Dagsbrún - 01.06.1989, Page 1

Dagsbrún - 01.06.1989, Page 1
Reglugerð Styrktarsjóðs Dagsbrúnarmanna 1. gr. Sjóðurinn heitir Styrktarsjóður Dagsbrúnarmanna. 2. gr Markmið sjóðsins er að styrkja félagsmenn Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar er missa vinnutekjur vegna sjúkdóma eða slysa með því að greiða þeim dagpeninga í slysa- og sjúkdómstilfellum svo og þátttöku í sjúkrakostnaði. 3. gr. Tekjur sjóðsins eru. a) Samningsbundin gjöld atvinnurekenda til sjóðsins hlutfalls- lega af samningsbundnum heildarlaunum verkamanna. b) Gjöld einstaklinga samkvæmt 4. b-lið. c) Vaxtatekjur. 4. gr. Rétt til dagpeninga úr sjóðnum eiga þeir fullgildir Dagsbrúnar- menn sem: a) Vinna hjá atvinnurekendum er greiða gjald til sjóðsins af a) kaupi þeirra. b) Vinna hjá öðrum en greiða sjálfir reglulega gjald til til sjóðs- b) ins er nemur sömu upphæð og atvinnurekendum ber að b) greiða af kaupi hvers verkamanns. Réttur til dagpeninga fellur ekki niður þó að félagsmaður vinni tímabundið á starfssvæði annarra verkalýðsfélaga, enda greiði atvinnurekandi gjald til sjúkrasjóðs viðkomandi verkalýðsfélags. Aðrir félagsmenn, er vinna hjá atvinnurekendum sem ekki falla undir a-lið þessarar greinar, missa rétt sinn til dagpeninga þegar sexmánuðir eru liðnir frá því að þeir hætta störfum, sem greitt er af til sjóðsins, nema þeir greiði sjálfir til hans samkvæmt b-lið þessarar greinar.

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.