Dagsbrún - 01.11.1975, Blaðsíða 21

Dagsbrún - 01.11.1975, Blaðsíða 21
DAGSBRUN HYGGST EIGNAST FLEIRI HÚS ÚTI Á LANDI Við báðum Halldór Bjórnsson, starfsmann Dagsbrúnar, aS skýra frá því helsta, sem er á döfinni í orlofsheimilismálum, og spurðum fyrst hvað Dagsbrún eetti mörg orlofshús. - Þau eru fimm í Ölfusborgum og eitt á Illuga- stöðum. Nýting hefur verið mjög góð á orlofstíma- bilinu, sem stendur frá maí til septemberloka. Húsi5 á Illugastöðum nýtist þó ekki eins vel, þar sem þar vorar seint og fólk fer yfirleitt ekki þangað eftir 1. september. Annan tíma ársins er nýtingin ekki nægi- leg í húsunum, og kemur þar margt til, börn komin í skóla, og fólk meira bundið við heimili sín. Upp á síðkastið hefur dvalartíminn verið að lengjast, sér- staklega vor og haust, og menn hafa fengið afnot af húsunum, ef þeir hafa viljað halda upp á afmæli og vera út af fyrir sig. Nýting húsanna yfir vetrarmánuðina á eftir að aukast mikið Þær breytingar hafa verið gerðar á skálanum í Olfusborgum, þar sem gæslumaður hafði aðsetur, að þar er kominn ágætur kennslusalur sem rúmar 20-30 manns, skemmtileg borðstofa og eldhús. Með þess- um áfanga verður nýting staðarins áreiðanlega miklu betri. Félagsmálaskóli alþýðu mun notfæra sér þetta nýja húsnæði í auknum mæli. Þarna var haldið nám- skeið fyrir 15 þungavinnuvélamenn að frumkvæði Dagsbrúnar. Stóð það í tíu daga og bjuggu þátttak- endur í húsunum þann tíma. Það var mál manna að þetta námskeið hefði gefist mjög vel, enda tímanýt- ing mjög góð, þar sem menn voru þarna alveg ó- truflaðir. Áætlað er að halda slíkt námskeið aftur í haust og þá ekki eingöngu á vegum Dagsbrúnar, heldur verð- ur það auglýst á vegum nefndarinnar, sem stendur fyrir þessu, og geta allir innan verkalýðshreyfingar- innar, sem áhuga hafa, sótt um aðild. Þá er fram- undan aukið skólahald á vegum MFA, þannig að Ijóst er, að nýting húsanna yfir vetrarmánuðina mun aukast mikið. Húsin eru byggð sem heilsárshús og gefa í engu eftir bestu einbýlishúsum nema hvað stærð snertir. Það er að sjálfsögðu draumur okkar, sem að þessu stöndum, að húsin séu notuð allan ársins hring. Nýlega gáfu austurþýsk verkalýðsfélög hingað DAGSBRUN 21

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.