Dagsbrún - 01.02.1989, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 01.02.1989, Blaðsíða 3
Staðan í samningamálunum: Nú verður farið öðruvísi að — launajöfnunin skal verða að veruleika í þetta sinn, segir Guðmundur J. Guðmundsson um komandi kjarasamninga Umræða um væntanlega kjarasamn- inga hefur færst nokkuð í aukana eftir að samningsbann stjórnvalda rann út hinn 15. febrúar og eru forystumenn verkalýðshreyfingarinnar farnir að huga að gerð nýrra kjarasamninga, þegar samningar renna almennt út hinn 10. apríl í vor. Miðstjórn Alþýðusambandsins hefur látið í ljós vilja sinn til að gera skamm- tímasamninga, þ.e. samninga til hausts — en þá renna einmitt út samningar flestra iðnaðarmannafélaganna. Guð- mundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar og Verkamannasambands- ins, stærsta landssambandsins innan ASÍ, segist ekki hafa mikla trú á skammtímasamningum. — En hvað þá? „Ja, ég verð að viðurkenna að ég á dálítið erfitt með að sjá stöðuna fyrir mér.“ — Það virðist vera vilji fyrir samfloti innan verkalýðshreyfingarinnar. Hvern- ig snýr það við Dagsbrún? Sérstaða Dagsbrúnar „Sérstaða Dagsbrúnar er mjög mikil vegna þess hve fjölbreytt atvinnustarfs- emin er á okkar félagssvæði. Útá lands- byggðinni gegnir yfirleitt all öðru máli, þar er atvinnulíf víðast hvar einskorðað við fisk, en hér í Reykjavík skipta atvinnugreinarnar tugum. Það er rétt að benda á, að úti á landsbyggðinni vinnur að jafnaði um 80 prósent verkafólks í fiskvinnslu en um 80 prósent af öllum innflutningi til landsins fer um Reykja- víkurhöfn, þar sem Dagsbrúnarmenn vinna. Sömuleiðis er rétt að benda á, að sérsamningar Dagsbrúnar í einstökum greinum eru á milli 20 og 30. Það gerir okkur rétt og skylt að lagfæra ýmsa sér- samninga utan samflota og raunar er staðan sú í dag, að í mörgum sérsamn- ingum okkar eru ákvæði og greinar, sem er almenn óánægja með í félaginu. Það höfum við gert á undanförnum árum. Þessi sérstaða okkar þýðir hinsvegar, að flatar prósentuhækkanir á kaup hafa alls ekki sama gildi hér og víðast hvar ann- ars staðar.“ — Ertu að segja að Dagsbrún eigi ekki samleið með öðrum verkalýðsfélögum? „Nei. Vitaskuld eigum við samleið með öðru verkafólki hvað varðar lífs- kjör — en við getum ekki látið loka okkur inni með flatar prósentur. Við verðum að hafa svigrúm til að lagfæra okkar sérsamninga.“ Höfuðkrafan full atvinna — Hvaða kröfur mun verkalýðs- hreyfingin helst hafa á lofti í komandi samningaviðræðum? „Á landsbyggðinni er gífurlegur ótti við atvinnuleysi. Mörg byggðarlög standa þannig, að fiskvinnslan er við það að fara á hausinn og safnar bara skuldum. Ef þessi fyrirtæki verða gjald- þrota sér fólk fram á allsherjar atvinnu- leysi. Þess vegna er það höfuðkrafa, að það verði tryggð full atvinna og að verð- lagi verði haldið í skefjum. Það á ekki síst við um lækkun vaxta, sem eru að sliga bæði fyrirtæki og einstaklinga — öðru fremur ungt fólk, sem skuldar hús og bíl og innbú þrátt fyrir gífurlega vinnu tveggja fyrirvinna. Það verður einnig lögð veruleg áhersla á kjarajöfnun. Flöt prósentu- hækkun má alls ekki ganga yfir allt...“ — Bíddu nú hœgur, þetta hefur maður heyrt áður ... „Já, já, þetta hafa menn heyrt áður — en við erum staðráðnir í að núna verði farið öðru vísi að. Það kemur ekki til nokkurra mála, að allir fái það sama. Kjörin skulu jöfnuð.“ — Hvað með kröfur um visst kaup- máttarstig? Það hefur komið fram að kaupmáttur hefur minnkað mjög veru- lega á undanförnum mánuðum. „Víst hefur kaupmáttur rýrnað. Kaupmáttur tímakaups hefur rýrnað og heildartekjur hafa minnkað. En það eru fleiri hliðar á þessu máli. Til okkar í framkvæmdastjórn Verkamannasamb- andsins kom maður, sem sagðist skulda 1080 þúsund krónur. Hann sagðist hafa reiknað það út, að vaxtalækkunin síð- astliðið haust hefði haft þær afleiðingar, að kaupmáttur hans í dag væri einu prósenti meiri en hann var í sumar sem leið. Þetta sýnir mér, svo ég tali nú ekki fyrir aðra, hvað vaxtalækkun er gífur- lega mikilvæg.“ Klikkaðir fyrir eða eftir? — En nú segja spekingarnir að vaxta- lœkkun fylgi í kjölfar lækkandi verð- bólgu, ekki öfugt. „Já, það er nú eins og deilan um það hvort sálfræðingar verði klikkaður á því að læra fagið eða hvort það fari bara framhald á bls. 11 DAGSBRÚN 3

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.