Dagsbrún - 01.11.1975, Blaðsíða 19

Dagsbrún - 01.11.1975, Blaðsíða 19
venjulegum kjörum, sem nú nema 1700 þúsund, og það sem á vantar að húsnæðismálalánin nái 80% er lánað til 42ja ára með 2% vöxtum. Þetta eru lang- hagstæðustu lán sem þekkjast í dag. Árið 1973 var hafist handa og áætlað að á tímahilinu febrúar til júlí 1976 verði afhentar 124 íbúðir. Þetta verða 32 eins og hálfs herbergja íbúðir, 32 tveggja herbergja íbúðir, 46 þriggja herbergja íbúðir og 14 fjögurra herbergja íbúðir. Frá ágúst 1975 fram til maí 1977 er ætlunin að afhenda 92 þriggja herbergja íbúðir og 92 fjögra herbergja íbúðir. Það var ætlunin að verkamannabústaðirnir tækju strax við af Fram- kvæmdanefndinni og notuð yrðu sömu tæki og verk- tækni, en verkamannabústaðirnir eru þegar nokkuð á eftir áætlun vegna tafa hjá Framkvæmdanefnd, lóðirnar voru langt á eftir áætlun og allt annað sem því fylgir. - Er búið að auglýsa eftir umsóknum? - Nei, það verður væntanlega gert á næstunni, í síðasta lagi um áramót og skilyrði fyrir veitingu miðast fyrst og fremst við tekjumörk, en þau verða nánar skýrð í auglýsingu. Þörf ennþá viðtækari ráðstafana — A svo að þrýsta á ríkisvaldið til að halda á- fram á sömu braut? — Ég tel að ef menn vilja koma einhverju viti í þessa byggingarhætti, þá sé nauðsynlegt að gera ennþá víðtækari ráðstafanir til að efla byggingar á félagslegum grundvelli, og það þyrfti að endurskoða allt byggingarfyrirkomulag og húsagerð. Það er nauðsynlegt að þeir, sem vilja leigja, njóti ævilangs leiguréttar eins og tíðkast á Norðurlöndum og þurfi ekki að ganga í gegnum þá erfiðleika, sem eru sam- fara því að eignast eigið húsnæði. Það er ekki öllum gefið að standa í slíku stappi. Það skal tekið fram, að þar eru mjög ákveðnar reglur um umgengni þeirra, sem njóta þessara leigukjara, og þeim, sem ekki geta fylgt reglunum, er sagt upp húsnæðinu. Spurningin er, hvort ný kynslóð sé alltaf dæmd til að kaupa og borga upp íbúð. Mega engir valkostir vera? Mega ekki vera til leiguíbúðir á félagslegum grundvelli? I Bretlandi reynir Verkamannaflokkur- inn að stefna að því að húsnæðiskostnaður fari ekki yfir 25% af kaupi manna. Þetta hlutfall er miklu hærra hér, a. m. k. fyrstu afborgunarárin. Ég tel að verkalýðsfélögin verði að taka málið fastari tökum og tryggja félagsmönnum sínum ákveðið öryggi í byggingarmálum með valkosti milli eignar og leigu. Ég vil svo taka fram að lokum að ég hef verið einn þeirra, sem skipaður var af fulltrúaráði verka- lýðsfélaganna til að úthluta íbúðunum. Ég hef kynnst því, hverskonar gífurlegt böl lélegar og heilsu- spillandi íbúðir hafa verið mörgu láglaunafólki. Það var ákaflega ánægjulegt að leysa vandræði svo margra og jafn sársaukafuílt að geta ekki sinnt nema hluta af þörfinni. sj. LEIÐRÉTTING Á UPPHÆÐ FÆÐISPENINGA Þau leiðu mistök hafa orðið í sambandi við fæðispeninga til þeirra er vinna utan flutningslínu, og hvorki eru keyrðir heim á matmálstímum né séð fyrir fæði á vinnu- stað, að í kauptöxtum Dagsbrúnar hefur upphæð fæðispeninganna að undanförnu verið of lág. Hinn 1. desember 1974 hækkuðu um- ræddir fæðispeningar í kr. 340,00 á dag, sé verkamönnum ekið heim fyrir kvöldmatar- tíma en kr. 590,00 fari heimkeyrsla fram síðar. Hinn 1. maí 1975 hækkaSi þessi upphæð svo aftur í kr. 390,00 á dag, sé verkamönn- um ekið heim fyrir kvöldmatartíma en kr. 685,00 fari heimkeyrsla fram síðar Um leið og Dagsbrún harmar þessi mis- tök beinir hún þeim tilmælum til félags- manna, að þeir leiðrétti umræddar tölur í kauptöxtum sínum frá 1. okt. s.l., en þar er fjallað um frítt fæði og dagpeninga á bls. 10. / sfað kr. 300,00 eiga þá að standa kr. 390,00 og í stað kr. 520,00 kr. 685,00. DAGSBRUN 19

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.