Dagsbrún - 01.11.1975, Side 16

Dagsbrún - 01.11.1975, Side 16
aftur á móti alveg hættur störfum, þá fellur hann undir lög um eftir- laun aldraðra, og er þá miðað við meðallaun frá 55 ára aldri. Greiðslur til þessa hóps nema 6-7 þúsund krónum á mánuði og eru óháðar hótum frá Tryggingastofn- uninni. Þessar smáu tölur, sem falla í hlut ellilífeyrisþega eru að sjálf- sögðu ógnvekjandi, og því hlýt- ur sú spurning að vakna að hve miklu leyti ríkisvaldið, beint og óbeint, á að fá aðgang að fé líf- eyrissjóðanna. Þessi lífeyrissjóð- ur hefur í allt lánað 125 milljónir til Byggingasjóðs og 15 milljónir til Framkvæmdasjóðs. Lánin til Byggingasjóðs eru með 5% vöxt- um og vísitölutryggð að auki. Sumir telja, að lífeyrissjóðirnir eigi með einhverju móti að gerast beinni aðili að byggingu íbúðar- húsnæðis fyrir félagsmenn sína og ávaxta féð betur á þann liátt. Enn- fremur væri þá hægt að gefa fé- lagsmönnum meiri valkost með hvaða hætti þeir eignast ibúðirn- ar, eða gefa þeim kost á að leigja íbúðir sem væru í eigu lífeyris- sjóðsins. Þetta eru hugmyndir sem m. a. hafa verið ræddar inn- an Verslunarmannafélags Reykja- víkur og reifaðar meðal forystu- manna annarra verkalýðsfélaga. Hér fara á eftir ýmsar tölulegar upplýsingar úr skýrslu stjórnar fyrir árið 1974: Stjórn: I stjórn sjóðsins fyrir árið 1974 voru: Eðvarð Sigurðsson frá Vmf. Dagsbrún, til vara Halldór Björns- son; Þórunn Valdimarsdóttir frá Vkf. Framsókn, til vara Jóna Guð- jónsdóttir; Eyjólfur Isfeld Eyj- ólfsson og Valtýr Hákonarson frá V.S.I, til vara Barði Friðriksson og Thór Ó. Thórs. Eðvarð Sig- urðsson er nú formaður sjóðs- stjórnar. Sjóðfélagar: 12.875 launþegar greiddu ið- gjöld til sjóðsins á árinu. Réttindi 220 sjóðfélaga voru flutt í aðra sjóði, en réttindi 183 sjóðfélaga flutt til sjóðsins. 867 aðilar hættu störfum, sem greitt var af til sjóðsins, og fengu endurgreidd sín iðgjöld. 27 aðilar fengu endurgreidd ið- gjöld, sem þeir höfðu greitt frá því þeir náðu 75 ára aldri. Iðgjöld: Alls voru innborguð iðgjöld kr. 213.736.362,00 greidd af 1.120 atvinnurekendum. Höfuðstóll í árslok var 552.008.381. Maka- og barnalífeyrir: 17 ekkjum var greiddur maka- lífeyrir alls kr. 314.931,00. 18 börnum var greiddur barnalífeyr- ir alls kr. 489.677,00. Einum sjóð- félaga var greiddur örorkulifeyr- ir alls kr. 72.048,00. Lán til sjóðfélaga: 280 lánsumsóknir bárust á ár- inu 1974, og hafa þá alls 996 um- sóknir borist sjóðnum til ársloka 1974. 243 umsóknir voru af- greiddar á árinu að upphæð kr. 88.547.666,00. Alls hefur þá 851 aðili fengið lán að upphæð kr. 233.133.666,00. Hámark láns- upphæðar var hækkað úr kr. 300.000,00 á árinu 1973 í kr. 600.000,00 við haustúthlutun 1974. (Hámarkið var hækkað í 750 þúsund í vor). Lán til Byggingasjóðs og Framkvæmdasjóðs ríkisins: Kr. 50.000.000,00 voru lánaðar til Byggingasjóðs ríkisins á árinu. Lánin voru með 5% vöxtum og vísitölutryggð. Hafa þá alls verið lánaðar kr. 60.000.000,00 til Byggingasj. og kr. 15.000.000,00 Framh. i bls. 20 Svipmynd jri Dagsbrúnarjundinum sem sagt er jri jramar í blaðinu. 16 DAGSBRÚN

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.