Dagsbrún - 01.11.1975, Blaðsíða 13

Dagsbrún - 01.11.1975, Blaðsíða 13
Börn á þessum aldri skulu leita til viðkomandi skóla- tannlæknis, ef unnt er, enda þótt þau séu ekki í skóla. 2. Börn á aldrinum 3-5 ára og 16 ára unglingar fá helming af tannviðgerðarkostnaði endurgreiddan hjá sjúkrasamlagi. Framvísa ber reikningi tannlækn- is og sjúkrasamlagsskírteini. 3. Ellilífeyrisþegar fá sömu endurgreiðslu gegn framvísun sömu gagna. Gervitennur eru einnig greiddar að hálfu, enda séu liðin þrjú ár síðan þær voru greiddar síðast, nema sérstaklega standi á. 4. Þeir sem njóta fulls örorkulífeyris, þ. e. eru 75% öryrkjar eða meira, fá einnig hálfa endur- greiðslu gegn framvísun reiknings frá tannlækni, sjúkrasamlagsskírteinis og sérstaks örorkuskírteinis, sem fæst hjá Tryggingastofnuninni. Athugið, að þurfi langlegusjúklingur, sem þó er ekki öryrki á tannlækningum að halda, þarf að út- vega honum örorkuskírteini. 5. Vanfærar konur fá einnig helming tannvið- gerða endurgreiddan gegn framvísun sjúkrasam- lagsskírteinis og vottorðs læknis um þungann eða fæðingarvottorðs barnsins sé reikningi framvísað eftir fæðinguna. Aðgerðin skal hafa farið fram meðan konan var vanfær. Endurgreiðsla samkvæmt greinum 2-5 miðast við það, að viðgerðin hafi farið fram eftir 1. jan. 1975. Athuga ber, að fyrir hópana, sem taldir eru í greinum 2-5 er ekki greiddur kostnaður við gull- fyllingar krónu- eða brúargerðir. Athugið, að ganga þarf úr skugga um, að viðkom- andi tannlæknir hafi samið við Tryggingastofnun- ina, vegna þess að annars er reikningurinn ekki endurgreiddur. Langflestir tannlæknar hafa þó gerst aðilar að samningunum en ekki sérfræðingar í tann- réttingum og eru aðgerðir þeirra því ekki greiddar. Athuga ber, að þar sem í grein þessari er vitnað í samninga Dagsbrúnar, er átt við ahnenna samninga, en ekki hina ýmsu sérsamninga, sem oft veita mönn- um ítarlegri rétt. í næsta hefti Dagsbrúnar verður væntan- lega fjallað nánar um réttindi húsmæðra í veikindatilfellum. Þá verður einnig birtur úr- dráttur úr dómi bæjarþings Reykjavíkur um launagreiðslur í veikindaforföllum. Það er von Dagsbrúnar, að grein þessi auð- veldi mönnum að komast að raun um réttindi sín, þau, er hér er um fjallað. Dagsbrúnarmenn eru eindregið hvattir til þess, að leita þegar til félagsins, ef þeir eru í einhverjum vafa um rétt sinn. Hajsteinn Einarsson, lögfrœðingur tók saman. Dagsbrún og sháklist'm Dagsbrún hefur löngum átt á að skipa harðsnúnu li$i skák- manna. I febrúar sl. fór fram Skákkeppni verkalýðsfélaga og sendi Dagsbrún þrjár sveitir. Fóru leikar svo að sigurvegari varð A- sveit Dagsbrúnar; hlaut 19 vinn- inga af 28 mögulegum og varð 2% vinningi fyrir ofan næstu sveit, sem var A-sveit Trésmiða- félags Reykjavíkur. I sigursveit- inni voru eftirtaldir: 1. borð: Gylfi Magnússon 2. borð: Sigurður Jónsson 3. borð: Sturla Pétursson 4. borð: Kristján Sylveríusson. Fyrirliði sveitarinnar var Guð- mundur J. Guðmundsson. I mars var síðan haldin hrað- skákkeppni verkalýðsfélaga og þá var það C-sveit Dagsbrúnar sem hreppti efsta sætið, A-sveitin varð í öðru sæti. Röð efstu sveita varð þessi: 1. Dagsbrún C-sveit 46 v. 2. Dagsbrún A-sveit 42% v. 3. Múrarafél. Rvk A-sveit 35% v. 4. Hið ísl. prentarafélag 35 v. Skákkeppni verkalýðsfélaga hófst fyrst árið 1971 og þá sigraði A-sveit Dagsbrúnar, en næsta ár DAGSBRUN 13

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.