Dagsbrún - 01.06.1989, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 01.06.1989, Blaðsíða 4
ákveða með samkomulagi milli sjóðstjórnar og stjórnar Dagsbrún- ar ár hvert. 11. gr. Stjórn sjóðsins skal skipuð þremur mönnum. Skulu þeir kosnir um leið og stjórn Dagsbrúnar og með sama hætti. Þá skulu einnig kosnir tveir varamenn. 12. gr. Stjórn sjóðsins annast vörslu hans og ávöxtun. Heimilt er að ávaxta fé sjóðsins með kaupum á verðbréfum, tryggðum með öruggu fasteignaveði og einnig verðtryggðum spariskírteinum ríkisins. Þá er heimilt að verja fé sjóðsins til kaupa eða bygginga félags- og orlofshúsa dagsbrúnar, enda sé sjóðurinn þá eigandi þeirra að því leiti. Ávallt skal þess gætt að ráðstöfun á fé sjóðsins fari eigi í bága við tilgang hans og verkefni. 13. gr. Gjald til sjóðsins af kaupi verkamanna skal ákveðið í samning- um milli Dagsbrúnar og atvinnurekenda. Sjóðsstjórnin skal leita eftir samningum við Skattstofu Reykja- víkur um að hún annist álagningu gjaldsins á hvern gjaldanda, eft- ir reglum sem Dagsbrún og atvinnurekendur koma sér saman um. Enn fremur að hún annist útsendingu á gjaldseðlum og afgreiðslu á kærum. 14. gr. Reglugerð þessari má aðeins breyta á aðalfundi Dagsbrúnar og ræður einfaldur meirihluti atkvæða. Geta skal þess í fundarboði ef stjórn sjóðsins hyggst leggja breytingar fyrir fundinn. Reglugerðin þannig samþykkt á aðalfundi Dagsbrúnar 1989 og tekur gildi frá og með 1. júní 1989. KLÖI PRENTAÐI

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.