Dagsbrún - 15.02.1989, Blaðsíða 30

Dagsbrún - 15.02.1989, Blaðsíða 30
UM FRÍTT FÆÐI OG DAGPENINGA Þegar verkamenn eru sendir til vinnu utan bæjar og þeim ekki ekið heim á máltíðum eða að kvöldi, skulu þeir fá frítt fæði og annan dvalarkostn- að. Ef verkamönnum, sem vinna í borgatlandinu utan flutningslínu, er ekki ekið heim á máltíðum og þeim er ekki séð fyrir fæði á vinnustað, skulu þeim greiddir dagpeningar fyrir fæðiskostnaði er séu kr. 439,07 á dag sé verkamönnum ekið heim fyrir kvöldmatartíma, en kr. 768,89 fari heimkeyrslan fram síðar. Þegar að jafnaði er matast á vinnustað, skulu bæði vinnuveitendur og verkafólk fylgja fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um aðbúnað, hreinlætisaðstöðu og umgengni á matstað. TJÓN Á FATNAÐI OG MUNUM Verði verkamaður sannanlega fyrir tjóni á algengum nauðsynlegum fatnaði og munum við framkvæmd vinnu sinnar, svo sem úrum og gler- augum o.s.frv., skal það bætt skv. mati. Sama gildir, ef verkamaður verður fyrir fatatjóni af völdum kemiskra efna, þar á meðal rykbindiefna (calciumcloride). Verði verkamaður fyrir tjóni (missi á hlífðarfatnaði o.fl.) er orsakast af bruna á vinnustaðnum, skal það bætt eftir mati. ÚTKALL Þegar verkamaður er kvaddur til vinnu, eftir að yfirvinnutímabil er hafið, skal hann fá greitt fyrir minnst 4 klukkustundir, nema dagvinna hefjist innan tveggja klukkutíma frá því að hann kom til vinnu. Kvaðning til vinnu að morgni eftir að dagvinnutímabil er hafið vari alltaf til hádegis og minnst 4 klst. REGLUR UM FAST VIKUKAUP Hafi verkamaður unnið hjá sama atvinnurekanda samfellt í 2 mánuði eða lengur skal honum greitt óskert vikukaup þannig, að samnings- bundnir frídagar aðrir en sunnudagar, séu greiddir. VEIKINDI BARNA Foreldri skal, eftir fyrsta starfsmánuð, heimilt að verja samtals 7 vinn- udögum á hverju 12 mánaða tímabili, til aðhlynningar sjúkum börnum sínum undir 13 ára aldri, enda verði annarri umönnun ekki komið við og halda þá dagvinnulaunum sínum, svo og vaktaálagi þar sem það á við. 30

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.