Dagsbrún - 01.11.1975, Blaðsíða 17

Dagsbrún - 01.11.1975, Blaðsíða 17
4're"**tM$'!Wtt«MÍ«£9M?S*«?^ -------' "": ' 1. ájangi verkamannabústaðanna í Seljahverfi, 124 íbúSir. Nú, þegar verkamannabústaðirnir eru að rísa i Breiðholti 2, er rétt að rífja upp helstu af- riðin i samkomulagi því sem gert var milli verkalýðshreyfingarinnar og ríkisstjórnarinnar árið 1965 um byggingarframkvæmdir á fé- lagslegum grunni, og fræðast um stöðuna í byggingarmálum i dag. Tiðindamaður Dags- brúnar bað Guðmund J. Guðmundsson að gera grein fyrir helstu atriðum málsins. - í samningunum 1965 sömdu verkalýðsfélögin sitt í hvoru lagi og verkfall Dagsbrúnar, Verka- kvennafélagsins Framsóknar og félaganna í Hafnar- firði var á þann hátt að öll yfirvinna var bönnuð. Þá var skipuð samninganefnd frá ASI er átti að fjalla um húsnæðismál við ríkisstjórnina. I þessari samninganefnd áttu sæti Óskar Hallgrímsson, Hannibal Valdimarsson og ég. Af ríkisstjórnarinn- ar hálfu sátu í nefndinni Eggert Þorsteinsson, Þor- valdur Garðar og Jóhannes Nordal. I viðræðunum kom fljótlega upp sú skoðun, sem haldið var mjög stíft fram af fulltrúa Dagsbrúnar, að hækkun á húsnæðismálalánum væri ekki einhlít fyrir Dags- brúnarmenn vegna þess að þeir hefðu lægstu laun- in og gætu ekki eignast eigið húsnæði miðað við þáverandi verðlag og lánakjör. Bent var á, að stór hluti af tekjum Byggingasjóðs væri lán úr atvinnu- leysistryggingasjóði, sem Dagsbrúnarmenn hefðu verið ötulastir að ná fram, og launaskatti sem verka- lýðshreyfingin hefði samið um áður. Þetta lág- launafólk greiddi stórar fúlgur í byggingar, sem síðan stæðu því til boða í mynd kjallaraíbúða, ris- íbúða, eða til leigu fyrir hátt verð, eða sem verst væri, stæði þessu fólki alls ekki til boða fyrir sann- gjarnt verð. Því var spurt hvort menn gætu ekki fallist á félagslega lausn á húsnæðisvanda láglauna- fólks. Viðræðurnar urðu nokkuð langar og ítarleg- ar, og niðurstaðan varð sú að skipuð var sérstök byggingarnefnd er hlaut nafnið Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar. Samið var um byggingu 1250 DAGSBRUN 17

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.