Dagsbrún - 01.11.1975, Blaðsíða 20

Dagsbrún - 01.11.1975, Blaðsíða 20
Sorphreinsun á Grettisgötunni. Athyglisverður samníngur Eins og mörgum er kunnugt gerðu sorphreinsunarmenn og borgaryfirvöld í Reykjavík samning, sem er ákaflega at- hyglisverður. Við sorphreinsunina hafa að und- anförnu unnið um 100 manns, og með gamla laginu var orðið nær ókleift að fá menn í þessa vinnu. Þá settust á rökstóla, í samráði við starfsmenn Dagsbrúnar, þeir Pétur K. Pétursson frá Dagsbrún, Ingimar Hansson rekstrarfræð- ingur og Þórður Þorbjarnarson, borgarverkfræðingur. Samkomulag náðist um að skipta borginni í hverfi og skyldi hver vinnuhópur hafa afmarkað svæði og tiltekinn yfirferðar- fjölda ársfjórðungslega. Fundið var út meðalkaup allra starfs- manna við sorphreinsunina, þ. e. verkamanns, bílstjóra og verk- stjóra og bónus síðan greiddur ofan á þetta tímakaup, þannig að allir fá jafnan bónus. Greiddur hefur verið 15% bónus, sem mun hækka í 20% um áramótin. Ef menn vantar í vinnuhópinn skiptist kaup og bónus þess manns sem er fjarverandi milli vinnufélaganna. Yfir sumartím- ann hefur verið reynt að ljúka verki á hádegi á föstudögum og hefur það tekist í flestum tilfell- um. Það er athyglisvert, að með þessum samningi gerist tvennt í senn - kaupið hækkar og ef afköst fara fram úr áætlun þá þýðir það styttri vinnudag fyrir hópinn. Þá hefur komið í ljós að skipu- lag á sorphreinsun er nú mun betra en áður var, og það voru einmitt sorphreinsunarmennirnir sjálfir, sem sýndu verulega hug- kvæmni við þessa skipulagsbreyt- ingu. Kópavogsbúar hafa tekið upp hliðstætt kerfi og menn á stöðum úti á landi hafa spurt um þennan samning. LÍFEYRISSJ. Frh. af bls. 16 til Framkvæmdasjóðs. (I ár hafa verið lánaðar til viðbótar 65 millj- ónir til Byggingasjóðs). Eftirlaun til aldraðra: 124 nýjar umsóknir um eftir- laun til aldraðra voru afgreiddar á árinu. Eru þá 613 aðilar á eft- irlaunum í árslok 1974 samkvæmt lögum nr. 63/1971 og voru alls kr. 32.056.775,00 greiddar í eft- irlaun á árinu. (Skrifað í okt.) Sjá auglýsingu bls, 23. 20 DAGSBRUN

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.