Dagsbrún - 01.02.1989, Blaðsíða 9

Dagsbrún - 01.02.1989, Blaðsíða 9
og hún er og þá er staðreynd málsins sú, að verkalýðshreyfíngin er hrædd við að fara fyrir dómstóla með þetta mál vegna þess að túlkun Vinnuveitendasam- bandsins er sú, að forstjórar og aðrir framámenn fyrirtækja séu ófélags- bundnir. Þeir megi því ganga í störf eftir þörfum.“ — En eru þeir ekki ófélagsbundnir? „Jú, víst eru þeir það, en það var örugglega ekki þetta, sem höfundar lag- anna — sem voru einkum þeir Gunnar Thoroddsen og Thor Thors — höfðu í huga þegar þeir sömdu þetta ákvæði. Þeir voru vitaskuld að verja rétt verk- fallsmanna, svo ekki væri hægt að fara til dæmis í næsta pláss til að lesta eða losa skipð ef verkfall var í heimahöfn. Tökum bara stórt almenningshluta- félag sem dæmi. Hluthafar í Eimskipa- félaginu skipta þúsundum og samkvæmt túlkun vinnuveitenda mættu þeir allii ganga í störf verkfallsmanna. Halda menn virkilega, að höfundar vinnulög- gjafarinnar hafi haft það í huga? Það þarf enginn að segja mér það.“ Verkföll með blóðsúthellingum — En treystir verkalýðshreyfingin þá ekki dómstólunum? „Nei, ég treysti ekki dómstólunum. Reynslan sýnir, að þeir dæma kerfinu í hag, þeir dæma eftir bókstafnum fremur en anda og tilgangi laga. Þetta á ekki síst við um Félagsdóm, sem er með afbrigðum hlutdrægur dómstóll. Færi svo óheppilega, að atvinnurek- endur myndu vinna þetta mál gegn Verslunarmannafélagi Suðurnesja, þá myndi það þýða að sú sérstaða, sem ver- ið hefur í samskiptum launafólks og atvinnurekenda á íslandi — það hefur til dæmis aldrei verið drepinn maður í verkfallsátökum hér — hún myndi hverfa. Ef hluthafar og framámenn í fyrirtækjum fara að vinna störf verk- fallsmanna með samþykki dómstóla, þá væri liðin tíð að verkföll á íslandi fari fram án blóðsúthellinga. Menn munu aldrei horfa uppá það, að aðrir gangi í sín störf þegar þeir hafa verið neyddir til að grípa til jafn mikils örþrifaráðs og verkfall er. Þegar komið er útí hörð átök verður það hvorki á mínu valdi né annarra verkalýðsforingja að segja við þá kynslóð, sem nú er að vaxa úr grasi: elskurnar mínar, þetta má ekki. Þið verðið að vera prúðir. Það verður ekk- ert hlustað á okkur. Menn munu fara sínu fram en það er einmitt þetta, sem við viljum koma í veg fyrir,“ sagði Guð- mundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar og Verkamannasambands íslands. Baráttusveit Verslunamannafélags Suðumesja í verkafallsaðgerðum í Flugstöð Leifs eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli sl. vor. Ljósm.: DV/Ægir. Málshöfðun Flugleiða gegn Verslunarmannafélagi Suðurnesja: Málaferlin skaðleg íslensku millilandaflugi Fá mál hafa vakið jafn almenn og harkaleg viðbrögð verkalýðshreyfíngar- innar á síðari árum og sú ákvörðun Flugleiða h.f. að höfða mál á hendur Verslunamannafélagi Suðurnesja vegna verkfallsaðgerða félagsins á Kefl- avíkurflugvelli sl. vor. Á fundi í stjórn Dagsbrúnar 26. janúar sl. var gerð svohljóðandi einróma samþykkt um þetta mál: „Vegna málaferla Flugleiða gegn Verslunarmannafélagi Suðumesja vill stjórn Dagsbrúnar lýsa því yfir, að hún harmar þessi vinnubrögð Flug- leiða. Um tæplega 3ja áratuga skeið hafa t.d. Dagsbrún og verkalýðsfélögin á Suðurnesjum veitt íslenskum flugfélögum margþættar undanþágur í verk- föllum og má nefna sem dæmi, að ef ekki hefði komið til undanþágu Dags- brúnar við Loftleiðir á sínum tíma í hörðu og ströngu verkfalli, þá hefðu Loftleiðir orðið gjaldþrota. Fjölmörg dæmi má nefna um undanþágur, sem verkalýðsfélögin á Suðurnesjum hafa veitt flugrekstri til útlanda í verkföllum. Mörg þessara dæma em mun víðtækari en svo, að forstjóri eða forráðamenn Flugleiða hefðu getað leyst. Milli þessara verkalýðsfé- laga og Flugleiða hafa alltaf farið fram viðræður og reynt hefur verið að finna lausnir með velvild og skilningi. Ef Flugleiðir ætla nú, eftir kröfu VSÍ, að hefja málaferli og kröfur á Verslunarmannafélag Suðurnesja, þá er næsta víst að upp sprettur heift og hatur milli verkalýðsfélaganna og Flugleiða. Stjórn Dagsbrúnar væri óljúft að millilandaflug til og frá íslandi færðist í vaxandi mæli á hendur erlendra flugfélaga — en við óttumst, að þessi óábyrga afstaða Flugleiða muni stuðla að slíkri þróun. Þessi málaferli geta að einhverju leyti þjónað stjórn VSÍ, en þau eru óábyrg og hættuleg Flugleiðum. Stjórn Dagsbrúnar skorar því á Flugleiðir að draga til baka málsókn þessa, því hverjar sem niðurstöður dómstóla verða, þá verða þær öðru fremur íslensku millilandaflugi til skaða.“ DAGSBRÚN 9

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.