt störfum. 3. Hafa unnið störf, sem greitt er af í atvinnuleysis- tryggingarsjóð, í a. m. k. 10 ár eftir 1955. Bætur þessar eru reiknaðar sem ákveðinn hundr- aðshluti af launatekjum síðustu ára. Þess ber að geta, að eftirlifandi makar látinna manna, sem uppfylla ofangreind skilyrði, fá einnig bætur, en þó nokkru lægri. Athugið, að eftirlaun samkvæmt þessum lið skerSa ekki rétt til tekjutryggingar frá Trygginga- stofnun, sbr. 2. gr. A-liSs þessa kafla. Ví. kafl'h Endurgre\ðslur s\úkrasam\aga vegna tanniœknínga MeS sérstökum lögum frá 1974 hófst þátttaka al- mannatrygginga í greiðslum vegna tannlækninga fyrir ákveðna hópa, sem hér segir: 1. Börn á aldrinum 6-15 ára skulu að jafnaði njóta ókeypis þjónustu skólatannlækna. Reikningar frá öðrum tannlæknum eru endur- greiddir að fullu, ef skólatannlæknir gefur vottorð um, að barnið þurfi óhjákvæmilega að leita annað, eða ef enginn skólatannlæknir er á staðnum. Þetta gildir, hafi viðgerð farið fram eftir 1. sept. 1974. 12 DAGSBRUN

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.