Dagsbrún - 01.05.1989, Page 10

Dagsbrún - 01.05.1989, Page 10
Verulega rýmkaðar reglur Styrktarsjóðs Dagsbrúnar Á aðalfundi Dagsbrúnar 10. maí voru samþykktar breytingar á reglugerð sjóðsins en henni var síðast breytt 1980. Breytingar aðalfundar í ár voru til að rýmka bótarétt, hækka dagpeninga og fjölga bótadögum. Þannig hækka dag- peningar nú um 45% og bótadögum fjölgar úr 100 í 150 á hverjum sex mán- uðum. Ef veikindi standa lengur en 150 daga má greiða allt að 150 dögum til viðbótar. Þá var það nýmæli sett inn, að heimilt er að styrkja félagsmenn vegna lækn- isaðgerða, þó ekki sé um forföll frá vinnu að ræða, svo sem sjúkranudd o.fl. Sömuleiðis er nú komið í reglugerð- ina ákvæði um að deyi félagsmaður 70 ára eða eldri skuli eftirlifandi maka greitt eitt bótatímabil. Þetta hefur í reynd verið gert en var nú sett í reglu- gerðina. Nær allir félagsmenn Dags- brúnar, á aldrinum 16-70 ára, eru líf- tryggðir hjá Brunabótafélagi íslands og greiðir Styrktarsjóðurinn það iðgjald. Á síðasta ári var heildariðgjaldið um 3,6 milljónir króna. 12 þúsund króna fæðingar- styrkur Annað nýmæli í reglugerðinni til rýmk- unar á bótarétti gerir ráð fyrir að fari félagsmaður að vinna tímabundið á fé- lagssvæði annars verkalýðsfélags heldur hann sínum fulla bótarétti hjá Dagsbrún þegar hann kemur aftur til félagsins, að því tilskildu að hann hafi ekki unnið utan félagssvæðisins lengur en sex mán- uði. Eina skilyrðið er að viðkomandi atvinnurekandi greiði gjald til sjóðs við- komandi verkalýðsfélags. F>á var sett inn nýtt ákvæði, svohljóð- andi: „Heimilt er að greiða félagsmanni styrk að fjárhæð kr. 12.000 vegna barns- fæðingar. Skilyrði fyrir þessari greiðslu er að viðkomandi félagsmaður sé með barnið á framfæri sínu, giftur/sambúð. Fjárhæð þessi hækkar í sama hlutfalli og aðrar bætur sjóðsins." Stjórn sjóðsins er heimilt að víkja frá reglum um bótarétt ef sérstaklega stendur á fyrir félagsmanni, svo sem ef hann á í verulegum fjárhagsörðugleik- um, hefur ekki stundað fulla vinnu sl. sex mánuði, t.d. vegna verkmenntunar, eða önnur atvik réttlæta bótagreiðslur. Bótafjárhæð skv. þessu ákvæði skal ákveðin sérstaklega af sjóðsstjórn í hverju tilviki fyrir sig. Bætt staða félagsmanna Eins og áður segir eru allar þessar breyt- ingar gerðar til að bæta stöðu félags- manna. Þannig gæti félagsmaður, sem á fyllsta rétt til launa í veikindum hjá sín- um atvinnurekanda, verið á launum og bótum í allt að 13 mánuði væri veikindin langvarandi. Áður fyrntist bótaréttur væri hans ekki vitjað í þrjá mánuði, nú er þetta lengt í sex mánuði. Halldór Björnsson. Að lokum eru hér tekin nokkur dæmi um bætur og eru teknar inn í þau bætur úr sjúkrasamlagi: Félagsmaður í 150 daga x 925,00 kr. = 138.750,- 1 bótatímabil. Félagsmaður í 30 daga x 925,00 = 27.750,- sjúkrasamlagsgreiðsla x 413,84 = 12.415,- samtals pr. mánuð 40.165,- (925,- (111,-) Félagsmaður + eitt barn í 150 daga x 1.036 = 155.400 pr. tímabil. Félagsmaður + barn í 30 daga 1.036,00 = 31.080,- sjúkrasamlagsgreiðsla X 526,14= 15.784,- samtals pr. mánuð 46.864,- Félagsmaður + 2 börn 30 dagax 1.147,00 = 34.410,- sjúkrasamlagsgreiðsla 638,44= 19.153,- samtals pr. mánuð 53.563,- Halldór Bjömsson, einn aðalmanna í stjóm styrktarsjóðs Dagsbrúnar, á tali við dagsbrúnarmann inn Þórir Daníelsson, framkvæmdastjóra Verkamannasambands tslands, á félagsfundi í vor. 10 DAGSBRÚN

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.