Dagsbrún - 01.06.1989, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 01.06.1989, Blaðsíða 3
sama hlutfalli og laun gera. h) Stjórn sjóðsins er heimilt að víkja frá reglum um bótarétt ef sérstaklega stendur á fyrir félagsmanni, svo sem ef hann á í verulegum fjárhagsörðugleikum, hefur ekki stundað fulla vinnu sl. 6 mánuði, t.d. vegna verkmenntunar, eða önnur atvik réttlæta bótagreiðslur. Bótafjárhæð skv. þessu ákvæði skal ákveðin sérstaklega fyrir hvert tilvik. 6. gr. Dagpeningar greiðast 1/2 mánaðarlega samkvæmt þeim ákvæðum sem sett eru í reglugerð þessari. 7. gr. Allar umsóknir skulu ritaðar á þar til gerð eyðublöð er sjóðstjórn lætur umsækjendum í té. Skylt er umsækjanda að leggja fram læknisvottorð með umsókninni er tilgreini þann dag er slysið eða veikindin bar að höndum. Þá er bótaþega skylt að leggja fram læknisvottorð er til- greini þann dag er hann varð aftur vinnufær. Heimilt er stjórn sjóðsins að krefjast þess að umsækjandi um dagpeninga eða bótaþegi leggi fram vottorð frá sérstökum trúnað- arlækni sjóðsins. 8. gr. Greiðsla dagpeninga fyrnist sé hennar ekki vitjað innan 6 mán- aða frá því að bótaréttur skapast. 9. gr. Þegar farsóttir geisa getur sjóðstjórnin leyst sjóðinn frá greiðslu- skyldum sínum um stundarsakir. Sjóðstjórnin getur einnig ákveðið að lækka upphæð dagpeninga um stundarsakir, en þó ekki yfir skemmri tíma en 6 mánuði, ef afkomu sjóðsins virðist hætta búin. 10. gr. Afgreiðsla sjóðsins skal vera í skrifstofu Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Allan beinan kostnað vegna reksturs sjóðsins greiðir hann sjálfur. Árlegan kostnað vegna afgreiðslu og skrifstofu skal

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.