Dagsbrún - 01.02.1989, Blaðsíða 8

Dagsbrún - 01.02.1989, Blaðsíða 8
Hvers vegna vill verkalýðshreyfingin ekki málaferli? „Treystum ekki dómstólumim“ — segir Guðmundur J. Guðmundson Samkvæmt skoðanakönnun, sem Flug- leiðir og VSÍ létu gera fyrr í þessum mánuði, telur talsverður meirihluti landsmanna rétt að láta dómstóla skera úr um hvort rétt hafi verið staðið að framkvæmd verkfallsaðgerða Verslun- armannafélags Suðurnesja á Keflavík- urflugvelli í vor. Hin borgaralega pressa í landinu hefur tekið undir þessi sjón- armið og raunar ýmsir fleiri — gegn háværum og óvenju harkalegum mót- mælum verkalýðshreyfingarinnar. í framhaldi af samþykkt stjórnar Dagsbrúnar, sem hér er birt, var sú spurning lögð fyrir Guðmund J. Guðm- undsson hvað væri eiginlega að því, að láta dómstóla skera úr um þetta ágrein- ingsefni? „Sigur Vinnuveitendasambandsins í þessu máli gæti virst heillandi í augum atvinnurekenda en ég óttast mjög afleiðingar hans,“ sagði Guðmundur. „Það hefur afar sjaldan reynt á verk- fallsákvæði vinnulöggjafarinnar, sem var sett 1938 — og þótt þá hafi vitaskuld verið allt aðrar aðstæður í þjóðfélaginu, þá er óhætt að fullyrða að sá grófi rammi, sem hún er, hafi reynst vel. Þessi löggjöf hefur reynst ótrúlega haldgóð," sagði hann ennfremur. Kjarni málsins „Á þessum tíma voru tíðar mjög harðar rimmur milli launafólks og atvinnurek- enda. Þá var miklu meira af ófélags- bundnu fólki en nú er — og raunar er ekki lagaleg skylda að vera í verkalýðs- félagi, eins og nýfallinn hæstaréttar- dómur sýnir. Vinnulöggjöfin viður- kenndi verkföll sem löglega baráttuað- ferð og segir fyrir um hvernig á að boða þau og standa að þeim. í henni felast leikreglurnar fyrir samskiptum launa- fólks og atviunurekenda. Hins vegar segir þar að atvinnurekendum sé óheim- ilt að afstýra vinnustöðvun með vinnu félagsbundinna manna. Hins vegar er ekki vikið að ófélagsbundnum mönnum. „Praxisinn" er hins vegar sá, að óheimilt er að taka upp vinnu þeirra, sem í verkfalli eru og þar erum við kom- in að kjarna málsins. Það er best að segja hverja sögu eins Stjórn Dagsbrúnar í janúar 1989. Frá vinstri: Halldór Bjömsson.varaformað- ur, Gunnar Þorkelsson, varastjórnarmaður, Guðlaugur Valdimarsson, fjár- málaritari, Páll Valdimarsson, varastjómarmaður, Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður, Hjálmfríður Þórðardóttir, ritari, Ólafur Ólafsson, gjaldkeri, Ásgeir Kristinsson, meðstjórnandi, Sigurður Rúnar Magnússon, meðstjórnandi og Leifur Guðjónsson, meðstjórnandi. Engin breyting á stjórn Dagsbrúnar Aðeins einn listi kom fram við stjórnar- kjör í Dagsbrún um miðjan janúar. Það var listi uppstillingarnefndar og trúnað- arráðs félagsins og var stjórnin því sjálf- kjörin. Að þessu sinni varð engin breyting á stjórninni frá þeirri, sem kosin var í fyrra og er það í fyrsta skipti í langan tíma, sem engin endurnýjun verður í félagsstjórninni. Að vanda verða þó talsverðar breyt- ingar á trúnaðarráði félagsins. Það skipa 100 félagsmenn og 20 til vara, en samkvæmt langri hefð eru varamenn taldir fullgildir á fundum, þannig að í raun eru um 120 manna samkomu að ræða. Langflestir þessara manna eru jafnframt trúnaðarmenn á vinnustöðum sínum. 8 DAGSBRÚN

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.