Dagsbrún - 01.11.1975, Page 14

Dagsbrún - 01.11.1975, Page 14
C-sveit Dagsbrúnar að vinna A-sveit trésmiða. A-sveit Trésmiðafélags Reykja- vikur. 1973 sigraöi A-sveit Dags- brúnar með glæsibrag, en kepjjn- in féll niöur árið eftir. Benóný Benediktsson hefur lengst af verið á 1. borði fyrir Dagsbrún, en hann gat ekki tekiö þátt í síðustu keppni. Keppni Dagsbrúnar og Háskólans I spjalli við Guðmund J. Guð- mundsson um skák og Dagsbrún- armenn kom fram, að þeir hefðu marga hildi háð, og yfirleitt allt- af farið með sigur af hólmi. Það vakti mikla athygli þegar Dags- brún bauð Háskólanum í keppni á 25 borðum í apríl í fyrra, en vegna forfalla fór keppnin fram á 23 borðum. Þarna hitti Dags- brún fyrir ofjarl sinn, í fyrri um- ferð (umhugsunartími 1 klst. á skák) sigraði Háskólinn 15% gegn 7y2 en í síðari umferð rétti Dagsbrún mjög hlut sinn og sigr- aði með 13 v. gegn 10, en heild- arúrslit urðu 25% gegn 20% Há- skólanum í vil. Þetta var mjög skemmtileg keppni, og þarna hittu margirHáskólamenn gamla vinnu- félaga. Keppni þessi verður end- urtekin í vetur að öllu forfalla- lausu og þá eru Dagsbrúnarmenn ákveðnir í að sigra. Skákklúbbur Dagsbrúnar I vetur stendur til að stofna skákklúbb Dagsbrúnarmanna og er ekki að efa að starfsemi klúbbs- ins verði fjölbreytt og skemmtileg, þar sem menn á aldrinum 16 til 70-80 ára munu hittast við tafl- borðiö. Ef við hverfum aftur til Benó- nýs Benediktssonar, hins merka og litríka skákmanns, þá hefur hann samkvæmt stigatöflu 1. júní sl. 2320 stig, sem er með hærri stigatölu íslenskra skákmanna. Gylfi Magnússon hefur til saman- burðar 2245 stig og Sigurður Jónsson 2135 stig. Benóný varð skákmeistari Reykjavikur 1956, 1962, 1967 og 1974 og hraðskák- meistari íslands 194B og 1953. Þá er rétt að rifja upp að ann- ar frægur maður hefur lengi verið í Dagsbrún og sá maður er Jón Guömundsson, sem frægur varð á mótinu í Buenos Aires árið 1939. Islenska sveitin varð efst í öðrum flokki og í þeirri keppni vann Jón allar 10 skákirnar sem hann tefldi á 3. borði. Jón varð skákmeistari Islands árið 1932, 1936, 1937 og skákmeistari Reykjavíkur árin 1935 og 1936. Jón hætti að tefla opinberlega skömmu eftir hið fræga mót í Argentínu, en hann fékkst þó til þess að keppa einu sinni með A- sveit Dagsbrúnar á 2. borði í skákkeppni við Hreyfil og sigraÖi þá m. a. sterkan meistaraflokks- mann í 20 leikjum. Ásmundur Ásgeirsson, sem einnig var í sveitinni sem fór til Argentínu var lengi í Dagsbrún. Hann varð skákmeistari Islands 1931, 1933, 1934, 1944, 1945 og 1946 og skákmeistari Reykjavík- ur 1931, 1932, 1937 og 1940. sj. I skákkeppni verkalýðsfélaga tefldi Sigurður Jónsson í A-sveit Dagsbrúnar eftirfarandi skák gegn Jóni ÞorvarÖarsyni í B-sveit Dagsbrúnar. Sigurður var með svart: 1. d4 Rf6 17. BxB DxB 2. Rc3 c5 18. c3 e5 3. Rf3 d5 19. De2 Hfe8 4. Bg5 e6 20. Hfdl f4 5. dxc Bxc 21. Rd2 e4 6. e3 Rc6 22. Dg4 e3 7. a3 Bd7 23. Rf3 Hcd8 8. Bd3 h6 24. Rd4 De5 9. Bh4 Be7 25. fxe Dxef 10. 0—0 Hc8 26. Khl HxR 11. Bg3 O—O 27. cxR f3 12. e4 dxe 28. d5 Bxd5 13. Rxe RxR 29. Hgl fxg2f 14. BxR f5 30. HxP Delf 15. Bxc6 Bxc6 Gefið. 16. Be5 Bf6 14 DAGSBRÚN

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.