Dagsbrún - 01.06.1989, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 01.06.1989, Blaðsíða 2
Fullir dagpeningar greiöast hafi félagsmaður unnið sem svarar fullri dagvinnu sl. 6 mánuði fyrir veikindi. 5. gr. Greiðslur úr sjóðnum skulu lúta þessum reglum: 1. Dagpeningar greiðast frá þeim tíma er samningsbundinni eða lögboðinni kaupgreiðslu lýkur. 2. Dagpeningar greiðast samanlagt í 150 daga á hverjum 6 mánuðum. Dagpeningar greiðast fyrir helga daga jafnt sem virka. 3. Dagpeningar greiðast ekki þegar um varanlega örorku eða ellihrumleika er að ræða, en heimilt er að verja allt að 4% af iðgjaldatekjum sjóðsins næstliðins árs til úthlutunar í desem- bermánuði til þeirra félagsmanna sem ekki eiga rétt til dag- peninga vegna örorku eða ellihrumleika. 4. Dagpeningar skulu vera sem hér segir. a) Fyrir hvern bótadag skal greiða 50% af 8 klst. kaupi skv. 2. taxta b-lið eftir 10 ár, eins og hann kann að vera á hverjum tíma. b) Fyrir hvert barn á framfæri bótaþega greiðast 6% af 8 klst. kaupi á dag skv. 2. taxta b-lið eftir 10 ár, eins og hann er á hverjum tíma og gildir það jafnlangan tíma og hlutað- eigandi á rétt til dagpeninga. c) Ef um samfelld veikindi er að ræða umfram 150 bótadaga má greiða allt að 150 bótadaga til viðbótar og fellur þá bóta- réttur niður. Nýr bótaréttur skapast þegar viðkomandi hefur unnið iðgjaldaskyld störf til sjóðsins í fulla 6 mánuði, sbr. 4. gr. d) Stjórn sjóðsins er heimilt að styrkja félagsmenn vegna læknisaðgerða, þótt ekki sé um forföll frá störfum að ræða. e) Heimilt er að fengnu samþykki trúnaðarráðs Dagsbrúnar að veita styrki til fyrirbyggjandi starfsemi á vegum heilsu- gæslu og slysavarna. f) Deyi félagsmaður 70 ára eða eldri, skulu eftirlifandi maka eða börnum á framfærsluskyldualdri eða öðrum þeim er voru á framfæri hins látna greiddir dagpeningar fyrir eitt bótatíma- bil — 150 daga. g) Heimilt er að greiða félagsmanni í sambúð styrk að fjár- hæð krónur 12.000 vegna barnsfæðingar sem hækkar í

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.