Dagsbrún - 01.11.1975, Blaðsíða 18

Dagsbrún - 01.11.1975, Blaðsíða 18
Verkamannabústaðir í byggingu, jyrstu íbúðirnar verða úl- búnar í mars. íbúða í Reykjavík á næstu 5 árum. 80% íbúðarverðs- ins skyldi lána til 33ja ára, 5% greiddust við úthlut- un og 5% við móttöku, hin 10% skiptust á 2 ár og síðan tækju við afborganir af 33ja ára láninu. Þess- ar framkvæmdir drógust nokkuð, þar sem enginn undirbúningur hafði átt sér stað, lóðir ekki tilbún- ar, teikningar ekki tilbúnar og svo framvegis. I þess- um málefnasamningi var samþykkt að leita nýrra úrræða í byggingartækni og lækka þannig bygging- arkostnaðinn. Lang ódýrustu íbúðirnar Fyrstu íbúðirnar voru tilbúnar í apríl 1968, alls 333 íbúðir, og það fór ekki á milli mála, þó að lóðir væru óheppilegar og skipulag fyrirfram ákveðið, að þetta voru lang ódýrustu íbúðirnar á markaðnum. Um þessar íbúðir var töluvert deilt og það komu fram á þeim nokkrir gallar, sem voru blásnir upp í fjölmiðlum. Sumt af gagnrýninni átti rétt á sér, en undirrótin var einkum hræðsla byggingarmeistara við hið lága verð, sem óhjákvæmilega yrði borið saman við markaðsverð byggingarmeistaranna. Síð- an héldu framkvæmdir áfram, og í júlí í sumar lauk þessum byggingum að öðru leyti en því, að eftir er að byggja 29 raðhús. Úthlutað var 973 íbúðum til félagsmanna í verkalýðsfélögum og var ásókn í þær slík að oft voru 7 umsækjendur um eina íbúð. Reykjavíkurborg fékk í sinn hlut 248 íbúðir, þann- ig að alls hefur verið lokið við 1221 íbúð. Gjörbreytt lifsskilyrði hundruð alþýðufjölskyldna Enginn vafi er á því að þessi framkvæmd hefur gjörbreytt lífsskilyrðum hundruð alþýðufjölskyldna hér í borginni, sem komist hafa í gott húsnæði með kjörum, sem kannski hafa verið þeim erfið, en þó það góðum að ella hefði þessu fólki ekki verið kleift að eignast íbúð, t. d. fengu á 4. hundrað Dagsbrún- armenn íbúðir. Þessar íbúðir fullnægja ströngustu kröfum, og út- lendingar, sem hafa skoðað þær, hafa lokið upp ein- um munni um ágæti þeirra. Hitt er svo annað mál, að skipulag á Breiðholtssvæðinu er mjög umdeilt og þar hafa að mínu áliti orðið ýmis mistök, en það er ekki í neinum beinum tengslum við okkar fram- kvæmdir. Þegar við horfum nú til unga fólksins, sem ætlar að festa kaup á íbúð, má búast við að 50-80% af ráðstöfunarfé þess fari í afborganir og vexti af hús- næðislánum, og mitt álit er, að verkalýðshreyfingin eigi að láta þessi mál meira til sín taka heldur en verið hefur. Ef við rifjum upp verð þessara íbúða, þá skulum við fyrst taka 4ra herbergja, 100 fermetra íbúðir, af- hentar fullbúnar að utan og innan með frágenginni lóð í mars-apríl árið 1974 á aðeins kr. 2.780.000,00, en þær sem voru afhentar í júní og júlí kostuðu kr. 2.970.000,00. í febrúarlok til júlí í ár voru afhentar 160 íbúðir í lokaáfanga, og þá voru 3ja herbergja íbúðir seldar á kr. 3.450.000,00 og 2ja herbergja á kr. 2.830.000,00. Verkamannabústaðir í beinu framhaldi — Nú er byrjað á verkamannabústöðum í Breið- holti í einskonar framhaldi af hinu. Hvenær voru þær byggingar ákveðnar? — I samningunum 1965 lagði ég áherslu á, að lán væru til 42ja ára og vextir yrðu ekki vísitölu- bundnir, en þá var ákveðið að endurskoða húsnæð- islánakerfið í heild - nokkurs konar sáttatillaga, og jafnframt lögin um verkamannabústaði. 1971 komu ný lög, sem kveða svo á, að fólkið greiði 20% af verði íbúðarinnar þegar það flytur inn, en 80% er lánað þannig, að tekin eru húsnæðismálalán með 18 DAGSBRUN

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.